Annarri stúlkunni vísað úr landi á fimmtudag

Haniye Maleki og föður hennar verður vísað úr landi á fimmtudag. Í undirbúningi er frumvarp sem fer fram á að þeim verði veittur ríkisborgararréttur. Ekki mun takast að afgreiða það frumvarp áður en þeim verður vísað úr landi.

Haniye Maleki
Auglýsing

Hinni ell­efu ára gömlu Haniye Maleki verður vísað úr landi á fimmtu­dag ásamt föður sín­um. Þeim var til­kynnt um þetta á fundi með stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í húskynnum Út­lend­inga­stofn­unar í morg­un. Þau verða send til Þýska­lands. RÚV greinir frá. 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að Sam­­fylk­ingin ætli að leggja fram frum­varp í vik­unni um að veita tveimur stúlkum úr hópi hæl­­is­­leit­enda, Haniye og Mary, og fjöl­­skyldum þeirra íslenskan rík­­is­­borg­­ara­rétt. Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður flokks­ins, segir í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book í gær að flokk­­ur­inn hafi þegar óskað eft­ir með­­­flutn­ingi allra þing­­manna þegar málið verði lagt fram og hafi nokkrir þegar svarað ját­andi. Þeir komi úr ýmsum flokk­­um. Ekki mun hins vegar takast að afgreiða það frum­varp áður en Haniye Maleki og föður hennar verður vísað úr land­i. 

Þing­­menn þriggja stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokka, Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata og Vinstri grænna,  sendu til að mynda sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu frá sér um helg­ina þar sem þeir mót­­mæltu brott­vísun stúlkn­anna og tveir stjórn­­­ar­­þing­­menn hafa gagn­rýnt ákvörð­un­ina opin­ber­­lega. Því virð­ist sem dóms­­mála­ráð­herra muni ekki geta treyst á stjórn­­­ar­­meiri­hlut­ann til að fella frum­varpið komi það til atkvæða­greiðslu.

Auglýsing

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra sagði um helg­ina að ákvörðun um brott­vísun stúlkn­anna yrði ekki end­­ur­­skoð­uð. Það kæmi ekki til greina. Í sam­tali við RÚV sagði hún: „Nei, það kemur ekki til greina að end­­ur­­skoða mál sem dúkka hérna til­­vilj­ana­­kennt upp í umræð­unni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráð­herra að taka fram fyrir hend­­urnar á sjálf­­stæðri stjórn­­­sýslu­­stofnun eins og kæru­­nefnd í málum sem hafa fengið tvö­­falda máls­­með­­­ferð hér á land­i.“

Að minnsta kosti tveir stjórn­­­ar­­þing­­menn hafa lýst því yfir að þeir mót­­mæli brott­vísun stúlkn­anna. Hanna Katrín Frið­­riks­­son, þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­­­ar, sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book fyrir helgi að hún væri þeirrar skoð­unar „að sein með­­­ferð mála varpi enn rík­­­ari ábyrgð á okkur varð­andi það að láta mannúð ráða för frekar en ítr­­ustu laga- og reglu­­gerð­­ar­túlk­an­­ir. Hin níger­ísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðgin­in Hanyie og Abra­him Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu.

Ég styð heils­hugar að þessar tvær fjöl­­skyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðn­­ingi mínum liggja mann­úð­­ar­á­­stæð­­ur. Stundum er það ein­fald­­lega nóg.“

Pawel Bar­toszek, þing­­maður Við­reisn­­­ar, sagði á sama vett­vangi á laug­­ar­dag að það mætti alltaf taka „lög eru lög“ afstöðu en þá væri „bara spurn­ing hvernig lögin eigi að vera og ég get ekki sagt að mér finnst lögin og fram­­kvæmd þeirra vera í lagi ef þetta er hægt. Það á að slá á frest fram­­kvæmd þess­­ara brott­vís­ana og skoða í kjöl­farið hvernig við tryggjum að það sem við gerum stenst Barna­sátt­­mála SÞ.“

Ljóst er því að dóms­­mála­ráð­herra getur því ekki treyst á stjórn­­­ar­­meiri­hlut­ann til að koma í veg fyrir að frum­varpið verði að lög­­um, komi það til atkvæða­greiðslu. Rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­­arnir hafa sem stendur eins manns meiri­hluta á Alþingi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent