„Óheppileg eldgos“ auka bráðnun jöklanna

Það voru ekki aðeins hlýindin og sólríkjan sem hafði áhrif á mikla rýrnun íslensku jöklanna á síðasta ári. Eldgos síðustu ára áttu þar einnig þátt að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Auglýsing

Fleira en hlý­indi skýra rýrnun jöklanna á Íslandi síð­asta sum­ar. „Vissu­lega er það svo að hlý­inda­skeiðið allt frá alda­mótum tekur sinn toll af jök­ul­ísnum og skiptir tíðin eitt ár til eða frá litlu,“ segir Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri Bliku.­is. Rýrnun jökla á síð­asta ári var ein sú mesta sem mælst hef­ur. Í frétta­bréfi verk­efn­is­ins Hörf­andi jökla, sem birt var í gær, er rýrn­unin m.a. rakin til þess að sum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt.

Í færslu sem Einar skrifar á Face­book í morgun bendir hann á að síð­asta sumar hafi vissu­lega verið með þeim hlýrri en langt í frá það hlýjasta síð­asta ára­tug­inn eða svo. Hann segir að óheppi­leg eld­gos með til­liti til jök­ul­bráð­ar, Eyja­fjalla­jök­uls­gosið og Grím­s­vatna­gosið árið eftir hafi skilað þunnu lagi gjósku yfir flest íshvelin á hálend­inu „Til dæmis var Tind­fjalla­jök­ull mógulur á eftir og er að nokkru leiti enn,“ skrifar Ein­ar. „Dregur það úr end­ur­kasti sólar og eykur á sum­ar­bráðn­un.“

Auglýsing

Einar bendir einnig á að síð­asta vor hafi að mörgu leyti verið óvenju­leg­t.  Apr­íl­mán­uður var með afbrigðum hlýr og tók upp vetr­ar­snjó af hálend­inu mun fyrr en í með­al­ári. Í kjöl­farið þorn­aði í maí sem var heldur sval­ari og sól­rík­ur. 

„En það sem meira máli skipti var að þurr vindur af austri og suð­austri var algengur í bland við norð­an­átt,“ skrifar Ein­ar. „Í byggðum suð­vest­an- og sunn­an­lands sáust ryk­mekkir af þurrum sand­svæðum aftur og aftur og svo kvað að þessum fína leir í loft­inu að suma dag­ana dró stór­lega úr skyggni. Barst ófögn­uð­ur­inn inn í híbýli fólks. Upp­taka­svæðin voru nokkur og breyti­leg, en mjög kom af fín­efni úr Eld­hrauni enda hafði verið með stærstu Skaft­ár­hlaupum sum­arið áður.“

Einar segir að svifryks­mæl­ingar í Kópa­vogi styðji þetta en þar urðu nokkuð margir toppar af gróf­ara ryki, einkum um miðjan maí. „Í öllum til­vikum sandur og leir langt að kom­inn.“

MODIS-myndin frá 1. júlí 2019 er að sögn Einars einkar skýr hvað varðar sand sem sest hefur á jöklana. Sérstaklaga sýnast Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull gulir að sjá, en slikja er líka greinileg yfir suðvesturhluta Vatnajökuls og á Langjökli sunnanverðum.

Í lok júní í fyrra mátti sjá á tungl­myndum hvernig „grá­gul slikja hafði lagst yfir jök­ul­hvelin sum, sem ann­ars sýn­ast mjalla­hvít fyrir meg­in­leys­ing­una á hájöklun­um, sem oft­ast hefst í byrjun júlí og stendur fram í sept­em­ber,“ skrifar Ein­ar.

Óhrein­indin í yfir­borði jöklanna drekka í sig geisla sólar og auka mjög á bráðn­un, að mestu óháð hit­an­um, segir Ein­ar. „Það sem meira er að á meðan bræðslu­vatnið sígur niður hald­ast fín­efnin í yfir­borð­inu, eða allt þar til fyrsti snjór að hausti þekur jökul­inn að nýju. Þau koma síðan aftur í ljós í mis­miklum mæli þó í leys­ingum næstu ára.“

Í frétta­bréfi verk­efn­is­ins Hörf­andi jöklar kemur fram að flat­ar­mál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 fer­kíló­metra síðan árið 2000. Frá lokum 19. ald­ar, þegar jöklar á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðan land byggð­ist, hafa þeir rýrnað um tæp­lega 2.200 fer­kíló­metra, sem er rúm­lega tvö­föld stærð Reykja­nesskag­ans. Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um ald­ar­fjórð­ung og er rýrnun þeirra ein­hver helsta afleið­ing og skýr­asti vitn­is­burður hlýn­andi lofts­lags hér­lend­is.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent