Segir ríkisstjórnina leggja fram frumvarp nú þegar lítið beri á – eins og til að lauma því framhjá þjóðinni

Þingmaður utan flokka segir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum stórhættulegt og margtuggið.

Andrés Ingi Jónsson
Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, vakti máls á frum­varpi Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingar á útlend­inga­lögum undir dag­skrár­liðnum störf þings­ins í dag.

Hann sagði að nú þráskall­að­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur við að leggja fram þetta frum­varp í þriðja sinn. Nú á tímum þar sem lítið beri á því, eins og til að lauma því fram­hjá þjóð­inni.

Þing­mað­ur­inn vitn­aði í ávarp Katrínar til þjóð­ar­innar sem hún hélt sunnu­dags­kvöldið síð­ast­liðið en þar sagði hún: „Frá og með morg­un­deg­inum hefjum við veg­ferð okk­ar, skref fyrir skref í átt að bjart­ari dög­um.“ Hann benti á að nú væri kom­inn dag­ur­inn eftir þennan morg­un­dag og hann spurði: „Og hvað ger­ist þá?“

Auglýsing

Stór­hættu­legt og marg­tuggið frum­varp

„Frekar en að sjá ein­tóm fyr­ir­heit um bjart­ari daga á dag­skrá þing­fundar birt­ist gam­all kunn­ingi. Stór­hættu­legt og marg­tuggið frum­varp dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingar á útlend­inga­lög­um,“ sagði Andrés Ingi.

Hann rifj­aði það upp að frum­varpið hefði vakið hörð við­brögð þegar Sig­ríður And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, birti það á sam­ráðs­gátt­inni fyrir um ári síðan og þegar Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir lagði það fram á þingi.

„Þetta er fólkið sem við sjáum reglu­lega í fjöl­miðl­um“

Andrés Ingi sagði að versta breyt­ingin í frum­varp­inu væri lúm­sk, bara brott­fall á einum staf­lið, en hefði það í för með sér að stór hópur fólks sem sækir hér um alþjóð­lega vernd ætti svo til enga von á að fá hana.

„Þetta er fólkið sem við sjáum reglu­lega í fjöl­miðl­um, fjöl­skyldur á flótta og fólk sem glímir við veik­indi, barns­haf­andi kon­ur, nýburar og börn í íslensku skóla­kerfi. Fólk sem hefur fengið hæli í ríkjum eins og Grikk­landi þar sem fólk býr árum saman í tjald­búðum án aðgangs að raf­magni og vatni.

Ríkjum eins og Ung­verja­landi og Búlgaríu þar sem flótta­fólk á á hættu að vera beitt ofbeldi af lög­regl­unni. Ríkjum sem geta ekki tryggt því mann­sæm­andi aðstæður þannig að fólk leggst á flótta undan kerf­inu sem á að vernda það,“ sagði hann.

Ekki hægt að skreyta sig sam­stöðu en snúa svona baki við flótta­fólki

Þing­mað­ur­inn sagði jafn­framt að fella ætti niður laga­heim­ild­ina sem gerði Íslend­ingum kleift að leyfa þessu fólki að vera. „Verði þetta frum­varp að lögum hefur hvorki Útlend­inga­stofnun né kæru­nefnd útlend­inga­mála einu sinni heim­ild til að taka mál þessa fólks til umfjöll­un­ar.

Það er ekki hægt að skreyta sig sam­stöðu einn dag­inn en snúa svona baki við flótta­fólki þann næsta,“ sagði hann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent