Evrópusambandið ætlar að skipta Dyflinnarreglugerðinni út fyrir nýtt regluverk

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að ESB ætlaði sér að afnema Dyflinnarreglugerðina og koma upp nýju regluverki í kringum umsóknir um alþjóðlega vernd.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, til­kynnti í dag að Evr­ópu­sam­bandið ætl­aði sér að „af­nema Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ina“ og setja í stað­inn upp nýtt sam­evr­ópskt stjórn­kerfi varð­andi mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­manna, sem myndi tryggja að ríki Evr­ópu tækju jafn­ari ábyrgð í mála­flokkn­um.

Þetta kemur fram á franska vef­miðl­inum France24, sem hefur þetta eftir frétta­veit­unni AFP. 

Í frétt­inni segir að hún hafi kynnt þetta fyrir Evr­ópu­þing­mönnum í Brus­sel í dag. Fyrr í dag flutti von der Leyen sína fyrstu stefnu­ræðu sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og þar kall­aði hún eftir auk­inni sam­stöðu ríkja Evr­ópu í mál­efnum flótta­fólks.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt AFP er búist við því að útfærsla fram­kvæmda­stjórnar ESB á þessum breyt­ingum verði kynnt 23. sept­em­ber, en þrátt fyrir að vilji standi til þess­ara breyt­inga hjá ráða­mönnum sam­bands­ins þarf hvert og eitt aðild­ar­ríki ESB að sam­þykkja breyt­ing­arn­ar.

Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni var komið á innan Schen­gen-­sam­starfs­ins árið 1990 og hefur tví­vegis verið tekin til end­ur­skoð­un­ar, síð­ast árið 2013. Til­gangur hennar er sá að koma í veg fyrir að fólk sæki um alþjóð­lega vernd í mörgum Evr­ópu­ríkjum á sama tíma og var ætlað að jafna byrði ríkj­anna.

Á umliðnum árum hafa ríki í Suð­ur­-­Evr­ópu, sér­stak­lega Grikk­land og Ítal­ía, kvartað undan því að núver­andi fyr­ir­komu­lag leiði til þess að þau beri of mik­inn þunga af mál­efnum flótta­fólks í Evr­ópu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum.
Helgi Hrafn og Smári McCarthy ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Tveir oddvitar Pírata ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þeim hugnast hvorugum að ílengjast of lengi á þingi.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent