Rýrnun íslensku jöklanna jafnast á við tvöfalda stærð Reykjanesskagans

Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 ferkílómetra síðan árið 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Samhliða bráðnun fylgir landris og hefur hraði þess aukist síðustu ár.

Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
AuglýsingSum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt og var rýrnun jökla á Íslandi á síð­asta ári ein sú mesta sem mælst hef­ur. Flat­ar­mál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 fer­kíló­metra síðan árið 2000. Frá lokum 19. ald­ar, þegar jöklar á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðan land byggð­ist, hafa þeir rýrnað um tæp­lega 2.200 fer­kíló­metra, sem er rúm­lega tvö­föld stærð Reykja­nesskag­ans. Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um ald­ar­fjórð­ung og er rýrnun þeirra ein­hver helsta afleið­ing og skýr­asti vitn­is­burður hlýn­andi lofts­lags hér­lend­is.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju frétta­bréfi á vegum verk­efn­is­ins Hörf­andi jökl­ar. Verk­efnið er sam­vinnu­verk­efni Veð­ur­stofu Íslands og Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, fjár­magnað af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu, og unnið í sam­vinnu við Jökla­hóp Jarð­vís­inda­stofn­unar Háskól­ans og Nátt­úru­stofu Suð­aust­ur­lands.

Auglýsing

Síð­ustu árin hefur heild­ar­flat­ar­mál jökla minnkað um um það bil 40 km2 árlega að með­al­tali. Á árinu 2019 hop­uðu jök­ul­sporðar víða um tugi metra. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­liðum Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands hop­uðu Haga­fells­jök­ull eystri í Langjökli og Síðu­jök­ull og Tungnár­jök­ull í Vatna­jökli mest, eða um 150 metra. Hrað­ast hörfar Breiða­merk­ur­jök­ull þar sem kelfir af honum í Jök­ulsár­lón, milli 150 og 400 metra árið 2019.

­Jök­ulsár­lón byrj­aði að mynd­ast um 1935. Það er nú ásamt Breið­ár­lóni og nokkrum öðrum minni lónum við jaðar Breiða­merk­ur­jök­uls yfir 30 km2 að flat­ar­máli. Síð­ustu árin hafa lónin sam­tals stækkað um 0.5–1 km2 árlega að með­al­tali. Breiða­merk­ur­jök­ull hörfar og þynn­ist bæði vegna yfir­borðs­leys­ingar í hlýn­andi lofts­lagi og kelf­ingar (ís brotnar af sporð­inum út í vatn eða sjó) í Jök­ulsár­lón.

Massatap jöklanna veldur hröðu land­risi vegna þess hve seigja mött­ulefn­is­ins undir Íslandi er lít­il. Við Höfn í Horna­firði er land­ris nú um 10–15 mm á ári og hefur hraði þess tekið tals­verðum breyt­ingum á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. 

Land rís enn hraðar við vest­ur­jaðar Vatna­jök­uls þar sem ris­hrað­inn mælist allt að 40 mm á ári. „Þegar jöklar þynn­ast og hörfa minnkar fargið á jarð­skorpuna og landið rís,“ segir Tómas Jóhann­es­son, fag­stjóri á sviði jökla­fræði á Veð­ur­stofu Íslands.  „Þetta er nokkuð afger­andi hér á Íslandi þar sem jarð­skorpan og efri hluti mött­uls­ins undir land­inu eru mjög kvik. Land­ris er mest næst jökul­j­aðr­inum og á jök­ul­skerjum en minna þegar fjær dreg­ur. Því rís land enn hraðar við vest­ur­jaðar Vatna­jök­ul­s.“

Afkoman nei­kvæð með einni und­an­tekn­ingu

Afkoma stærstu íslensku jöklanna hefur verið nei­kvæð síðan 1995 með einni und­an­tekn­ingu, afkoma árs­ins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Sum­arið 2019 var mjög hlýtt og mæld­ist afkoma allra þriggja jöklanna þá nei­kvæð. Jökl­arnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7 pró­sent af heild­ar­rúm­máli þeirra.

Sam­hliða hlýnun lofts­lags á Íslandi frá miðjum tíunda ára­tug síð­ustu aldar rýrn­uðu jöklar hratt, að jafn­aði um u.þ.b. 1 metra vatns á ári að með­al­tali á tíma­bil­inu 1997–2010. Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að með­al­rýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðj­ungur til helm­ingur þess sem verið hafði í rúman ára­tug þar á und­an. Sum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt enda rýrn­uðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hef­ur.

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent