Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum

Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.

Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Auglýsing

Þeir íbúar höfuðborgarsvæðisins sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk eða Flokk fólksins voru líklegri til þess að keyra oftast til vinnu á sínum einkabíl en kjósendur annarra stjórnmálaafla, samkvæmt niðurstöðum ferðavenjukönnunar sem Maskína framkvæmdi í sumar. 

Þau sem sögðust ætla að kjósa Vinstri græn voru ólíklegust til að keyra til vinnu og líklegri til að fara hjólandi, fótgangandi eða með strætó til vinnu en nokkur annar hópur kjósenda. Þverpólitískur áhugi virðist þó vera á því að hjóla til og frá vinnu, þó nokkur munur sé á milli kjósendahópa.

Kjarninn fjallaði um helstu niðurstöður könnunarinnar í gær, en fékk einnig frekara niðurbrot á niðurstöðunum afhent frá rannsóknafyrirtækinu og þar má finna ýmislegt áhugavert. Könnunin var gerð í lok júní á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, 18 ára og eldri, sem eru á vinnumarkaði.

Allir fimm svarendurnir í könnuninni sem sögðu að þeir myndu kjósa Flokk fólksins sögðust oftast keyra sinn einkabíl í vinnuna, en rúm 83 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk og 81 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokk. Enginn ætlaður kjósandi þessara þriggja flokka, né Miðflokksins, sagðist oftast taka strætisvagn til og frá vinnu.

Auglýsing

Rúm 65 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa Viðreisn fóru keyrandi á einkabíl og tæp 11 prósent ætlaðra kjósenda flokksins sögðust oftast fá far með einkabíl. Rúm 63 prósent ætlaðra kjósenda Miðflokksins  fóru oftast keyrandi á bíl til vinnu og rúm 20 prósent Miðflokksfólks fær oftast far, samkvæmt könnuninni.

Rúm 58 prósent ætlaðra kjósenda Pírata sögðust oftast keyra til vinnu á einkabíl og tæp tíu prósent til viðbótar fengu oftast far með slíkum. Tæpur helmingur ætlaðra kjósenda Samfylkingar sagðist oftast keyra í vinnuna og tæp 8 prósent þeirra sögðust oftast þiggja far. 

Vinstri græn virðast skera sig nokkuð úr eins og áður sagði, en einungis tæp 32 prósent þeirra sem höfðu ætlan um að kjósa VG fóru akandi til vinnu. Niðurstöðurnar hvað þetta varðar eru tölfræðilega marktækar á milli hópa.

Vinstri græn og Píratar vilja síst keyra í vinnuna

Í könnun Maskínu kom fram vilji stórs hluta þeirra sem segjast oftast aka til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til þess að ferðast vil vinnu með öðrum leiðum. 

Þrátt fyrir að rúm 63 prósent þátttakenda í könnuninni hafi sagt að þeir færu oftast akandi til vinnu, var það að aka til og frá vinnu bara fyrsta val rúmlega 35 prósenta þeirra sem tóku þátt í könnuninni, þegar spurt var: Hvernig værir þú helst til í ferðast í vinnuna?

Þegar horft er á ætlaða kjósendahópa flokkanna út frá þessari spurningu sést að Vinstri græn og Píratar skera sig nokkuð úr, en einungis um 9 prósent ætlaðra kjósenda beggja flokka segja að það að fara keyrandi á einkabíl til vinnu væri þeirra fyrsta val um fararmáta. 

Einkabíllinn er svo fyrsta val 18,8 prósent ætlaðra kjósenda Samfylkingar og 26,2 prósenta þeirra sem sögðust ætla að kjósa Viðreisn en yfir helmingur ætlaðra kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að það að keyra einkabíl til vinnu yrði sitt fyrsta val.

Flestir Píratar myndu helst vilja ganga til vinnu, eða 34,5 prósent, en almennt væru 19,7 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins helst til í að labba í vinnuna. Lægst er hlutfallið hjá ætluðum kjósendum Sjálfstæðisflokks, eða 10,5 prósent.

Hjólreiðaáhugi þvert á flokka

Þverpólitískur áhugi virðist vera á því að hjóla til vinnu, en ætlaðir kjósendur allra flokka segjast í ríkari mæli vilja hjóla en hlutfall þeirra sem segist oftast hjóla til og frá vinnu segir til um.

Samkvæmt könnun Maskínu hjóluðu tæp 11 prósent vinnandi íbúa á höfuðborgarsvæðinu til vinnu í júní, þegar könnunin var framkvæmd, en 26,7 prósent heilt yfir nefndu það sem sinn fyrsta kost þegar spurt var hvernig fólk vildi helst fara til vinnu.

Mestur er hjólreiðaviljinn hjá ætluðum kjósendum Samfylkingar og Vinstri grænna, en nærri 40 prósent þeirra sögðu að þeir vildu helst ferðast til og frá vinnu á reiðhjóli. 

Rúm 33 prósent Pírata sögðu hið sama, um 26 prósent Viðreisnarfólks og rúm 24 prósent Sjálfstæðismanna, en tæp 17 prósent Framsóknarmanna og 10,5 prósent ætlaðra kjósenda Miðflokksins.

Spurningarnar í könnuninni voru einungis lagðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem eru á vinnumarkaði, 18 ára og eldri. Svarendur komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin var gerð dagana 19.-26. júní og voru svarendur 397 talsins. Gögnin voru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá. 

 

 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent