Flestir hælisleitendur sendir til Þýskalands og Ítalíu

innanríkisráðuneytið
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun tók ákvarð­anir um að end­ur­senda 103 ein­stak­linga til ann­arra ríkja á Schen­gen-­svæð­inu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar á fyrri helm­ingi þessa árs. Flestir voru eða verða sendir til Þýska­lands, 31 ein­stak­ling­ur, en 23 til Ítalíu og 22 til Nor­egs. 

Þetta kemur fram í gögnum sem Útlend­inga­stofnun hefur tekið saman að beiðni Kjarn­ans. Töl­urnar eiga við um ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar en ekki fram­kvæmdar end­ur­send­ing­ar. Oft er málum skotið til kæru­nefndar útlend­inga­mála. 

Stærsti hóp­­ur­inn sem var sendur til ann­­ars Evr­­ópu­­ríkis á grund­velli reglu­­gerð­­ar­innar voru Írakar, 20 tals­ins. Sextán Alb­­anir voru sendir úr landi á grund­velli Dyfl­inn­­ar­­reglu­­gerð­­ar­innar og fimmtán Afg­an­­ir. Fjórtán Gana-­­búar voru sendir burt á þessum grund­velli og níu Níger­­íu­­menn. Sex Íranir voru á meðal þeirra sem voru sendir til ann­­arra Evr­­ópu­­ríkja á grund­velli Dyfl­inn­­ar­­reglu­­gerð­­ar­inn­­ar. 

Auglýsing

Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin gerir stjórn­völdum kleift að senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, eða hæl­is­leit­end­ur, aftur til þess ríkis innan Schengen sem þeir komu fyrst til. Þó má ekki senda fólk til ríkja þar sem hætta er á að það sæti ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð. Þannig hefur meg­in­reglan verið sú um nokk­urt skeið að fólk sem hingað kemur frá Grikk­landi og Ung­verja­landi sé ekki sent til baka þang­að. Það átti líka við um Ítal­íu, en inn­an­rík­is­ráðu­neytið ákvað í des­em­ber, eftir að hafa farið yfir for­sendur fyrir end­ur­send­ingum hæl­is­leit­enda að það yrði meg­in­reglan að fólk verði sent til Ítal­íu, en að hvert atvik fyrir sig skyldi skoðað sér­stak­lega. 

Þetta var gert þvert á ráð­legg­ingar Rauða kross­ins, sem sagði að það væri ekki óraun­hæft að álykta að flótta­fólk standi frammi fyrir raun­veru­legri hættu á að sæta ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð á Ítal­íu. 

Níu ein­stak­lingum var vísað úr landi og til Sví­þjóðar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og sex til Frakk­lands. Einn til tveir ein­stak­lingar voru sendir til Belg­íu, Dan­merk­ur, Hollands, Írlands og Pól­lands. 

Marg­falt fleiri óska verndar hér­lendis en áður

Marg­falt fleiri sóttu um alþjóð­­lega vernd á Íslandi á fyrri helm­ingi þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. 274 ein­stak­l­ingar sóttu um vernd í ár, sam­an­­borið við 86 ein­stak­l­inga á sama tíma­bili í fyrra. Umsækj­endum um vernd fór að fjölga veru­­lega í ágúst í fyrra, og sú þróun hefur haldið áfram. Útlend­inga­­stofnun gerir ráð fyrir að á bil­inu 600 til 1000 ein­stak­l­ingar muni óska verndar á þessu ári. 

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­­­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­­legrar með­­­ferð­­ar. 

Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­l­ingar fengu vernd, við­­bót­­ar­vernd eða dval­­ar­­leyfi af mann­úð­­ar­á­­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­l­ingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­­­lendis voru 60 Alb­­anir og 21 frá Makedón­­íu. Fjórum Kósóvó-­­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ín­u­­mönn­­um. Ein­stak­l­ingum frá Tyrk­landi, Níger­­íu, Marokkó, Kró­a­­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­­is­fangs­­lausum ein­stak­l­ing­i. 

Þá vekur athygli að tveimur Banda­­ríkja­­mönn­um, tveimur Kanda­­mönnum og einum Breta var synjað um vernd hér á land­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None