Spurði út í hagsmunatengsl vegna björgunarpakka

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ráðherrar hefðu rætt um möguleg hagsmunatengsl sín í ljósi umfangsmikilla efnahagsaðgerða sem nú er verið að grípa til vegna heimsfaraldursins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að því, í óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á Alþingi í gær, hvort rík­is­stjórnin hefði átt ein­hverja umræðu um hags­muna­mat ein­stakra ráð­herra gagn­vart þeim umfangs­miklu efn­hags­að­gerðum sem nú er verið er að ráð­ast í til að sporna við áhrifum heims­far­ald­urs­ins.

„Hefur rík­is­stjórnin rætt um ein­hver hags­muna­tengsl innan sinna raða? Hefur það komið til tals, að mögu­legu séu ráð­herrar á, að minnsta kosti á gráu svæði, þegar kemur að hæfi sínu í að gera þessar aðgerðir vegna tengsla sinna við fyr­ir­tæki sem aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hafa veru­leg áhrif á. Hefur þetta verið rætt, eða kemur til greina að ræða það?“ spurði Þór­hildur Sunna.

Katrín svar­aði því til að auð­vitað gætu ráð­herrar sagt sig frá mál­um, ef þau vörð­uðu þeirra per­sónu­legu hags­muni. „Um það eru dæmi. Það hefur ekki gerst í tengslum við þessar aðgerð­ir,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra, en svar­aði því hins vegar ekki, hvort umræða hefði átt sér stað innan rík­is­stjórn­ar­innar um þessi mál.

Auglýsing

Hæfi ráð­herra nýlega til umræðu

Þór­hildur Sunna er for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, en sú nefnd hefur meðal ann­ars frum­kvæði að því að kanna ákvarð­anir ein­stakra ráð­herra og verk­lag þeirra. Mál­efni sem varða hæfi ráð­herra til að taka ákvarð­anir sem varða hags­muni ein­stakra einka­fyr­ir­tækja hafa nýverið verið á borði nefnd­ar­inn­ar. 

Í des­em­ber réð­ist nefndin í frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í ljósi tengsla hans við Sam­herj­a. 

Ráð­herr­ann hafði sjálfur lýst því yfir í stöðu­upp­færslu á Face­book í des­em­ber 2017, eftir að gagn­rýni kom fram vegna tengsla hans við Sam­herja og ára­tuga­vin­áttu við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og einn aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, að hann myndi meta hæfi sitt í málum sem vörð­uðu fyr­ir­tækið „líkt og allir stjórn­­­mála­­menn þurfa að gera þegar fjöl­­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent