Þórólfur áhyggjufullur og Kári segir líkur á nýrri bylgju innan skamms

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smitin þrettán sem greindust innanlands í gær vera dreifð um samfélagið. Íslendingar verði að búa sig undir nýja bylgju eftir 1-2 vikur, segir Kári Stefánsson.

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Auglýsing

Einn er á sjúkra­húsi og 75 í ein­angrun hér á landi með COVID-19. Í gær greindust þrettán ný smit inn­an­lands og aðeins einn úr þeim hópi var í sótt­kví. Þetta veldur Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni áhyggj­um. Fjöldi geti bent til þess að dreif­ing veirunnar sé meiri en talið var. 

Í við­tali við RÚV segir hann tíð­indin vís­bend­ingu um að lands­menn séu ekki að gæta nógu vel að sér þegar komi að hinum marg­um­töl­uðu ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um. „Þessi veira er fljót að koma í bakið á okkur ef við gætum ekki að okk­ur,“ sagði hann við RÚV.

Auglýsing

Nokkrir þeirra sem greinst hafa síð­ustu daga tengj­ast Háskóla Íslands og hefur Íslensk erfða­grein­ing boð­ist til að skima fyrir veirunni meðal starfs­manna og nem­enda skól­ans. Fyr­ir­tækið hefur boð­ist til að gera slíkt hið sama í Háskól­anum í Reykja­vík. Með því móti fáist betri mynd á raun­veru­lega útbreiðslu veirunn­ar, að sögn Þór­ólfs.Hinir nýgreindu tengj­ast ekki allir með aug­ljósum hætti og því segir Þórólfur erfitt að segja hvort að um nýja hóp­sýk­ingu sé að ræða. „Þetta gæti verið vís­bend­ing um að eitt­hvað meira geti verið í aðsig­i,“ sagði hann við RÚV.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar tal­aði á sömu nótum í við­tali við Vísi í dag og sagði að Íslend­ingar ættu að búa sig undir nýja bylgju far­ald­urs­ins hér á landi eftir 1-2 vik­ur. Sagði hann rann­sókn á sýnum úr þeim sem greindust í gær gæfu til kynna að fólkið sé með „mikið af veiru í sér­,“ eins og hann orðar það við Vísi.

Hann vill ekki ganga svo langt að segja að líkur á nýrri bylgju á næstu dögum séu yfir­þyrm­andi en nægi­legar til þess að við þurfum að vera undir það búin.

Í dag var til­kynnt að tveir starfs­menn íbúða­kjarna fyrir fatlað fólk í Reykja­vík hafi greinst með COVID-19, ann­ars vegar í Graf­ar­vogi og hins vegar í Breið­holti. Báðir starfa þeir náið með ein­stak­lingum sem þurfa sól­ar­hrings­þjón­ust­u. Í­búar kjarn­anna tveggja búa allir í eigin íbúðum og fá því alla nauð­syn­lega þjón­ustu inn á sín heim­ili.

Í íbúða­kjarn­anum í Graf­ar­vogi þurfa sex starfs­menn að fara í sótt­kví og um 20 í Breið­holti. Unnið er að því að manna vakt­irnar með öðru ­starfs­fólki vel­ferð­ar­sviðs. Báðir íbú­arnir sem fengu þjón­ustu við­kom­and­i ­starfs­manna eru komnir í sótt­kví. Þeir fara í sýna­töku í dag og fylgst verð­ur­ ­náið með líðan þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent