Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum

Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.

Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Auglýsing

Þeir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk eða Flokk fólks­ins voru lík­legri til þess að keyra oft­ast til vinnu á sínum einka­bíl en kjós­endur ann­arra stjórn­mála­afla, sam­kvæmt nið­ur­stöðum ferða­venjukönn­unar sem Mask­ína fram­kvæmdi í sum­ar. Þau sem sögð­ust ætla að kjósa Vinstri græn voru ólík­leg­ust til að keyra til vinnu og lík­legri til að fara hjólandi, fót­gang­andi eða með strætó til vinnu en nokkur annar hópur kjós­enda. Þverpóli­tískur áhugi virð­ist þó vera á því að hjóla til og frá vinnu, þó nokkur munur sé á milli kjós­enda­hópa.

Kjarn­inn fjall­aði um helstu nið­ur­stöður könn­un­ar­innar í gær, en fékk einnig frekara nið­ur­brot á nið­ur­stöð­unum afhent frá rann­sókna­fyr­ir­tæk­inu og þar má finna ýmis­legt áhuga­vert. Könn­unin var gerð í lok júní á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, 18 ára og eldri, sem eru á vinnu­mark­aði.

Allir fimm svar­end­urnir í könn­un­inni sem sögðu að þeir myndu kjósa Flokk fólks­ins sögð­ust oft­ast keyra sinn einka­bíl í vinn­una, en rúm 83 pró­sent þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk og 81 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Fram­sókn­ar­flokk. Eng­inn ætl­aður kjós­andi þess­ara þriggja flokka, né Mið­flokks­ins, sagð­ist oft­ast taka stræt­is­vagn til og frá vinnu.

Auglýsing

Rúm 65 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Við­reisn fóru keyr­andi á einka­bíl og tæp 11 pró­sent ætl­aðra kjós­enda flokks­ins sögð­ust oft­ast fá far með einka­bíl. Rúm 63 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks­ins  fóru oft­ast keyr­andi á bíl til vinnu og rúm 20 pró­sent Mið­flokks­fólks fær oft­ast far, sam­kvæmt könn­un­inni.

Rúm 58 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Pírata sögð­ust oft­ast keyra til vinnu á einka­bíl og tæp tíu pró­sent til við­bótar fengu oft­ast far með slík­um. Tæpur helm­ingur ætl­aðra kjós­enda Sam­fylk­ingar sagð­ist oft­ast keyra í vinn­una og tæp 8 pró­sent þeirra sögð­ust oft­ast þiggja far. 

Vinstri græn virð­ast skera sig nokkuð úr eins og áður sagði, en ein­ungis tæp 32 pró­sent þeirra sem höfðu ætlan um að kjósa VG fóru akandi til vinnu. Nið­ur­stöð­urnar hvað þetta varðar eru töl­fræði­lega mark­tækar á milli hópa.

Vinstri græn og Píratar vilja síst keyra í vinn­una

Í könnun Mask­ínu kom fram vilji stórs hluta þeirra sem segj­ast oft­ast aka til vinnu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að ferð­ast vil vinnu með öðrum leið­u­m. 

Þrátt fyrir að rúm 63 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni hafi sagt að þeir færu oft­ast akandi til vinnu, var það að aka til og frá vinnu bara fyrsta val rúm­lega 35 pró­senta þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni, þegar spurt var: Hvernig værir þú helst til í ferð­ast í vinn­una?

Þegar horft er á ætl­aða kjós­enda­hópa flokk­anna út frá þess­ari spurn­ingu sést að Vinstri græn og Píratar skera sig nokkuð úr, en ein­ungis um 9 pró­sent ætl­aðra kjós­enda beggja flokka segja að það að fara keyr­andi á einka­bíl til vinnu væri þeirra fyrsta val um far­ar­máta. 

Einka­bíll­inn er svo fyrsta val 18,8 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Sam­fylk­ingar og 26,2 pró­senta þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Við­reisn en yfir helm­ingur ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sögðu að það að keyra einka­bíl til vinnu yrði sitt fyrsta val.

Flestir Píratar myndu helst vilja ganga til vinnu, eða 34,5 pró­sent, en almennt væru 19,7 pró­sent íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins helst til í að labba í vinn­una. Lægst er hlut­fallið hjá ætl­uðum kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks, eða 10,5 pró­sent.

Hjól­reiða­á­hugi þvert á flokka

Þverpóli­tískur áhugi virð­ist vera á því að hjóla til vinnu, en ætl­aðir kjós­endur allra flokka segj­ast í rík­ari mæli vilja hjóla en hlut­fall þeirra sem seg­ist oft­ast hjóla til og frá vinnu segir til um.

Sam­kvæmt könnun Mask­ínu hjól­uðu tæp 11 pró­sent vinn­andi íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til vinnu í júní, þegar könn­unin var fram­kvæmd, en 26,7 pró­sent heilt yfir nefndu það sem sinn fyrsta kost þegar spurt var hvernig fólk vildi helst fara til vinnu.

Mestur er hjól­reiða­vilj­inn hjá ætl­uðum kjós­endum Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna, en nærri 40 pró­sent þeirra sögðu að þeir vildu helst ferð­ast til og frá vinnu á reið­hjól­i. 

Rúm 33 pró­sent Pírata sögðu hið sama, um 26 pró­sent Við­reisn­ar­fólks og rúm 24 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna, en tæp 17 pró­sent Fram­sókn­ar­manna og 10,5 pró­sent ætl­aðra kjós­enda Mið­flokks­ins.

Spurn­ing­arnar í könn­un­inni voru ein­ungis lagðar fyrir íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem eru á vinnu­mark­aði, 18 ára og eldri. Svar­endur komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem dreg­inn er með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Könn­unin var gerð dag­ana 19.-26. júní og voru svar­endur 397 tals­ins. ­Gögnin voru vigtuð með til­­liti til kyns, ald­­urs og búsetu sam­­kvæmt Þjóð­­skrá. 

 

 Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent