Aldrei áður í sögunni hefur fjöldi flóttamanna verið svo mikill

Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015 um málefni flóttamanna í heiminum hefur litið dagsins ljós. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi þeirra sem þurfi að flýja heimkyni sín á mínútu sé 24 og að helmingur þeirra sé börn undir 18 ára.

Flóttamenn
Auglýsing

Sam­kvæmt mati Sam­ein­uðu þjóð­anna voru 65.3 millj­ónir manna á flótta, hæl­is­leit­endur eða á ver­gangi við lok árs 2015. Þetta er aukn­ing um 5 millj­ónir á einu ári. Þetta kemur meðal ann­ars fram í frétt BBC um mál­ið. Í skýrslu SÞ segir að þetta sé í fyrsta skiptið í sög­unni sem fjöldi flótta­manna fer yfir 60 millj­ón­ir. 

Þetta jafn­gildir einum af hverjum 113 manns í heim­inu en flestir koma frá Sýr­landi, Afganistan og Sómal­íu. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að 24 mann­eskjur þurfi að flýja heim­kyni sín á hverri mín­útu og að helm­ingur þeirra sé börn undir 18 ára. Þetta gegn­um­streymi af fólki sé það mesta síðan í seinni heim­styrj­öld­inni en það hefur ýtt undir útlend­inga­hatur og öfga-hægri stefnu í Evr­ópu að margra mati.

Fil­ippo Grandi, yfir­maður flótta­manna­mála SÞ, hefur áhyggjur af þróun mála í Evr­ópu og hann hvetur leið­toga í Evr­ópu að sam­ræma reglur um flótta­menn og leið­rétta nei­kvæðar staðalí­myndir um hæl­is­leit­end­ur. Hann segir að flótta­menn séu ekki ógn, þeir séu hins vegar að flýja ógn­andi aðstæður og að þeir hafi góð áhrif á þróun sam­fé­laga.

Auglýsing

En þrátt fyrir mik­inn flótta­manna­straum inn í Evr­ópu þá kemur fram hjá SÞ að 86% flótta­manna séu nú í fátæk­ari ríkjum eins og til dæmis Tyrk­landi, Pakistan og Líbanon. Eft­ir­sótt­ustu löndin séu þó hin rík­ari, eins og Þýska­land, Banda­ríkin og Sví­þjóð. 

Kjarn­inn fjall­aði um í síð­ustu viku þá gríð­ar­legu aukn­ingu sem orðið hefur í umsóknum um vernd á Íslandi fyrstu fimm mán­uði árs­ins miðað við í fyrra. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None