Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum

Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.

Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Auglýsing

Þeir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk eða Flokk fólks­ins voru lík­legri til þess að keyra oft­ast til vinnu á sínum einka­bíl en kjós­endur ann­arra stjórn­mála­afla, sam­kvæmt nið­ur­stöðum ferða­venjukönn­unar sem Mask­ína fram­kvæmdi í sum­ar. Þau sem sögð­ust ætla að kjósa Vinstri græn voru ólík­leg­ust til að keyra til vinnu og lík­legri til að fara hjólandi, fót­gang­andi eða með strætó til vinnu en nokkur annar hópur kjós­enda. Þverpóli­tískur áhugi virð­ist þó vera á því að hjóla til og frá vinnu, þó nokkur munur sé á milli kjós­enda­hópa.

Kjarn­inn fjall­aði um helstu nið­ur­stöður könn­un­ar­innar í gær, en fékk einnig frekara nið­ur­brot á nið­ur­stöð­unum afhent frá rann­sókna­fyr­ir­tæk­inu og þar má finna ýmis­legt áhuga­vert. Könn­unin var gerð í lok júní á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, 18 ára og eldri, sem eru á vinnu­mark­aði.

Allir fimm svar­end­urnir í könn­un­inni sem sögðu að þeir myndu kjósa Flokk fólks­ins sögð­ust oft­ast keyra sinn einka­bíl í vinn­una, en rúm 83 pró­sent þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk og 81 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Fram­sókn­ar­flokk. Eng­inn ætl­aður kjós­andi þess­ara þriggja flokka, né Mið­flokks­ins, sagð­ist oft­ast taka stræt­is­vagn til og frá vinnu.

Auglýsing

Rúm 65 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Við­reisn fóru keyr­andi á einka­bíl og tæp 11 pró­sent ætl­aðra kjós­enda flokks­ins sögð­ust oft­ast fá far með einka­bíl. Rúm 63 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks­ins  fóru oft­ast keyr­andi á bíl til vinnu og rúm 20 pró­sent Mið­flokks­fólks fær oft­ast far, sam­kvæmt könn­un­inni.

Rúm 58 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Pírata sögð­ust oft­ast keyra til vinnu á einka­bíl og tæp tíu pró­sent til við­bótar fengu oft­ast far með slík­um. Tæpur helm­ingur ætl­aðra kjós­enda Sam­fylk­ingar sagð­ist oft­ast keyra í vinn­una og tæp 8 pró­sent þeirra sögð­ust oft­ast þiggja far. 

Vinstri græn virð­ast skera sig nokkuð úr eins og áður sagði, en ein­ungis tæp 32 pró­sent þeirra sem höfðu ætlan um að kjósa VG fóru akandi til vinnu. Nið­ur­stöð­urnar hvað þetta varðar eru töl­fræði­lega mark­tækar á milli hópa.

Vinstri græn og Píratar vilja síst keyra í vinn­una

Í könnun Mask­ínu kom fram vilji stórs hluta þeirra sem segj­ast oft­ast aka til vinnu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að ferð­ast vil vinnu með öðrum leið­u­m. 

Þrátt fyrir að rúm 63 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni hafi sagt að þeir færu oft­ast akandi til vinnu, var það að aka til og frá vinnu bara fyrsta val rúm­lega 35 pró­senta þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni, þegar spurt var: Hvernig værir þú helst til í ferð­ast í vinn­una?

Þegar horft er á ætl­aða kjós­enda­hópa flokk­anna út frá þess­ari spurn­ingu sést að Vinstri græn og Píratar skera sig nokkuð úr, en ein­ungis um 9 pró­sent ætl­aðra kjós­enda beggja flokka segja að það að fara keyr­andi á einka­bíl til vinnu væri þeirra fyrsta val um far­ar­máta. 

Einka­bíll­inn er svo fyrsta val 18,8 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Sam­fylk­ingar og 26,2 pró­senta þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Við­reisn en yfir helm­ingur ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sögðu að það að keyra einka­bíl til vinnu yrði sitt fyrsta val.

Flestir Píratar myndu helst vilja ganga til vinnu, eða 34,5 pró­sent, en almennt væru 19,7 pró­sent íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins helst til í að labba í vinn­una. Lægst er hlut­fallið hjá ætl­uðum kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks, eða 10,5 pró­sent.

Hjól­reiða­á­hugi þvert á flokka

Þverpóli­tískur áhugi virð­ist vera á því að hjóla til vinnu, en ætl­aðir kjós­endur allra flokka segj­ast í rík­ari mæli vilja hjóla en hlut­fall þeirra sem seg­ist oft­ast hjóla til og frá vinnu segir til um.

Sam­kvæmt könnun Mask­ínu hjól­uðu tæp 11 pró­sent vinn­andi íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til vinnu í júní, þegar könn­unin var fram­kvæmd, en 26,7 pró­sent heilt yfir nefndu það sem sinn fyrsta kost þegar spurt var hvernig fólk vildi helst fara til vinnu.

Mestur er hjól­reiða­vilj­inn hjá ætl­uðum kjós­endum Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna, en nærri 40 pró­sent þeirra sögðu að þeir vildu helst ferð­ast til og frá vinnu á reið­hjól­i. 

Rúm 33 pró­sent Pírata sögðu hið sama, um 26 pró­sent Við­reisn­ar­fólks og rúm 24 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna, en tæp 17 pró­sent Fram­sókn­ar­manna og 10,5 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks­ins.

Spurn­ing­arnar í könn­un­inni voru ein­ungis lagðar fyrir íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem eru á vinnu­mark­aði, 18 ára og eldri. Svar­endur komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem dreg­inn er með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Könn­unin var gerð dag­ana 19.-26. júní og voru svar­endur 397 tals­ins. ­Gögnin voru vigtuð með til­­liti til kyns, ald­­urs og búsetu sam­­kvæmt Þjóð­­skrá. 

 

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent