Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd

Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.

Kröfuganga 1. maí 2019
Auglýsing

Umsækj­endum um alþjóð­lega vernd fjölg­aði í þjón­ustu í svoköll­uðu vernd­ar­kerfi framan af árinu 2019 og voru flestir um 630 í apríl og maí áður en þeim fækk­aði aft­ur. Í upp­hafi árs 2020 nutu um 600 ein­stak­lingar þjón­ustu hjá Útlend­inga­stofnun og sveit­ar­fé­lög­um. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Útlend­inga­stofn­unar fyrir síð­asta ár.

Þá segir á vef stofn­un­ar­innar að sú þróun hafi orðið á árinu að þeim ein­stak­lingum fjölg­aði sem nutu þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna þriggja, Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staðar og Reykja­nes­bæj­ar, sem Útlend­inga­stofnun hefur samið við um þjón­ustu við umsækj­endur og hafi meiri­hluti þeirra dvalið í hús­næði á þeirra vegum á árinu. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að ekki hafi fleiri sveit­ar­fé­lög bæst við á list­ann á árin­u. 

Um 350 ein­stak­lingar voru í þjón­ustu hjá félags­þjón­ustum sveit­ar­fé­lag­anna þriggja um ára­mót en mót­töku- og þjón­ustuteymi Útlend­inga­stofn­unar veittu um 250 umsækj­endum þjón­ustu, sam­kvæmt stofn­un­inni.

Auglýsing

Biðl­aði til sveit­ar­fé­lag­anna

Kjarn­inn greindi frá því í lok júní síð­ast­lið­ins að Útlend­inga­stofnun hefði leitað á náðir sveit­ar­fé­lag­anna um miðjan mars á síð­asta ári og biðlað til þeirra að gerður yrði þjón­ustu­samn­ingur við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Ein­ungis þrjú sveit­ar­fé­lög á land­inu hafa gert slíka samn­inga, eins og áður seg­ir.

Útlend­inga­stofnun sendi bréf um miðjan mars síð­ast­lið­inn til allra sveit­ar­fé­laga á land­inu til að kanna áhuga þeirra á að gera samn­ing við stofn­un­ina um þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, sam­bæri­lega við þá sem stofn­unin hefur nú þegar gert við sveit­ar­fé­lögin þrjú.

Í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að ekk­ert þeirra sveit­ar­fé­laga sem svarað hafði erind­inu teldi sig þá í stakk búið til að bæt­ast í hóp sveit­ar­fé­laga sem veita umsækj­endum um vernd þjón­ustu en mörg þeirra hefðu þó lýst yfir jákvæðri afstöðu til verk­efn­is­ins. Þó hefur síðan þá engin breyt­ing orðið á stöð­unni en sam­kvæmt svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í kjöl­far sam­an­tektar árs­ins 2019 þá hefur enn ekk­ert sveit­ar­fé­lag bæst í þennan hóp.

Félags­leg þjón­usta byggð upp á nær­þjón­ustu

Sam­kvæmt svörum frá Rauða kross­inum til Kjarn­ans á sínum tíma hafði stofn­unin lengi bent á það að æski­leg­ast væri að umönnun umsækj­enda um alþjóð­lega vernd væri í höndum sveit­ar­fé­laga enda væri félags­leg þjón­usta byggð upp á nær­þjón­ustu í land­inu öllu og því eðli­legt að aðstoð við þennan hóp væri með sama hætti og við aðra hópa í þjóð­fé­lag­inu.

Þær félags­þjón­ustur sem hafa sinnt þjón­ust­unni hingað til hefðu gert það með mik­illi prýði og ekki væri nein ástæða til að ætla annað en að ef fleiri sveit­ar­fé­lög bætt­ust í hóp­inn yrði sami metn­aður þar að leið­ar­ljósi. Rauði kross­inn taldi því mjög jákvætt að fleiri umsækj­endur um alþjóð­lega vernd dveld­ust í umsjón sveit­ar­fé­laga á meðan á máls­með­ferð stend­ur.

Hægt er að lesa ítar­lega frétta­skýr­ingu um málið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent