Horfum í norður

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um norðurslóðarmál.

Auglýsing

Allt sem ger­ist á norð­ur­slóðum varðar heims­byggð­ina. Þessa setn­ingu hafa menn stundum yfir til þess að leggja áherslu á hve stóran þátt umhverf­is­breyt­ingar norðan heim­skauts­baugs eiga í lofts­lags­breyt­ing­um. Í henni felst vissu­lega sann­leik­ur. Stefna Íslands í mál­efnum norð­ur­slóða er um margt ágæt en líka gagn­rýn­is­verð. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra flutti Alþingi lög­boðna skýrslu um umhverf­is­mál í vor. Í grein­inni fjalla ég lít­il­lega um mál­efni norð­ur­slóða út frá skýrsl­unni.

Mik­il­vægur mála­flokk­ur, en…

Í skýrsl­unni segir um mál­efni norð­ur­slóða að þau séu for­gangs­mál og tengj­ast land­grunns- og full­veld­is­kröfum Íslands. Mik­il­vægi mála­flokks­ins er aug­ljóst. Þátt­taka okkar í allri vinnu land­anna átta í Norð­ur­skauts­ráð­inu er ákaf­lega þýð­ing­ar­mik­il. Áhersla á þau er fylli­lega rétt­mæt. Flest mál­efni norð­ur­slóða hafa tvær hlið­ar. Önnur snýr að auð­lindum norð­ur­heim­skauts­svæð­is­ins og nýt­ingu þeirra en hin að umhverf­is­málum og nátt­úru­vernd. Þar flétt­ast inn hags­munir um fjög­urra milljón íbúa (þar af um 400 þús­und frum­byggja) og ýmis konar rétt­ur, t.d. full­veldi, ákvarð­ana­réttur íbúa og jafn­rétti. Fyrr­greindar land­grunns­kröfur varða öll ríkin átta en með mis­mun­andi hætti. Þær taka mið af jarð­fræði á hafs­botni og snú­ast auð­vitað um auð­lind­a­nytjar, aðal­lega olíu, jarð­gas og málma, og hafa ákvarð­ast í sam­ræmi við haf­rétt­ar­sátt­mála SÞ. Hingað til virð­ast rök­færður grunnur þess­ara krafna verið haf­inn yfir umræður eða gagn­rýni. Ég tel hann smám saman hafa orðið úrelt­an. Í stað krafna um auð­linda­rétt á úthafs­botni hund­ruð mílna á haf út með jarð­sögu­legum rökum verður að koma sam­á­byrgð á vel­ferð alls líf­ríkis í hafi. Þar með talið á hafs­botni, sem myndar heild með sjónum fyrir ofan hann. Sam­á­byrgðin er lyk­ill að vel­ferð mann­kyns. 

Ísland rís upp af Norð­ur- Atl­ants­hafs­hryggn­um. Þar með krefj­umst við réttar á auð­lindum vestur fyrir Bret­landseyjar að eigin mati og einnig norður úr, út fyrir efna­hags­lög­sög­una. Rúss­land beitir skyldum jarð­fræði­legum rökum til þess að eigna sér hafs­botns­rétt til norð­urs, alla leið upp á Norð­ur­pól. Stóra ­þrí­hyrn­ings­laga ­sneið á landa­korti. Fjögur önnur norð­ur­slóða­ríki, Kana­da, Banda­rík­in, Dan­mörk (Græn­land) og Nor­egur leggja í sama leið­angur og krefj­ast yfir­ráða yfir sinni sneið norður á pól­inn. Um þetta gerðu ríkin fimm með sér sam­komu­lag án sam­ráðs við Ísland, Sví­þjóð og Finn­land. Í raun réttri er þessi gleypi­gangur ekki í þágu mann­kyns. Hafs­botn­inn í norðri, utan 200 mílna lög­sögu hvers rík­is, ætti að vera sam­eig­in­legt vernd­ar­svæði allra þjóða og nýt­ing líf­ríkis í úthafi háð alþjóð­legu sam­komu­lagi. Ekki er þó útlit fyrir að svo verði í bráð og íslensk yfir­völd tala ekki með þessum hætt­i. 

Auglýsing

Vissu­lega hefur orðið árangur af sam­starfi norð­ur­slóða­ríkj­anna átta. Nægir að nefna reglu­verk um skip og sigl­ingar á norð­ur­slóð­um, sam­starf um björgun og við­brögð við meng­un­ar­slysum, marg­vís­legt vís­inda- og rann­sókna­sam­starf í sam­fé­lags- og nátt­úru­vís­indum og sam­starf um mennt­un. Um þessar mundir er unnið að því að ná sam­komu­lagi um fisk­veiðar á haf­svæðum sem enn eru að mestu lokuð vegna haf­íss. Er þá vænt­an­lega stefnt að því að þær nytjar verði sem mest sjálf­bær­ar. Loks má benda á þátt­töku sam­taka frum­byggja í Norð­ur­skauts­ráð­inu og stöðu ríkja utan heim­skauta­svæða, og all­marga sam­taka, sem áheyrn­ar­að­ila á fundum ráðs­ins. Ísland tekur við for­mennsku þess 2019 og gegnir henni til 2021. Fram að því þarf ekki aðeins að und­ir­búa starfið vel heldur líka end­ur­skoða stefnu lands­ins í mál­efnum norð­ur­slóða eins og boðað hefur ver­ið. Þá verður fram­sækni, nýsköp­un, umhverf­is­hyggja og sam­fé­lags­á­byrgð á ráða mestu um meg­in­drætt­ina.

Nátt­úr­u­nytjar og nátt­úru­vernd veg­ast á

Nýt­ing nátt­úru­auð­linda með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi er annað þema í skýrsl­unni. Í þeim efnum er ekki allt sem sýn­ist. Allar þjóðir í Norðu­skauts­ráð­inu stefna að námu­vinnslu norðan heim­skauts­baugs, vinnslu kolefn­iselds­neytis og verð­mætra jarð­efna. Hvort tveggja er auð­vitað ósjálf­bærar nátt­úr­u­nytj­ar. Lítt dugar að blekkja sjálfan sig og aðra með því að búa til orða­leppa á borð við þann sem kín­verskur ræðu­maður not­aði á Arctic Circle 2015. Hann ræddi um "sjálf­bæra vinnslu olíu og gass" á norð­ur­slóð­um. Önnur jarð­efna­vinnsla kann að vera nauð­syn­leg í norðrinu, vegna skorts á mik­il­vægum efn­um, en hún verður þá að vera mjög var­kár, undir sér­stöku eft­ir­liti og með þátt­töku heima­manna.

Veiðimenn skammt frá Qaanaaq á N-Grænlandi.MYND: Ragnar Th. Sigurðsson.Ráð­stefn­an Arctic Circle er stærsti sam­ræðu­vett­vangur norð­ur­slóða. Þar koma saman stjórn­mála­menn, fjár­fest­ar, full­trúar rík­is­stjórna, sam­tök áhuga­fólks, full­trúar menn­ing­ar­strauma  og vís­inda­menn. Á ráð­stefn­unni fæst ágætt, árlegt yfir­lit yfir stöðu umræðna og ákvarð­ana um sígilda mót­sögn: Auð­lind­a­nytjar og hagn­aður af þeim frammi fyrir nátt­úru­vernd og and­ófi gegn hlýnun lofts­lags og afleið­ingum þess. Á fyrstu ráð­stefnu Arctic Circle yf­ir­gnæfðu hug­myndir og stefnu­mál um hams­lausar auð­lind­a­nytjar umhverf­is­vernd­ina. Smám saman hefur staðan í umræðum og á sér­fundum breyst, nátt­úru­vernd og lofts­lags­málum í hag. Enn er þó svo að tæki­færin og gríð­ar­legur fram­tíð­ar­hagn­aður af vinnslu jarð­efna, sigl­ing­um, fisk­veiðum og mann­virkja­gerð vegur miklu þyngra en umhyggjan fyrir nátt­úru og íbú­um. Reyndar leggj­ast íbúa norð­ur­slóða víða á sveif með auð­mönnum og stór­fyr­ir­tækjum sem stefna í norð­ur. Græn­lend­ingar margir hverjir telja þessar auð­lind­a­nytjar lykil að sjálf­stæði og frum­byggja­hópar sjá þær sem leið til vel­sældar og auk­innar heima­stjórn­ar. Ein­angrun Rúss­lands á alþjóða­vísu ýtir undir sókn ráða­manna þar og stór­fyr­ir­tækja í jarð­efna­elds­neyti á landi í Síberíu og á hafi úti.

Ef ekki á illa að fara verða allir að horfast í augu við stað­reynd: Engar nátt­úr­u­nytjar sem herða á hröðum og hættu­legum lofts­lags­breyt­ingum af manna völdum mega í raun fara fram á norð­ur­slóð­um. Það sama á að gilda þar og ann­ars staðar í heim­in­um: Sér­hver aðgerð sem minnkar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) á að ganga fyrir auk­inni ásókn í jarð­efni og mann­virkja­gerð. Ósjálf­bær orku­öflun (kol, olía og gas) í norðri má aðeins fara fram til þess að afla íbú­unum nauð­syn­legrar orku á meðan sú sjálf­bæra er ekki í boði á nær­liggj­andi land­svæð­um. Vinda verður ofan af ósjálf­bærri orku­öflum í norðr­inu eins fljótt og auðið er. Sam­tímis verður að tryggja næga orku og láta nýsköpun snú­ast um orku­öflun með vist­vænum hætti: Vindi, sól­geisl­un, jarð­varma, vatns­afli og sjáv­ar­orku, t.d. öldu­virkj­un­um. Löngu er kunn­ugt að við náum hvergi nærri að draga úr hlýnun lofts­lags og snúa þró­un­inni við nema að leyfa 2/3 hlutum þekktra kolefn­isauð­linda að liggja kyrr­ar. 

Nefnd um norð­ur­slóða­mál

Eflaust kann­ast fáir les­endur þessa pistils við þá alþjóða­nefnd þings­ins sem oft gengur undir heit­inu Þing­manna­nefnd um norð­ur­slóða­mál eða Þing­manna­ráð­stefna um norð­ur­skauts­mál. Í henni sitja jafnan þrír þing­menn. Nú eru það Njáll Trausti Frið­berts­son (S), Óli Björn Kára­son (S) og höf­undur grein­ar­innar (VG) sem er for­maður henn­ar. Nefndin á sér langa sögu og var stofnuð 1994. Á fyrstu árum sínum vann þing­manna­nefndin ötul­lega að stofnun Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Þarna varð um leið til sam­starfs­vett­vangur þing­manna aðild­ar­ríkja Norð­ur­skauts­ráðs­ins, auk Evr­ópu­þings­ins, og er hópnum ætlað að hafa áhrif á stefnu og störf Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Ráðið sjálft er skipað full­trúum fram­kvæmda­valds­ins og á æðsta stigi eru það þá utan­rík­is­ráð­herrar land­anna. Með þing­manna­starf­inu er aug­ljós­lega verið að brúa mærin á milli lög­gjafans og fram­kvæmda­valds­ins. Áheyrn­ar­full­trúar frá Norð­ur­landa­ráði og Vest­nor­ræna ráð­inu eru við­staddir alla vinnufundi og ráð­stefn­ur. Á þessu ári eru þar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son  (VG) frá Norð­ur­landa­ráði og  Bryn­dís Har­alds­dóttir (S) frá Vest­nor­ræna ráð­inu.

Annað hvert ár (2017) hitt­ast for­menn lands­nefnda og aðrir full­trúar þrisvar sinnum sem stjórn­ar­nefnd. Þá er farið yfir störf lands­nefnda og mótuð stefna fyrir ráð­stefnu sem haldin er annað hvert ár (næst 2018 í Finn­land­i). Á ráð­stefnu­ár­inu hitt­ist stjórn­ar­nefndin a.m.k. tvisvar en meg­in­þung­inn er á ráð­stefnu þar sem allar lands­nefndir hitt­ast sem og aðrir full­trú­ar. Þá er gengið frá sam­eig­in­legum álykt­unum og sam­þykktum þing­manna land­anna. Með þær fer for­maður stjórn­ar­nefndar á fund Norð­ur­skauts­ráðs­ins og leggur fram til umfjöll­unar og áhrifa. Nú er for­maður stjórn­ar­nefnd­ar­innar norskur, Erik Sivert­sen, og eins manns skrif­stofa hennar er í Helsinki. Á ráð­stefn­una mætir einnig hópur sér­fræð­inga frá rík­is­stjórn­um, háskóla­stofn­unum og félaga­sam­tökum sem láta sig mál­efni norð­urs­ins varða. Helstu verk­efni í sam­starfi þing­manna­nefnd­anna lúta að sjálf­bærri þróun og umhverf­is- og nátt­úru­vernd. Sér­stök áhersla er einnig lögð á varð­veislu menn­ing­ar­arf­leifðar og lífs­hátta íbúa norð­urs­ins, eink­an­lega frum­byggja, sem og á aukna efna­hags­lega og félags­lega vel­ferð í byggðum og bæj­um. Ár hvert er lögð fram á Alþingi skýrsla þing­manna­nefnd­ar­inn­ar. Skýrslu fyrir árið 2016 má finna hér:. Þar koma fram áherslur okkar á liðnu ári, svo sem á sjáv­ar­nytjar, kynja­jafn­rétti og ferða­þjón­ustu. Á þessu ári hafa bæst við lofts­lags­mál og nýsköpun svo eitt­hvað sé nefnt. Ef marka má við­töl mín við ýmsa erlenda þing­menn á árinu hafa áherslur þing­manna­ráð­stefn­unn­i  hverju sinni skilað sér inn í stefnu Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Þá er vel af stað far­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar