„Umræðan fer alltaf í sama farið“

Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.

Sabine
Sabine
Auglýsing

Mál Kehdr-­fjöl­skyld­unnar frá Egypta­landi hefur verið á margra vörum und­an­farna daga og vakið upp sterk við­brögð en vísa átti henni úr landi síð­asta mið­viku­dag. For­eldr­arnir og börnin fjögur voru aftur á móti ekki á þeim dval­ar­stað sem lög­reglan taldi þau vera á og enn er ekki vitað hvar þau eru nið­ur­kom­in. 

Kjarn­inn spjall­aði við Sa­bine Leskopf, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, en hún hefur látið sig mál inn­flytj­enda og flótta­manna varða. 

Auglýsing

Til­laga um að leggja Útlend­inga­stofnun niður

Sabine seg­ist vera hissa á umræð­unni um flótta­fólk hér á landi en hún hefur mikið fylgst með hvernig málin hafa þró­ast í heima­land­inu, Þýska­land­i. 

„Mér finnst umræðan hér alltaf fara í sama far­ið, bæði varð­andi þetta mál og almennt. Hún fer hring eftir hring,“ segir hún. 

Þá finnst henni mik­il­vægt að umræðan snú­ist ekki alltaf um eitt­hvað eitt sér­stakt mál sem kemst í fjöl­miðla heldur þurfi að breyta kerf­inu í heild sinni. Það þurfi alvöru sam­tal um það. „Það liggur fyrir hvernig hægt væri að breyta kerf­inu og búið er að skoða málið frá mörgum flöt­um, gera skýrslur og fleira.“ Nefnir hún sér­stak­lega skýrslu sem unnin var af Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands fyrir inn­an­rík­is­ráðu­neytið og vel­ferð­ar­ráðu­neytið árið 2016.

Kynntar voru í skýrsl­unni til­lögur til úrbóta en þær gerðu ráð fyrir því að t.d. Útlend­inga­stofnun yrði lögð niður í núver­andi mynd. Lagt var til að tekið yrði upp nýtt sam­starfs­skipu­lag þar sem gengið væri út frá aðkomu nokk­urra ráðu­neyta, stofn­ana ríkis og sveit­ar­fé­laga, og þjón­ustu félaga­sam­taka. Þar yrði dóms­mála­ráðu­neytið og vel­ferð­ar­ráðu­neytið leið­andi stofn­anir í skipu­lögðu sam­starf­i. 

Með þessu sam­starfi lyk­il­ráðu­neyta yrði mynduð ein stofnun sem miðlar upp­lýs­ing­um, afgreiðir umsóknir og ann­ast skipu­lag og sam­hæf­ingu á allri þjón­ustu við útlend­inga, inn­flytj­end­ur, umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og flótta­fólk á einum stað, þ.e. að hér yrði útfærð hug­myndin um „one-­stop-s­hop“.

Sabine tekur undir þessar til­lögur og segir að lausnin liggi í þver­fag­legri vinnu milli stofn­ana, félaga­sam­taka, ráðu­neyta, ríkis og sveit­ar­fé­laga. 

Hvað með þá sem hafa ekki aðgengi að fjöl­miðl­um?

Sabine segir að hún hafi forð­ast það að tjá sig um ein­stak­lings­mál sem koma upp í fjöl­miðl­um. „Mér finnst þetta svo sárt. Hvað með þá sem ekki hafa aðgengi að fjöl­miðl­um? Hugur minn er auð­vitað hjá þessum börnum en það þarf miklar kerf­is­breyt­ing­ar,“ segir hún. 

Hún telur að Íslend­ingar geti tekið á móti mun fleiri flótta­mönn­um. „Það er ekk­ert sem ætti að stoppa okk­ur.“

Nú standa yfir samn­inga­við­ræður milli ríkis og nokk­urra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að sam­ræmda mót­töku flótta­fólks, sem sagt fólki sem hefur fengið vernd. „Það er mjög jákvætt skref og mun það breyta ótrú­lega miklu fyrir þetta fólk og fyrir sveit­ar­fé­lög­in. Það er mjög stórt mál.“ Hún segir að í þessu sam­komu­lagi felist að sveit­ar­fé­lögin fái meira stuðn­ing til að taka á móti flótta­fólki og þjón­usta þennan hóp. 

Hún segir enn fremur að mikil þörf sé á kerfi hér á landi sem hugsi „meira út fyrir box­ið“. Hægt sé að finna ýmsar lausnir við vanda­málum sem koma upp og ef vilj­inn er til staðar sé hægt að breyta hlut­un­um. 

Sam­starf milli stofn­ana sé mik­il­vægt, eins og hún nefndi áður, en það sem þarf svo miklu meira í málum inn­flytj­enda almennt sé póli­tískur vilji. „Það hafa auð­vitað verið stigin skref eins og til dæmis þings­á­lykt­un­ar­til­lagan um ráð­gjafa­stofu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún er ekki komin í fram­kvæmd en ég vona að það ger­ist fljótt. Það er auð­vitað skref í rétta átt – og það verk­efni byggir til dæmis á sam­starfi og á þess­ari „one-­stop-s­hop“-hug­mynd.“

Auglýsing

„Þetta fólk á heima hér“

Mikið hefur verið rætt um mál­efni flótta­fólks en einnig inn­flytj­enda almennt í Þýska­landi en stjórn­völd þar í landi hafa tekið á móti stórum hópi flótta­fólks á síð­ustu árum. „Það hefur mikið breyst í Þýska­landi en einu sinni var alltaf sú hugsun að inn­flytj­endur kæmu til að vinna í smá tíma en færi síðan aftur til síns heima. Við erum ennþá með þessa hugsun hér á Íslandi og þetta þarf að breyt­ast. For­seti Þýska­lands sagði til dæmis fyrir nokkrum árum að íslam til­heyrði Þýska­landi en það var mjög rót­tækt á sínum tíma. Að segja: „Þetta fólk á heima hér.“ Við erum hér á Íslandi ennþá föst í þess­ari hugs­un; að erlent fólk komi hér til þess að vinna og fari síðan heim til sín aft­ur. En þessi hugs­un­ar­háttur er hættur að virka.“

Hún telur það ekki væn­legt til árang­urs að mynda gjá á milli erlends fólks sem kemur hingað til lands og þeirra sem fyrir búa. Mik­il­vægt sé að aðlög­unin sé á báða bóga. Hún seg­ist gjarnan nota sam­lík­ingu við hjóna­band. „Ef ein­ungis einn aðili þarf að breyta til og reynir bara að vera eins og hinn, þá bæði gengur það ekki upp til langs tíma og væri þar að auki frekar leið­in­leg­t.“

Sabine leggur til að við hættum að hugsa um rétt eða rangt í menn­ingu þeirra sem hér búa, heldur leggjum áherslu á að allir fái að njóta sín til fulls og að fjöl­breyti­leiki sé ein­fald­lega und­ir­staða skap­andi sam­fé­lags.

Íslenskt sam­fé­lag vel til þess fallið að taka á mót börnum

Enn fremur finnur Sabine fyrir þeirri hugsun í Þýska­landi að „við berum öll ábyrgð á alþjóða­vett­vangi. Það er skylda okkar að taka á móti fólki.“ Það sem gengið hefur sér­stak­lega vel þar í landi, að sögn Sabine, er að koma fólki sem hefur fengið alþjóð­lega vernd í nám og störf. „Það hefur tek­ist mjög vel og mjög stórt hlut­fall flótta­manna var komið í starf eftir eitt til tvö ár. Við höfum allar for­sendur hér á Íslandi til að gera það sam­an,“ segir hún en sér­stök lög­gjöf var sam­þykkt þar 2016 sem tryggði við­tækt sam­starf við fyr­ir­tækin í land­inu og varð til þess að margir brú­arsmiðir voru ráðnir til að tryggja þátt­töku flótta­fólks á atvinnu­mark­aðnum og í sam­fé­lag­inu.

Þá bendir Sabine á að íslenskt sam­fé­lag sé ein­stak­lega vel til þess fallið að taka á móti börnum og ung­ling­um.

„Við erum til dæmis með mikið átak í borg­inni að krakkar af erlendum upp­runa – og þá sér­stak­lega flótta­börn – taka sem fyrst þátt í íþrótta- og tóm­stunda­starfi. Íslenskt sam­fé­lag er svo sterkt á þessu sviði, þ.e. varð­andi þátt­töku barna í tóm­stunda­starfi og það eru svo mikil tæki­færi þarna. Það er ekk­ert betra en að ná þessum börnum inn í tóm­stunda­starf, því við vitum hvað það hefur gert fyrir íslensk börn, til dæmis miðað við hvernig þetta var fyrir 30 árum.“

Skylda yfir­valda að meta það hvað sé börnum fyrir bestu

Þegar talið berst að egyp­sku fjöl­skyld­unni segir Sabine að börnin séu auð­vitað aðal­mál­ið. Hún bendir á að UNICEF hafi ítrekað vakið máls á því að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna sé lög­festur hér á landi. „Það er skylda yfir­valda að meta það hvað sé barni fyrir bestu í öllum ákvörð­un­um. Þannig að mál for­eldra þeirra ætti ekki að vera það eina sem skiptir máli heldur ættu hags­munir barn­anna að hafa for­gang. Það er sú grund­vall­ar­hugsun sem maður finnur ekki í þessu máli og fleir­um.“

Hún segir að nú þurfi Íslend­ingar að ein­beita sér að því að vera á bandi barn­anna – og telur hún­ að mál þeirra þurfi sér­af­greiðslu í kerf­inu. „Þrátt fyrir að búið sé að neita for­eldr­unum hæli hér á landi þá gætum við að taka mál barn­anna sér­stak­lega upp. Þau verða að hafa málsvara í kerf­inu sem fer með þeirra mál fyrir dóm­stóla – en ekki í sam­hengi við mál for­eldra þeirra. Að börnin eigi rétt á því að þeirra mál sé tekið fyrir sér­stak­lega,“ segir hún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent