Reykjavíkurborg ætlar ekki að greiða fyrir aukinn kostnað við Sundabraut

Borgarstjóri hefur hafnað kröfum vegamálastjóra um að borgin greiði fyrir mismuninn vegna dýrari framkvæmdar við Sundabraut. Nýtt kostnaðarmat þarf að fara fram.

Auglýsing
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hefur ítrekað kröfu borg­ar­innar um að svokölluð ytri leið verði valin Sunda­braut. Vega­gerðin hefur lagt til að farin verði svokölluð innri leið yfir Klepps­vík í stað­inn. Borgin ætlar ekki að greiða kostn­að­ar­mis­mun vegna auk­ins kostn­aðar við ytri leið­ina.

Um er að ræða gam­alt þrætu­epli sem komst aftur í umræð­una í vor. Þverun Klepps­víkur er talin verða mik­il­væg sam­göngu­bót í borg­inni og létta álagi af öðrum stofnæðum til og frá og innan Reykja­vík­ur. Borgin hefur hins vegar alltaf reiknað með því að Sunda­braut verði lögð í göng undir Klepps­vík og þá mun utar en Vega­gerðin telur hag­kvæm­ast.

Fjallað var um allar til­lögur um legu Sunda­brautar í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í sumar. Þar var mis­mun­andi sjón­ar­miðum velt upp og helstu ásteyt­ing­ar­steinum lýst.

Auglýsing

Innri leiðin kostar minna

Sam­kvæmt því kostn­að­ar­mati sem liggur fyrir þá eru fram­kvæmdir við innri leið Sunda­brautar mun ódýr­ari en ytri leið­in, hvort sem ytri leiðin yrði lögð í stokk undir vík­ina eða á hábrú.

Vega­mála­stjóri hefur þess vegna lagt til að innri leiðin verði fram­kvæmd og hótað því að borgin verði rukkuð um mis­mun­inn ef ytri leiðin verði far­in. Jón Gunn­ars­son, ráð­herra sam­göngu­mála, hefur tekið undir þessi sjón­ar­mið vega­mála­stjóra. Form­leg til­laga Vega­gerð­ar­innar hefur hins vegar aldrei borist Reykja­vík­ur­borg.

­Dagur skrifar í viku­legum pósti sínum sem barst á föstu­dag­inn að borgin hafni þessum hug­mynd­um. „[S]líkri reglu hefur aldrei verið beitt á Íslandi og miklu nær að setj­ast að einu borði, upp­færa kostn­að­ar­á­ætl­anir og rýna bestu lausnir í þessu mik­il­væga og stóra máli.“

Kostn­að­ar­á­ætl­an­irnar sem enn er stuðst við eru síðan 2004 og þess vegna ljóst að þær áætl­anir séu orðnar útelt­ar. Í því kostn­að­ar­mati var gert ráð fyrir að innri leiðin myndi kosta 7,3 millj­arða króna, miðað við 11,6 millj­arða króna fyrir ytri leið á hábrú og 13,1 millj­arð króna fyrir sömu leið í jarð­göng­um.

Snýst um umferð­ar­dreif­ingu og álag

Ástæða þess að Reykja­vík­ur­borg hefur lagt áherslu á að ytri leiðin verði farin snýr að skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Betri dreif­ingu umferðar má ná með ytri leið­inni; Í stað þess að dreifa umferð um þegar umferð­ar­þunga Miklu­braut, verði hægt að veita umferð­inni um Sæbraut­ina í auknum mæli.

Í bréfi Dags borg­ar­stjóra til Hreins Har­alds­sonar vega­mála­stjóra segir einnig að Reykja­vík­ur­borg hafi átt í sam­ráði við íbúa í Laug­ar­dal og Graf­ar­vogi þar sem sátt hafi náðst um að ytri leiðin í göngum væri ákjós­an­leg­ust. „Stefna borg­ar­stjórnar um Sunda­braut í göngum hefur ekki breyst. For­menn íbúa­sam­taka í Graf­ar­vogi og Laug­ar­dal hafa stað­fest að afstaða íbúa­sam­tak­anna sé jafn­framt óbreytt,“ skrifar Dagur í bréfi sínu.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent