Reykjavíkurborg ætlar ekki að greiða fyrir aukinn kostnað við Sundabraut

Borgarstjóri hefur hafnað kröfum vegamálastjóra um að borgin greiði fyrir mismuninn vegna dýrari framkvæmdar við Sundabraut. Nýtt kostnaðarmat þarf að fara fram.

Auglýsing
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hefur ítrekað kröfu borg­ar­innar um að svokölluð ytri leið verði valin Sunda­braut. Vega­gerðin hefur lagt til að farin verði svokölluð innri leið yfir Klepps­vík í stað­inn. Borgin ætlar ekki að greiða kostn­að­ar­mis­mun vegna auk­ins kostn­aðar við ytri leið­ina.

Um er að ræða gam­alt þrætu­epli sem komst aftur í umræð­una í vor. Þverun Klepps­víkur er talin verða mik­il­væg sam­göngu­bót í borg­inni og létta álagi af öðrum stofnæðum til og frá og innan Reykja­vík­ur. Borgin hefur hins vegar alltaf reiknað með því að Sunda­braut verði lögð í göng undir Klepps­vík og þá mun utar en Vega­gerðin telur hag­kvæm­ast.

Fjallað var um allar til­lögur um legu Sunda­brautar í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í sumar. Þar var mis­mun­andi sjón­ar­miðum velt upp og helstu ásteyt­ing­ar­steinum lýst.

Auglýsing

Innri leiðin kostar minna

Sam­kvæmt því kostn­að­ar­mati sem liggur fyrir þá eru fram­kvæmdir við innri leið Sunda­brautar mun ódýr­ari en ytri leið­in, hvort sem ytri leiðin yrði lögð í stokk undir vík­ina eða á hábrú.

Vega­mála­stjóri hefur þess vegna lagt til að innri leiðin verði fram­kvæmd og hótað því að borgin verði rukkuð um mis­mun­inn ef ytri leiðin verði far­in. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, hefur tekið undir þessi sjón­ar­mið vega­mála­stjóra. Form­leg til­laga Vega­gerð­ar­innar hefur hins vegar aldrei borist Reykja­vík­ur­borg.

­Dagur skrifar í viku­legum pósti sínum sem barst á föstu­dag­inn að borgin hafni þessum hug­mynd­um. „[S]líkri reglu hefur aldrei verið beitt á Íslandi og miklu nær að setj­ast að einu borði, upp­færa kostn­að­ar­á­ætl­anir og rýna bestu lausnir í þessu mik­il­væga og stóra máli.“

Kostn­að­ar­á­ætl­an­irnar sem enn er stuðst við eru síðan 2004 og þess vegna ljóst að þær áætl­anir séu orðnar útelt­ar. Í því kostn­að­ar­mati var gert ráð fyrir að innri leiðin myndi kosta 7,3 millj­arða króna, miðað við 11,6 millj­arða króna fyrir ytri leið á hábrú og 13,1 millj­arð króna fyrir sömu leið í jarð­göng­um.

Snýst um umferð­ar­dreif­ingu og álag

Ástæða þess að Reykja­vík­ur­borg hefur lagt áherslu á að ytri leiðin verði farin snýr að skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Betri dreif­ingu umferðar má ná með ytri leið­inni; Í stað þess að dreifa umferð um þegar umferð­ar­þunga Miklu­braut, verði hægt að veita umferð­inni um Sæbraut­ina í auknum mæli.

Í bréfi Dags borg­ar­stjóra til Hreins Har­alds­sonar vega­mála­stjóra segir einnig að Reykja­vík­ur­borg hafi átt í sam­ráði við íbúa í Laug­ar­dal og Graf­ar­vogi þar sem sátt hafi náðst um að ytri leiðin í göngum væri ákjós­an­leg­ust. „Stefna borg­ar­stjórnar um Sunda­braut í göngum hefur ekki breyst. For­menn íbúa­sam­taka í Graf­ar­vogi og Laug­ar­dal hafa stað­fest að afstaða íbúa­sam­tak­anna sé jafn­framt óbreytt,“ skrifar Dagur í bréfi sínu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent