Karl Garðarsson ráðinn yfir miðla Pressunnar

Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem nýverið keyptu miðla Pressusamstæðunnar.

Auglýsing
Karl Garðarsson var þingmaður Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili.
Karl Garðarsson var þingmaður Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili.

Frjáls fjöl­miðlun hefur ráðið Karl Garð­ars­son, fyrr­ver­andi þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fram­kvæmda­stjóra. Karl leiddi lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í kosn­ing­unum í fyrra­haust en náði ekki kjöri. Frjáls fjöl­miðlun keypti í síð­ustu viku fjöl­miðl­anna Pressu­sam­stæð­unn­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­varps­stöð­ina ÍNN. Karl mun bera ábyrgð á dag­legum rekstri allra miðla Frjálsrar fjöl­mið­un­ar.

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu var kaup­verðið fyrir þessa miðla Press­unn­ar á sjötta hund­rað millj­­ónir króna. Greitt var fyrir mið­l­anna með reiðufé auk yfir­­­töku skulda. Ekki hefur verið opin­berað hverjir eig­endur Frjálsrar fjöl­miðl­unar en lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son er for­svars­maður þess. 

Miðl­arnir voru keyptir af félag­inu Press­unni en og hluti skulda hennar voru skildar eftir þar. Fjár­mun­irnir sem greiddir voru fyrir miðl­ana voru m.a. not­aðir til að greiða upp opin­ber gjöld sem voru í van­skilum við toll­stjóra. Sú skuld hljóp á hund­ruð millj­ónum króna. Toll­stjór­inn í Reykja­vík hafði lagt fram gjald­þrota­beiðni á hendur Press­unni fyrir hér­aðs­dómi vegna þess og átti að taka hana fyrir í síð­ustu viku. Sú beiðni var aft­ur­kölluð eftir að Sig­urður greiddi þá skuld sem var for­senda henn­ar. 

Auglýsing

Í frétt á Eyj­unni, sem til­heyrir nú Frjálsri fjöl­miðl­un, segir að stefnt sé að því að efla starf­semi félags­ins á næstu miss­er­um. Um Karl segir að hann hafi: „tæp­lega ald­ar­fjórð­ungs starfs­reynslu í íslenskum fjöl­miðl­um. Þannig var hann einn af fyrstu frétta­mönnum Bylgj­unnar og síðar frétta­maður og frétta­stjóri Stöðvar 2 um ára­bil. Hann var síðan fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­svið Norð­ur­ljósa.

Þá var Karl einn stofn­enda, fram­kvæmda­stjóri og rit­stjóri Blaðs­ins/24 stunda, sem síðar var selt til Árvak­urs hf. Hann var útgáfu­stjóri prent­miðla Árvak­urs um tíma. Karl var alþing­is­maður árin 2013-2016 og for­maður Íslands­deildar Evr­ópu­ráðs­þings­ins á sama tíma.“

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Karl og Sig­urður G. Guð­jóns­son vinna sam­an. Árið 2005 stofn­uðu þeir frí­blaðið Blaðið saman sem stefnt var í sam­keppni við Frétta­blaðið á frí­blaða­mark­aði. Þeir seldu það síðar til Árvak­urs og Blaðið breytt­ist í 24 stund­ir. Það var fyrsti fjöl­mið­ill­inn sem lagður var niður eftir hrun­ið, en útgáfu 24 stunda var hætt í neyð­ar­laga­vik­unni. Sig­urður var einnig for­stjóri Norð­ur­ljósa, sem síðar urðu 365 miðl­ar, þegar Karl var frétta­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2 á árunum 2002-2004.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi
Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent