Evrópusambandið ætlar að skipta Dyflinnarreglugerðinni út fyrir nýtt regluverk

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að ESB ætlaði sér að afnema Dyflinnarreglugerðina og koma upp nýju regluverki í kringum umsóknir um alþjóðlega vernd.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að Evrópusambandið ætlaði sér að „afnema Dyflinnarreglugerðina“ og setja í staðinn upp nýtt samevrópskt stjórnkerfi varðandi málefni hælisleitenda og flóttamanna, sem myndi tryggja að ríki Evrópu tækju jafnari ábyrgð í málaflokknum.

Þetta kemur fram á franska vefmiðlinum France24, sem hefur þetta eftir fréttaveitunni AFP. 

Í fréttinni segir að hún hafi kynnt þetta fyrir Evrópuþingmönnum í Brussel í dag. Fyrr í dag flutti von der Leyen sína fyrstu stefnuræðu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar og þar kallaði hún eftir aukinni samstöðu ríkja Evrópu í málefnum flóttafólks.

Auglýsing

Samkvæmt frétt AFP er búist við því að útfærsla framkvæmdastjórnar ESB á þessum breytingum verði kynnt 23. september, en þrátt fyrir að vilji standi til þessara breytinga hjá ráðamönnum sambandsins þarf hvert og eitt aðildarríki ESB að samþykkja breytingarnar.

Dyflinnarreglugerðinni var komið á innan Schengen-samstarfsins árið 1990 og hefur tvívegis verið tekin til endurskoðunar, síðast árið 2013. Tilgangur hennar er sá að koma í veg fyrir að fólk sæki um alþjóðlega vernd í mörgum Evrópuríkjum á sama tíma og var ætlað að jafna byrði ríkjanna.

Á umliðnum árum hafa ríki í Suður-Evrópu, sérstaklega Grikkland og Ítalía, kvartað undan því að núverandi fyrirkomulag leiði til þess að þau beri of mikinn þunga af málefnum flóttafólks í Evrópu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent