Þórólfur áhyggjufullur og Kári segir líkur á nýrri bylgju innan skamms

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smitin þrettán sem greindust innanlands í gær vera dreifð um samfélagið. Íslendingar verði að búa sig undir nýja bylgju eftir 1-2 vikur, segir Kári Stefánsson.

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Auglýsing

Einn er á sjúkra­húsi og 75 í ein­angrun hér á landi með COVID-19. Í gær greindust þrettán ný smit inn­an­lands og aðeins einn úr þeim hópi var í sótt­kví. Þetta veldur Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni áhyggj­um. Fjöldi geti bent til þess að dreif­ing veirunnar sé meiri en talið var. 

Í við­tali við RÚV segir hann tíð­indin vís­bend­ingu um að lands­menn séu ekki að gæta nógu vel að sér þegar komi að hinum marg­um­töl­uðu ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um. „Þessi veira er fljót að koma í bakið á okkur ef við gætum ekki að okk­ur,“ sagði hann við RÚV.

Auglýsing

Nokkrir þeirra sem greinst hafa síð­ustu daga tengj­ast Háskóla Íslands og hefur Íslensk erfða­grein­ing boð­ist til að skima fyrir veirunni meðal starfs­manna og nem­enda skól­ans. Fyr­ir­tækið hefur boð­ist til að gera slíkt hið sama í Háskól­anum í Reykja­vík. Með því móti fáist betri mynd á raun­veru­lega útbreiðslu veirunn­ar, að sögn Þór­ólfs.Hinir nýgreindu tengj­ast ekki allir með aug­ljósum hætti og því segir Þórólfur erfitt að segja hvort að um nýja hóp­sýk­ingu sé að ræða. „Þetta gæti verið vís­bend­ing um að eitt­hvað meira geti verið í aðsig­i,“ sagði hann við RÚV.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar tal­aði á sömu nótum í við­tali við Vísi í dag og sagði að Íslend­ingar ættu að búa sig undir nýja bylgju far­ald­urs­ins hér á landi eftir 1-2 vik­ur. Sagði hann rann­sókn á sýnum úr þeim sem greindust í gær gæfu til kynna að fólkið sé með „mikið af veiru í sér­,“ eins og hann orðar það við Vísi.

Hann vill ekki ganga svo langt að segja að líkur á nýrri bylgju á næstu dögum séu yfir­þyrm­andi en nægi­legar til þess að við þurfum að vera undir það búin.

Í dag var til­kynnt að tveir starfs­menn íbúða­kjarna fyrir fatlað fólk í Reykja­vík hafi greinst með COVID-19, ann­ars vegar í Graf­ar­vogi og hins vegar í Breið­holti. Báðir starfa þeir náið með ein­stak­lingum sem þurfa sól­ar­hrings­þjón­ust­u. Í­búar kjarn­anna tveggja búa allir í eigin íbúðum og fá því alla nauð­syn­lega þjón­ustu inn á sín heim­ili.

Í íbúða­kjarn­anum í Graf­ar­vogi þurfa sex starfs­menn að fara í sótt­kví og um 20 í Breið­holti. Unnið er að því að manna vakt­irnar með öðru ­starfs­fólki vel­ferð­ar­sviðs. Báðir íbú­arnir sem fengu þjón­ustu við­kom­and­i ­starfs­manna eru komnir í sótt­kví. Þeir fara í sýna­töku í dag og fylgst verð­ur­ ­náið með líðan þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent