Blöskrar framsetning forsætisráðherra í málum hælisleitenda

Þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir þær upplýsingar sem koma fram í stöðuuppfærslu forsætisráðherra varðandi mál hælisleitenda á Íslandi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, seg­ist blöskra fram­setn­ing Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í málum hæl­is­leit­enda – en Katrín birti stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í gær þar sem hún sagði að Vinstri græn legðu áherslu á að taka á móti fleira fólki á flótta og væri það mark­mið sett fram í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórn­ar. Um þessi mál væri sjaldan fjallað nema þegar ein­stök mál eru rædd. Mik­il­vægt væri að skoða hver þró­unin hefði verið á und­an­förnum árum þegar rætt væri um stefnu stjórn­valda í þessum efn­um.

Þór­hildur Sunna tjáði sig um málið á Face­book gær og gerði athuga­semd við færslu Katrín­ar. Þar segir hún að eina fram­lag VG til flótta­manna­mála sé ítrekuð fram­lagn­ing frum­varps sem ætlað sé að stór­skaða rétt­indi flótta­manna og auð­velda brott­flutn­ing þeirra. Þrisvar sinnum hafi þing­mann VG sam­þykkt stjórn­ar­frum­varp þessa efnis sem þau í stjórn­ar­and­stöð­unni hefðu þurft að leggja mikla vinnu í að stoppa í hvert sinn.

„Þú segir mik­il­vægt að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði en nefnir svo ekk­ert nema töl­fræði til þess að verj­ast gagn­rýni á það hvernig þig komuð fram við fjögur lif­andi og mennsk börn og for­eldra þeirra.

Auglýsing

Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjós­enda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir sam­kennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við töl­fræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagn­stæða,” skrifar Þór­hildur Sunna.

Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram – skref fyrir skref að stefna í rétta átt

Katrín sagði á Face­book-­síðu sinni í gær að fjöldi fólks á flótta á heims­vísu hefði meira en tvö­fald­ast á tíu árum og því hefði fylgt mikið umrót hvar­vetna þegar kemur að mál­efnum þeirra. „Frammi fyrir jafn risa­vöxnum áskor­unum og lofts­lags­vánni og fjölgun fólks á flótta (sem ekki eru ótengd mál­efni) er auð­velt að fyll­ast van­mátt­ar­til­finn­ingu en það hjálpar okkur ekki neitt. Það eina sem hægt er að gera er að halda áfram, skref fyrir skref að stefna í rétta átt.“

Þá benti hún á að Ursula Von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, hefði sagt frá því í fyrra­dag að ráð­ist yrði í breyt­ingar á hæl­is­kerfi sam­bands­ins, meðal ann­ars með því að afnema Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ina og inn­leiða í stað hennar nýtt sam­evr­ópskt mót­töku­kerfi fyrir flótta­fólk. Ursula kall­aði eftir því að Evr­ópa ynni saman að því að bregð­ast við flótta­manna­vand­an­um. Það er mik­il­vægt að taka eigi þetta kerfi til end­ur­skoð­unar og von­andi næst sam­staða um breyt­ingar sem munu bæta stöðu fólks á flótta og þar mun Ísland leggja sitt af mörk­um,“ skrif­aði Katrín.

For­sæt­is­ráð­herr­ann birti graf með færsl­unni og sagði: „Af málum sem er lokið á þessu ári hjá þeim sem sótt hafa um vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi hafa rúm 60 pró­sent umsókna verið sam­þykkt. Það eru 368 ein­stak­ling­ar, fjöl­skyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári. Ef ein­göngu er horft til þeirra mála sem hafa fengið efn­is­með­ferð þá hafa 79 pró­sent umsókna verið sam­þykkt. Umsóknum hefur fjölgað mjög á und­an­förnum árum en 2019 var fékkst nið­ur­staða í 1123 mál­um. Í fyrra fengu 376 ein­stak­lingar vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi sem var 33 pró­sent afgreiddra umsókna sam­an­borið við 10 pró­sent árið 2017.

Þar með er þó ekki öll sagan sögð en þessi töl­fræði á ein­ungis við um mál sem lokið er hjá Útlend­inga­stofn­un. Mál sem fara á borð kæru­nefndar útlend­inga­mála eru því ekki hér með­tal­in, en með þeim hækkar fjöldi þeirra sem hlotið hafa vernd tölu­vert. Til að mynda hlaut 531 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd hér á landi í fyrra þegar horft er bæði á mál hjá Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd­inn­i,“ segir í færslu for­sæt­is­ráð­herr­ans að lok­um. 

Verður að gæta þess að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði

Katrín sagði enn fremur að þessi mál sner­ust auð­vitað um fólk og því yrði að gæta þess að láta umræð­una ekki snú­ast um tölur á blaði. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séu á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk. Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við ein­settum okkur þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn var settur saman á árinu 2017.

Tölu­verðar breyt­ingar hafa orðið á bæði reglu­verk­inu og fram­kvæmd þess hér á Íslandi síð­ast­liðin ár, meðal ann­ars með nýjum þverpóli­tískum útlend­inga­lögum sem sam­þykkt voru 2016. Þó að fram­kvæmdin hafi batnað er eigi að síður nauð­syn­legt að hún sæti sífelldri end­ur­skoð­un. Umræða síð­ustu daga sýnir að ríkur vilji er í sam­fé­lag­inu til að gera betur í þessum málum og það er verk­efnið fram und­an,“ skrif­aði hún.

Fjöldi fólks á flótta á heims­vísu hefur meira en tvö­fald­ast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvar­vetna þeg­ar...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Thurs­day, Sept­em­ber 17, 2020


Hefur ekk­ert með stefnu VG að gera

Þór­unn Ólafs­dótt­ir, stofn­andi sam­tak­anna Akk­eri, gerir athuga­semd undir færslu Katrínar og segir það eig­in­lega ekk­ert annað en ósmekk­legt að VG ætli að hreykja sér af því að hér hafi fleiri fengið vernd und­an­farin miss­eri. Það hafi allt með breytta sam­setn­ingu umsækj­enda og ekk­ert með stefnu VG að gera.

„Stjórn­völd eru skuld­bundin til að taka til með­ferðar umsóknir um alþjóð­lega vernd og það að hreykja sér af því að gera einmitt það er svo­lítið eins og að klappa sér sér­stak­lega á bakið fyrir að reka skóla­kerfi eða annað sem við teljum álíka sjálf­sag­t,“ skrifar hún.

Á meðan séu fjögur börn og for­eldrar þeirra log­andi hrædd í felum fyrir stjórn­völdum og „fjöldi barna sem eng­inn veit að eru til hafa líka verið flutt úr landi í skjóli nætur á ykkar vakt“.

Þór­unn segir að Katrín hafi valið þá leið að afvega­leiða umræðu um nafn­greind börn með því að henda fram tölum – það séu harð­neskju­stjórn­mál. „Ég bjóst við meiru af þér Katrín og það er virki­lega sárt að horfa upp á þessa atburða­rás.“

Von um mann­úð­legri útlend­inga­stefnu má síns lít­ils

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokkar og fyrr­ver­andi þing­maður VG, hefur einnig gagn­rýnt fyrr­nefnt frum­varp. „Síð­ustu daga hefur berg­málað um allt stjórn­ar­heim­ilið að mann­úð­leg­asta kerfið fyrir hæl­is­leit­endur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Stjórn­ar­flokk­arnir eru í því allir orðnir samdauna Sjálf­stæð­is­flokkn­um,“ skrif­aði þing­mað­ur­inn á Face­book í gær.

Hann bendir á að þrír dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi ítrekað lagt fram „sama hræði­lega frum­varpið sem snýst um að draga veru­lega úr vernd hæl­is­leit­enda, allt í nafni skil­virkni kerf­is­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nefni­lega með skýra sýn á mála­flokk­inn þótt flokk­arnir hafi gef­ist upp á að ná sam­eig­in­legri sýn í stjórn­ar­sátt­mála.“

Von um mann­úð­legri útlend­inga­stefnu megi síns lít­ils meðan þessi staða rík­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent