Rýrnun íslensku jöklanna jafnast á við tvöfalda stærð Reykjanesskagans

Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 ferkílómetra síðan árið 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Samhliða bráðnun fylgir landris og hefur hraði þess aukist síðustu ár.

Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Auglýsing



Sum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt og var rýrnun jökla á Íslandi á síð­asta ári ein sú mesta sem mælst hef­ur. Flat­ar­mál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 fer­kíló­metra síðan árið 2000. Frá lokum 19. ald­ar, þegar jöklar á Íslandi náðu mestu útbreiðslu síðan land byggð­ist, hafa þeir rýrnað um tæp­lega 2.200 fer­kíló­metra, sem er rúm­lega tvö­föld stærð Reykja­nesskag­ans. Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um ald­ar­fjórð­ung og er rýrnun þeirra ein­hver helsta afleið­ing og skýr­asti vitn­is­burður hlýn­andi lofts­lags hér­lend­is.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju frétta­bréfi á vegum verk­efn­is­ins Hörf­andi jökl­ar. Verk­efnið er sam­vinnu­verk­efni Veð­ur­stofu Íslands og Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, fjár­magnað af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu, og unnið í sam­vinnu við Jökla­hóp Jarð­vís­inda­stofn­unar Háskól­ans og Nátt­úru­stofu Suð­aust­ur­lands.

Auglýsing

Síð­ustu árin hefur heild­ar­flat­ar­mál jökla minnkað um um það bil 40 km2 árlega að með­al­tali. Á árinu 2019 hop­uðu jök­ul­sporðar víða um tugi metra. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­liðum Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands hop­uðu Haga­fells­jök­ull eystri í Langjökli og Síðu­jök­ull og Tungnár­jök­ull í Vatna­jökli mest, eða um 150 metra. Hrað­ast hörfar Breiða­merk­ur­jök­ull þar sem kelfir af honum í Jök­ulsár­lón, milli 150 og 400 metra árið 2019.

­Jök­ulsár­lón byrj­aði að mynd­ast um 1935. Það er nú ásamt Breið­ár­lóni og nokkrum öðrum minni lónum við jaðar Breiða­merk­ur­jök­uls yfir 30 km2 að flat­ar­máli. Síð­ustu árin hafa lónin sam­tals stækkað um 0.5–1 km2 árlega að með­al­tali. Breiða­merk­ur­jök­ull hörfar og þynn­ist bæði vegna yfir­borðs­leys­ingar í hlýn­andi lofts­lagi og kelf­ingar (ís brotnar af sporð­inum út í vatn eða sjó) í Jök­ulsár­lón.

Massatap jöklanna veldur hröðu land­risi vegna þess hve seigja mött­ulefn­is­ins undir Íslandi er lít­il. Við Höfn í Horna­firði er land­ris nú um 10–15 mm á ári og hefur hraði þess tekið tals­verðum breyt­ingum á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. 

Land rís enn hraðar við vest­ur­jaðar Vatna­jök­uls þar sem ris­hrað­inn mælist allt að 40 mm á ári. „Þegar jöklar þynn­ast og hörfa minnkar fargið á jarð­skorpuna og landið rís,“ segir Tómas Jóhann­es­son, fag­stjóri á sviði jökla­fræði á Veð­ur­stofu Íslands.  „Þetta er nokkuð afger­andi hér á Íslandi þar sem jarð­skorpan og efri hluti mött­uls­ins undir land­inu eru mjög kvik. Land­ris er mest næst jökul­j­aðr­inum og á jök­ul­skerjum en minna þegar fjær dreg­ur. Því rís land enn hraðar við vest­ur­jaðar Vatna­jök­ul­s.“

Afkoman nei­kvæð með einni und­an­tekn­ingu

Afkoma stærstu íslensku jöklanna hefur verið nei­kvæð síðan 1995 með einni und­an­tekn­ingu, afkoma árs­ins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Sum­arið 2019 var mjög hlýtt og mæld­ist afkoma allra þriggja jöklanna þá nei­kvæð. Jökl­arnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7 pró­sent af heild­ar­rúm­máli þeirra.

Sam­hliða hlýnun lofts­lags á Íslandi frá miðjum tíunda ára­tug síð­ustu aldar rýrn­uðu jöklar hratt, að jafn­aði um u.þ.b. 1 metra vatns á ári að með­al­tali á tíma­bil­inu 1997–2010. Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að með­al­rýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðj­ungur til helm­ingur þess sem verið hafði í rúman ára­tug þar á und­an. Sum­arið 2019 var víð­ast hlýtt og sól­ríkt enda rýrn­uðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hef­ur.

 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent