Annarri stúlkunni vísað úr landi á fimmtudag

Haniye Maleki og föður hennar verður vísað úr landi á fimmtudag. Í undirbúningi er frumvarp sem fer fram á að þeim verði veittur ríkisborgararréttur. Ekki mun takast að afgreiða það frumvarp áður en þeim verður vísað úr landi.

Haniye Maleki
Auglýsing

Hinni ell­efu ára gömlu Haniye Maleki verður vísað úr landi á fimmtu­dag ásamt föður sín­um. Þeim var til­kynnt um þetta á fundi með stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í húskynnum Út­lend­inga­stofn­unar í morg­un. Þau verða send til Þýska­lands. RÚV greinir frá. 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að Sam­­fylk­ingin ætli að leggja fram frum­varp í vik­unni um að veita tveimur stúlkum úr hópi hæl­­is­­leit­enda, Haniye og Mary, og fjöl­­skyldum þeirra íslenskan rík­­is­­borg­­ara­rétt. Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður flokks­ins, segir í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book í gær að flokk­­ur­inn hafi þegar óskað eft­ir með­­­flutn­ingi allra þing­­manna þegar málið verði lagt fram og hafi nokkrir þegar svarað ját­andi. Þeir komi úr ýmsum flokk­­um. Ekki mun hins vegar takast að afgreiða það frum­varp áður en Haniye Maleki og föður hennar verður vísað úr land­i. 

Þing­­menn þriggja stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokka, Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata og Vinstri grænna,  sendu til að mynda sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu frá sér um helg­ina þar sem þeir mót­­mæltu brott­vísun stúlkn­anna og tveir stjórn­­­ar­­þing­­menn hafa gagn­rýnt ákvörð­un­ina opin­ber­­lega. Því virð­ist sem dóms­­mála­ráð­herra muni ekki geta treyst á stjórn­­­ar­­meiri­hlut­ann til að fella frum­varpið komi það til atkvæða­greiðslu.

Auglýsing

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði um helg­ina að ákvörðun um brott­vísun stúlkn­anna yrði ekki end­­ur­­skoð­uð. Það kæmi ekki til greina. Í sam­tali við RÚV sagði hún: „Nei, það kemur ekki til greina að end­­ur­­skoða mál sem dúkka hérna til­­vilj­ana­­kennt upp í umræð­unni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráð­herra að taka fram fyrir hend­­urnar á sjálf­­stæðri stjórn­­­sýslu­­stofnun eins og kæru­­nefnd í málum sem hafa fengið tvö­­falda máls­­með­­­ferð hér á land­i.“

Að minnsta kosti tveir stjórn­­­ar­­þing­­menn hafa lýst því yfir að þeir mót­­mæli brott­vísun stúlkn­anna. Hanna Katrín Frið­­riks­­son, þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­­­ar, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book fyrir helgi að hún væri þeirrar skoð­unar „að sein með­­­ferð mála varpi enn rík­­­ari ábyrgð á okkur varð­andi það að láta mannúð ráða för frekar en ítr­­ustu laga- og reglu­­gerð­­ar­túlk­an­­ir. Hin níger­ísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðgin­in Hanyie og Abra­him Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu.

Ég styð heils­hugar að þessar tvær fjöl­­skyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðn­­ingi mínum liggja mann­úð­­ar­á­­stæð­­ur. Stundum er það ein­fald­­lega nóg.“

Pawel Bar­toszek, þing­­maður Við­reisn­­­ar, sagði á sama vett­vangi á laug­­ar­dag að það mætti alltaf taka „lög eru lög“ afstöðu en þá væri „bara spurn­ing hvernig lögin eigi að vera og ég get ekki sagt að mér finnst lögin og fram­­kvæmd þeirra vera í lagi ef þetta er hægt. Það á að slá á frest fram­­kvæmd þess­­ara brott­vís­ana og skoða í kjöl­farið hvernig við tryggjum að það sem við gerum stenst Barna­sátt­­mála SÞ.“

Ljóst er því að dóms­­mála­ráð­herra getur því ekki treyst á stjórn­­­ar­­meiri­hlut­ann til að koma í veg fyrir að frum­varpið verði að lög­­um, komi það til atkvæða­greiðslu. Rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­­arnir hafa sem stendur eins manns meiri­hluta á Alþingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent