Mælt fyrir því að kosningaaldur verði 16 ár

Í dag munu 14 þingmenn úr öllum flokkum mæla fyrir frumvarpi þar sem lagt er til að kosningaaldurinn verði lækkaður niður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum.

kosningar
Auglýsing

Mælt verður fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna á Alþingi í dag, þar sem lagt er til að kosn­inga­aldur verði lækk­aður niður í 16 ár.

Áður hefur verið miðað að því að lækka kosn­inga­aldur almennt úr 18 árum í 16 ár en hér er hins vegar lagt til að stíga skrefið til hálfs með því að breyta kosn­inga­aldri í kosn­ingum til sveit­ar­stjórna sem krefst aðeins ein­faldrar laga­breyt­ing­ar. 

Andrés Ingi Jóns­son, fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins og þing­maður Vinsti grænna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að málið hafi verið inni á þingi í einni mynd eða annarri í um 11 ár. Það hafi tekið breyt­ingum í áranna rás en nú séu flutn­ings­menn að ein­beita sér að sveit­ar­stjórn­ar­stig­in­u. 

Auglýsing

Andrés Ingi JónssonHann bætir því við að ef frum­varpið verður að lögum þá sé hægt að gera þessar breyt­ingar fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor. 

„Í fram­hald­inu er síðan hægt að taka stóra stökkið með stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um,“ segir hann og bendir á að þessi leið hafi verið farin í mörgum lönd­um, til að mynda í Skotlandi og Aust­ur­rík­i. 

9.000 manns fá að kjósa

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það sé lagt fram til að styðja við lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks og auka tæki­færi þess til að hafa áhrif á sam­fé­lagið sem virkir og ábyrgir þátt­tak­end­ur. „Verði frum­varpið að lögum munu ald­urs­mörk kosn­ing­ar­réttar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018 verða við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og nú er. Munu þá nærri því 9.000 manns fá tæki­færi til að hafa á kjör­degi áhrif á mik­il­vægar ákvarð­anir sem varða líf þeirra og umhverfi sem ekki njóta þess­ara grund­vall­ar­rétt­inda lýð­ræð­is­ins að óbreyttum lög­um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jafn­framt segir að dræm og dvín­andi þátt­taka ungs fólks í kosn­ingum til lög­gjaf­ar­þinga og sveit­ar­stjórna sé víða stað­reynd og valdi áhyggjum af fram­tíð lýð­ræð­is. Þyki líkur til þess að fólk geti orðið afhuga stjórn­mála­þátt­töku og snú­ist af braut lýð­ræð­is­legrar stefnu­mót­unar og ákvarð­ana­töku, þar sem málum er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosn­ing­um, ef ekki gef­ist kostur á þátt­töku jafn­skjótt og vit­und ein­stak­lings­ins um áhrifa­mátt sinn og ábyrgð á eigin vel­ferð og sam­fé­lags­ins hefur vakn­að. 

„Að sjálf­sögðu eiga hér einnig við hin almennu sjón­ar­mið um lýð­ræð­is­lega fram­kvæmd, þ.e. að mikil og víð­tæk þátt­taka í kosn­ingum gefi traustasta vit­neskju um vilja borg­ar­anna og því mik­il­vægt að sem allra flestir njóti atkvæð­is­rétt­ar,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð­inn­i. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent