Karl Garðarsson ráðinn yfir miðla Pressunnar

Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem nýverið keyptu miðla Pressusamstæðunnar.

Auglýsing
Karl Garðarsson var þingmaður Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili.
Karl Garðarsson var þingmaður Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili.

Frjáls fjöl­miðlun hefur ráðið Karl Garð­ars­son, fyrr­ver­andi þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fram­kvæmda­stjóra. Karl leiddi lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í kosn­ing­unum í fyrra­haust en náði ekki kjöri. Frjáls fjöl­miðlun keypti í síð­ustu viku fjöl­miðl­anna Pressu­sam­stæð­unn­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­varps­stöð­ina ÍNN. Karl mun bera ábyrgð á dag­legum rekstri allra miðla Frjálsrar fjöl­mið­un­ar.

­Sam­kvæmt til­kynn­ingu var kaup­verðið fyrir þessa miðla Press­unn­ar á sjötta hund­rað millj­­ónir króna. Greitt var fyrir mið­l­anna með reiðufé auk yfir­­­töku skulda. Ekki hefur verið opin­berað hverjir eig­endur Frjálsrar fjöl­miðl­unar en lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son er for­svars­maður þess. 

Miðl­arnir voru keyptir af félag­inu Press­unni en og hluti skulda hennar voru skildar eftir þar. Fjár­mun­irnir sem greiddir voru fyrir miðl­ana voru m.a. not­aðir til að greiða upp opin­ber gjöld sem voru í van­skilum við toll­stjóra. Sú skuld hljóp á hund­ruð millj­ónum króna. Toll­stjór­inn í Reykja­vík hafði lagt fram gjald­þrota­beiðni á hendur Press­unni fyrir hér­aðs­dómi vegna þess og átti að taka hana fyrir í síð­ustu viku. Sú beiðni var aft­ur­kölluð eftir að Sig­urður greiddi þá skuld sem var for­senda henn­ar. 

Auglýsing

Í frétt á Eyj­unni, sem til­heyrir nú Frjálsri fjöl­miðl­un, segir að stefnt sé að því að efla starf­semi félags­ins á næstu miss­er­um. Um Karl segir að hann hafi: „tæp­lega ald­ar­fjórð­ungs starfs­reynslu í íslenskum fjöl­miðl­um. Þannig var hann einn af fyrstu frétta­mönnum Bylgj­unnar og síðar frétta­maður og frétta­stjóri Stöðvar 2 um ára­bil. Hann var síðan fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­svið Norð­ur­ljósa.

Þá var Karl einn stofn­enda, fram­kvæmda­stjóri og rit­stjóri Blaðs­ins/24 stunda, sem síðar var selt til Árvak­urs hf. Hann var útgáfu­stjóri prent­miðla Árvak­urs um tíma. Karl var alþing­is­maður árin 2013-2016 og for­maður Íslands­deildar Evr­ópu­ráðs­þings­ins á sama tíma.“

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Karl og Sig­urður G. Guð­jóns­son vinna sam­an. Árið 2005 stofn­uðu þeir frí­blaðið Blaðið saman sem stefnt var í sam­keppni við Frétta­blaðið á frí­blaða­mark­aði. Þeir seldu það síðar til Árvak­urs og Blaðið breytt­ist í 24 stund­ir. Það var fyrsti fjöl­mið­ill­inn sem lagður var niður eftir hrun­ið, en útgáfu 24 stunda var hætt í neyð­ar­laga­vik­unni. Sig­urður var einnig for­stjóri Norð­ur­ljósa, sem síðar urðu 365 miðl­ar, þegar Karl var frétta­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2 á árunum 2002-2004.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent