Mælt fyrir því að kosningaaldur verði 16 ár

Í dag munu 14 þingmenn úr öllum flokkum mæla fyrir frumvarpi þar sem lagt er til að kosningaaldurinn verði lækkaður niður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum.

kosningar
Auglýsing

Mælt verður fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna á Alþingi í dag, þar sem lagt er til að kosn­inga­aldur verði lækk­aður niður í 16 ár.

Áður hefur verið miðað að því að lækka kosn­inga­aldur almennt úr 18 árum í 16 ár en hér er hins vegar lagt til að stíga skrefið til hálfs með því að breyta kosn­inga­aldri í kosn­ingum til sveit­ar­stjórna sem krefst aðeins ein­faldrar laga­breyt­ing­ar. 

Andrés Ingi Jóns­son, fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins og þing­maður Vinsti grænna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að málið hafi verið inni á þingi í einni mynd eða annarri í um 11 ár. Það hafi tekið breyt­ingum í áranna rás en nú séu flutn­ings­menn að ein­beita sér að sveit­ar­stjórn­ar­stig­in­u. 

Auglýsing

Andrés Ingi JónssonHann bætir því við að ef frum­varpið verður að lögum þá sé hægt að gera þessar breyt­ingar fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor. 

„Í fram­hald­inu er síðan hægt að taka stóra stökkið með stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um,“ segir hann og bendir á að þessi leið hafi verið farin í mörgum lönd­um, til að mynda í Skotlandi og Aust­ur­rík­i. 

9.000 manns fá að kjósa

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það sé lagt fram til að styðja við lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks og auka tæki­færi þess til að hafa áhrif á sam­fé­lagið sem virkir og ábyrgir þátt­tak­end­ur. „Verði frum­varpið að lögum munu ald­urs­mörk kosn­ing­ar­réttar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018 verða við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og nú er. Munu þá nærri því 9.000 manns fá tæki­færi til að hafa á kjör­degi áhrif á mik­il­vægar ákvarð­anir sem varða líf þeirra og umhverfi sem ekki njóta þess­ara grund­vall­ar­rétt­inda lýð­ræð­is­ins að óbreyttum lög­um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jafn­framt segir að dræm og dvín­andi þátt­taka ungs fólks í kosn­ingum til lög­gjaf­ar­þinga og sveit­ar­stjórna sé víða stað­reynd og valdi áhyggjum af fram­tíð lýð­ræð­is. Þyki líkur til þess að fólk geti orðið afhuga stjórn­mála­þátt­töku og snú­ist af braut lýð­ræð­is­legrar stefnu­mót­unar og ákvarð­ana­töku, þar sem málum er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosn­ing­um, ef ekki gef­ist kostur á þátt­töku jafn­skjótt og vit­und ein­stak­lings­ins um áhrifa­mátt sinn og ábyrgð á eigin vel­ferð og sam­fé­lags­ins hefur vakn­að. 

„Að sjálf­sögðu eiga hér einnig við hin almennu sjón­ar­mið um lýð­ræð­is­lega fram­kvæmd, þ.e. að mikil og víð­tæk þátt­taka í kosn­ingum gefi traustasta vit­neskju um vilja borg­ar­anna og því mik­il­vægt að sem allra flestir njóti atkvæð­is­rétt­ar,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð­inn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent