Flestir hælisleitendur sendir til Þýskalands og Ítalíu

innanríkisráðuneytið
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun tók ákvarð­anir um að end­ur­senda 103 ein­stak­linga til ann­arra ríkja á Schen­gen-­svæð­inu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar á fyrri helm­ingi þessa árs. Flestir voru eða verða sendir til Þýska­lands, 31 ein­stak­ling­ur, en 23 til Ítalíu og 22 til Nor­egs. 

Þetta kemur fram í gögnum sem Útlend­inga­stofnun hefur tekið saman að beiðni Kjarn­ans. Töl­urnar eiga við um ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar en ekki fram­kvæmdar end­ur­send­ing­ar. Oft er málum skotið til kæru­nefndar útlend­inga­mála. 

Stærsti hóp­­ur­inn sem var sendur til ann­­ars Evr­­ópu­­ríkis á grund­velli reglu­­gerð­­ar­innar voru Írakar, 20 tals­ins. Sextán Alb­­anir voru sendir úr landi á grund­velli Dyfl­inn­­ar­­reglu­­gerð­­ar­innar og fimmtán Afg­an­­ir. Fjórtán Gana-­­búar voru sendir burt á þessum grund­velli og níu Níger­­íu­­menn. Sex Íranir voru á meðal þeirra sem voru sendir til ann­­arra Evr­­ópu­­ríkja á grund­velli Dyfl­inn­­ar­­reglu­­gerð­­ar­inn­­ar. 

Auglýsing

Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin gerir stjórn­völdum kleift að senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, eða hæl­is­leit­end­ur, aftur til þess ríkis innan Schengen sem þeir komu fyrst til. Þó má ekki senda fólk til ríkja þar sem hætta er á að það sæti ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð. Þannig hefur meg­in­reglan verið sú um nokk­urt skeið að fólk sem hingað kemur frá Grikk­landi og Ung­verja­landi sé ekki sent til baka þang­að. Það átti líka við um Ítal­íu, en inn­an­rík­is­ráðu­neytið ákvað í des­em­ber, eftir að hafa farið yfir for­sendur fyrir end­ur­send­ingum hæl­is­leit­enda að það yrði meg­in­reglan að fólk verði sent til Ítal­íu, en að hvert atvik fyrir sig skyldi skoðað sér­stak­lega. 

Þetta var gert þvert á ráð­legg­ingar Rauða kross­ins, sem sagði að það væri ekki óraun­hæft að álykta að flótta­fólk standi frammi fyrir raun­veru­legri hættu á að sæta ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð á Ítal­íu. 

Níu ein­stak­lingum var vísað úr landi og til Sví­þjóðar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins og sex til Frakk­lands. Einn til tveir ein­stak­lingar voru sendir til Belg­íu, Dan­merk­ur, Hollands, Írlands og Pól­lands. 

Marg­falt fleiri óska verndar hér­lendis en áður

Marg­falt fleiri sóttu um alþjóð­­lega vernd á Íslandi á fyrri helm­ingi þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. 274 ein­stak­l­ingar sóttu um vernd í ár, sam­an­­borið við 86 ein­stak­l­inga á sama tíma­bili í fyrra. Umsækj­endum um vernd fór að fjölga veru­­lega í ágúst í fyrra, og sú þróun hefur haldið áfram. Útlend­inga­­stofnun gerir ráð fyrir að á bil­inu 600 til 1000 ein­stak­l­ingar muni óska verndar á þessu ári. 

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­­­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­­legrar með­­­ferð­­ar. 

Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­l­ingar fengu vernd, við­­bót­­ar­vernd eða dval­­ar­­leyfi af mann­úð­­ar­á­­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­l­ingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­­­lendis voru 60 Alb­­anir og 21 frá Makedón­­íu. Fjórum Kósóvó-­­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ín­u­­mönn­­um. Ein­stak­l­ingum frá Tyrk­landi, Níger­­íu, Marokkó, Kró­a­­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­­is­fangs­­lausum ein­stak­l­ing­i. 

Þá vekur athygli að tveimur Banda­­ríkja­­mönn­um, tveimur Kanda­­mönnum og einum Breta var synjað um vernd hér á land­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None