Þórólfur áhyggjufullur og Kári segir líkur á nýrri bylgju innan skamms

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smitin þrettán sem greindust innanlands í gær vera dreifð um samfélagið. Íslendingar verði að búa sig undir nýja bylgju eftir 1-2 vikur, segir Kári Stefánsson.

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Auglýsing

Einn er á sjúkrahúsi og 75 í einangrun hér á landi með COVID-19. Í gær greindust þrettán ný smit innanlands og aðeins einn úr þeim hópi var í sóttkví. Þetta veldur Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni áhyggjum. Fjöldi geti bent til þess að dreifing veirunnar sé meiri en talið var. 

Í viðtali við RÚV segir hann tíðindin vísbendingu um að landsmenn séu ekki að gæta nógu vel að sér þegar komi að hinum margumtöluðu einstaklingsbundnu sóttvörnum. „Þessi veira er fljót að koma í bakið á okkur ef við gætum ekki að okkur,“ sagði hann við RÚV.

Auglýsing

Nokkrir þeirra sem greinst hafa síðustu daga tengjast Háskóla Íslands og hefur Íslensk erfðagreining boðist til að skima fyrir veirunni meðal starfsmanna og nemenda skólans. Fyrirtækið hefur boðist til að gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík. Með því móti fáist betri mynd á raunverulega útbreiðslu veirunnar, að sögn Þórólfs.


Hinir nýgreindu tengjast ekki allir með augljósum hætti og því segir Þórólfur erfitt að segja hvort að um nýja hópsýkingu sé að ræða. „Þetta gæti verið vísbending um að eitthvað meira geti verið í aðsigi,“ sagði hann við RÚV.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar talaði á sömu nótum í viðtali við Vísi í dag og sagði að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju faraldursins hér á landi eftir 1-2 vikur. Sagði hann rannsókn á sýnum úr þeim sem greindust í gær gæfu til kynna að fólkið sé með „mikið af veiru í sér,“ eins og hann orðar það við Vísi.

Hann vill ekki ganga svo langt að segja að líkur á nýrri bylgju á næstu dögum séu yfirþyrmandi en nægilegar til þess að við þurfum að vera undir það búin.

Í dag var tilkynnt að tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafi greinst með COVID-19, annars vegar í Grafarvogi og hins vegar í Breiðholti. Báðir starfa þeir náið með einstaklingum sem þurfa sólarhringsþjónustu. Íbúar kjarnanna tveggja búa allir í eigin íbúðum og fá því alla nauðsynlega þjónustu inn á sín heimili.

Í íbúðakjarnanum í Grafarvogi þurfa sex starfsmenn að fara í sóttkví og um 20 í Breiðholti. Unnið er að því að manna vaktirnar með öðru starfsfólki velferðarsviðs. Báðir íbúarnir sem fengu þjónustu viðkomandi starfsmanna eru komnir í sóttkví. Þeir fara í sýnatöku í dag og fylgst verður náið með líðan þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent