Hælisleitendur fá jólauppbót

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að veita 4,6 milljónum króna í umframgreiðslu til hælisleitenda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing
Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að verja 4,6 millj­ónum króna af ráð­stöf­un­arfé sínu til við­bót­ar­greiðslna til hæl­is­leit­enda.

Und­an­farin ár hafa umsækj­endur um alþjóð­lega vernd fengið greiðslu í des­em­ber til við­bótar við fastar fram­færslu­greiðsl­ur. Þær greiðslur hafa ekki verið vegna reglu þar um, enda engar slíkar til stað­ar, heldur hefur verið tekin ákvörðun hverju sinni.

Í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni segir að nú njóti 518 umsækj­endur um alþjóð­lega vernd þjón­ustu hjá Útlend­inga­stofnun og sveit­ar­fé­lög­unum Reykja­vík, Reykja­nesbæ og Hafn­ar­firði. Af þessum 518 eru 403 full­orðnir ein­stak­lingar og 114 börn. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að það sé ánægju­legt að rík­is­stjórnin hafi getað brugð­ist við með þessum hætti. „Mér finnst afar  mik­il­vægt að mál sem þessi séu í föstum far­vegi til fram­tíðar litið þannig að ekki skap­ist óvissa eða mis­munun frá einu ári til ann­ars og við munum í fram­hald­inu vinna að því að það verði gert.“ 

Þeim hæl­­is­­leit­endum sem eru í þjón­­ustu sveit­­ar­­fé­laga eða Útlend­inga­­stofn­unar hefur fækkað mikið á þessu ári. Þeir voru 820 í byrjun des­em­ber 2016 en eru nú, líkt og áður sagði, 518. Það þýðir að hæl­­is­­leit­endum sem eru á for­ræði ríkis eða sveit­­ar­­fé­laga hefur fækkað um tæpan þriðj­ung á einu ári. 

Auglýsing
Þeir sem hafa sótt um hæli og bíða eftir að mál þeirra fái afgreiðslu fá fram­­­færslu­eyri. Hann er átta þús­und krónur fyrir ein­stak­l­ing á viku en 23 þús­und krónur hjá fjög­­­urra manna fjöl­­­skyldu. Auk þess fær hver full­orð­inn hæl­­­is­­­leit­andi 2.700 krónur í vasa­pen­ing á viku og for­eldrar fá við­­­bótar þús­und­ krónur fyrir hvert barn. Þær greiðslur sem voru sam­þykktar í morgun koma til við­bótar ofan­greindri greiðslu. Í jóla­upp­bót­inni felst að greiðslan er tvö­földuð í jóla­vik­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent