Virði Icelandair að fara undir tíu milljarða en tapið á þremur mánuðum var 31 milljarðar

Icelandair tapaði rúmlega tvisvar sinnum hærri fjárhæð á fyrstu þremur mánuðum ársins en félagið gerði samanlagt á árunum 2018 og 2019.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair Group tap­aði 30,9 millj­arði króna á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs. Á árunum 2018 og 2019 nam sam­an­lagt tap félags­ins tæp­lega 14 millj­örðum króna. Það tap­aði því rúm­lega tvisvar sinnum hærri upp­hæð frá ára­mótum og út mars­mánuð 2020 en það gerði á tveimur heilum árum þar á und­an.

Árs­fjórð­ungs­upp­gjör Icelandair Group var birt í kvöld og afkoman var hörmu­leg líkt og reiknað hafði verið með. Fyrsti árs­fjórð­ungur er vana­lega slakur í rekstri flug­fé­laga enda utan hefð­bund­ins háanna­tíma. Í fyrra tap­aði Icelandair til að mynda 6,7 millj­örðum króna á hon­um. Tapið á fyrsta árs­fjórð­ungi í ár er því 23,4 millj­örðum krónum meira en það var á sama tíma í fyrra. 

Ástæðan er vit­an­lega að lang­mestu leyti áhrif útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og þær yfir­grips­miklu ferða­tak­mark­anir sem þær höfðu í för með sér. Ein­skiptis­kostn­aður vegna áhrifa kór­ónu­veirunnar á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins nam 23,3 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Eigið fé Icelandair Group var 27,2 millj­arðar króna í lok mars, eða 191,2 millj­ónir dala. Lausa­fjár­staðan nam 40 millj­örðum króna, eða 281 milljón dala, í lok mars og er því enn yfir 29 millj­arðar króna, 200 milljón dala, við­mið­inu sem Icelandair vinnur eftir að fara ekki und­ir. Í lok árs 2019 átti Icelandair um 302 millj­ónir dala í laust fé. 

Ljóst er að apríl og næstu mán­uðir voru ekki til að bæta stöðu Icelanda­ir. Félagið flaug undir fimm pró­sent af flug­á­ætlun sinni í síð­asta mán­uð­i. 

Icelandair sagði upp 2.140 manns í síð­ustu viku til við­bótar við þá 230 sem félagið rak í lok mars. Í síð­ustu viku til­kynntu stjórn­völd um að þau myndu greiða stóran hluta launa starfs­fólks fyr­ir­tækja eins og Icelandair í upp­sagn­ar­fresti og að þau myndu skoða að lána félag­inu eða ábyrgj­ast lán til þess ef það tæk­ist að end­ur­skipu­leggja sig fjár­hags­lega. Sú end­ur­skipu­lagn­ing felur í sér að biðla til kröfu­hafa að breyta kröfum í hlutafé og að auka hlutafé félags­ins um 30 þús­und milljón hluti, sem myndi þynna núver­andi hlut­hafa að óbreyttu niður í sam­eig­in­lega 15,3 pró­sent eign. Vonir standa til að Icelandair geti safnað 29 millj­örðum króna í nýtt hlutafé með þessum hætt­i. 

Virði bréfa í félag­inu hrundi í dag, alls um 19,8 pró­sent, og stendur í 1,9 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra og er nú í fyrsta sinn undir tveimur krónum á hlut. Mark­aðsvirðið er nú 10,3 millj­arðar króna. Tap Icelandair Group á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var því þrefalt núver­andi mark­aðsvirði félags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent