„Óheppileg eldgos“ auka bráðnun jöklanna

Það voru ekki aðeins hlýindin og sólríkjan sem hafði áhrif á mikla rýrnun íslensku jöklanna á síðasta ári. Eldgos síðustu ára áttu þar einnig þátt að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Auglýsing

Fleira en hlý­indi skýra rýrnun jöklanna á Íslandi síð­asta sum­ar. „Vissu­lega er það svo að hlý­inda­skeiðið allt frá alda­mótum tekur sinn toll af jök­ul­ísnum og skiptir tíðin eitt ár til eða frá litlu,“ segir Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri Bliku.­is. Rýrnun jökla á síð­asta ári var ein sú mesta sem mælst hef­ur. Í frétta­bréfi verk­efn­is­ins Hörf­andi jökla, sem birt var í gær, er rýrn­unin m.a. rakin til þess að sum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt.

Í færslu sem Einar skrifar á Face­book í morgun bendir hann á að síð­asta sumar hafi vissu­lega verið með þeim hlýrri en langt í frá það hlýjasta síð­asta ára­tug­inn eða svo. Hann segir að óheppi­leg eld­gos með til­liti til jök­ul­bráð­ar, Eyja­fjalla­jök­uls­gosið og Grím­s­vatna­gosið árið eftir hafi skilað þunnu lagi gjósku yfir flest íshvelin á hálend­inu „Til dæmis var Tind­fjalla­jök­ull mógulur á eftir og er að nokkru leiti enn,“ skrifar Ein­ar. „Dregur það úr end­ur­kasti sólar og eykur á sum­ar­bráðn­un.“

Auglýsing

Einar bendir einnig á að síð­asta vor hafi að mörgu leyti verið óvenju­leg­t.  Apr­íl­mán­uður var með afbrigðum hlýr og tók upp vetr­ar­snjó af hálend­inu mun fyrr en í með­al­ári. Í kjöl­farið þorn­aði í maí sem var heldur sval­ari og sól­rík­ur. 

„En það sem meira máli skipti var að þurr vindur af austri og suð­austri var algengur í bland við norð­an­átt,“ skrifar Ein­ar. „Í byggðum suð­vest­an- og sunn­an­lands sáust ryk­mekkir af þurrum sand­svæðum aftur og aftur og svo kvað að þessum fína leir í loft­inu að suma dag­ana dró stór­lega úr skyggni. Barst ófögn­uð­ur­inn inn í híbýli fólks. Upp­taka­svæðin voru nokkur og breyti­leg, en mjög kom af fín­efni úr Eld­hrauni enda hafði verið með stærstu Skaft­ár­hlaupum sum­arið áður.“

Einar segir að svifryks­mæl­ingar í Kópa­vogi styðji þetta en þar urðu nokkuð margir toppar af gróf­ara ryki, einkum um miðjan maí. „Í öllum til­vikum sandur og leir langt að kom­inn.“

MODIS-myndin frá 1. júlí 2019 er að sögn Einars einkar skýr hvað varðar sand sem sest hefur á jöklana. Sérstaklaga sýnast Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull gulir að sjá, en slikja er líka greinileg yfir suðvesturhluta Vatnajökuls og á Langjökli sunnanverðum.

Í lok júní í fyrra mátti sjá á tungl­myndum hvernig „grá­gul slikja hafði lagst yfir jök­ul­hvelin sum, sem ann­ars sýn­ast mjalla­hvít fyrir meg­in­leys­ing­una á hájöklun­um, sem oft­ast hefst í byrjun júlí og stendur fram í sept­em­ber,“ skrifar Ein­ar.

Óhrein­indin í yfir­borði jöklanna drekka í sig geisla sólar og auka mjög á bráðn­un, að mestu óháð hit­an­um, segir Ein­ar. „Það sem meira er að á meðan bræðslu­vatnið sígur niður hald­ast fín­efnin í yfir­borð­inu, eða allt þar til fyrsti snjór að hausti þekur jökul­inn að nýju. Þau koma síðan aftur í ljós í mis­miklum mæli þó í leys­ingum næstu ára.“

Í frétta­bréfi verk­efn­is­ins Hörf­andi jöklar kemur fram að flat­ar­mál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 fer­kíló­metra síðan árið 2000. Frá lokum 19. ald­ar, þegar jöklar á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðan land byggð­ist, hafa þeir rýrnað um tæp­lega 2.200 fer­kíló­metra, sem er rúm­lega tvö­föld stærð Reykja­nesskag­ans. Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um ald­ar­fjórð­ung og er rýrnun þeirra ein­hver helsta afleið­ing og skýr­asti vitn­is­burður hlýn­andi lofts­lags hér­lend­is.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent