Meirihluti fyrir frumvarpi um að veita stúlkunum ríkisborgararétt

Búið er að senda inn frumvarp til framlagningar á Alþingi sem felur í sér að Haniye og Mary fái ríkisborgararrétt. Þrír þingflokkar standa að frumvarpinu en aðrir þrír myndu að minnsta kosti að mestu styðja það ef kosið verður um frumvarpið.

Haniye ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi á fimmtudag en því hefur verið frestað.
Haniye ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi á fimmtudag en því hefur verið frestað.
Auglýsing

Þing­flokkar Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Pírata standa í heild að baki frum­varps sem felur í sér að komið yrði í veg fyrir að senda stúlk­­urnar Haniye og Mary, ásamt fjöl­­skyldum þeirra, úr landi. Frum­varpið hefur verið sent inn til Alþingis til fram­lagn­ingar og Sam­fylk­ingin hefur farið fram á að það verði for­gangs­mál sitt á kom­andi þingi, og fái þar með efn­is­lega með­ferð sem fyrst. Í því felst að stúlk­urnar og fjöl­skyldur þeirra fái íslenskan rík­is­borg­ara­rétt.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að þing­flokkur Við­reisn­ar, og að minnsta kosti hluti þeirra fjög­urra þing­manna sem sitja á þingi fyrir Bjarta fram­tíð, muni styðja frum­varpið þótt að þeir standi ekki að fram­lagn­ingu þess, komi það til atkvæða­greiðslu.

Auk þess hefur Kjarn­inn heim­ildir fyrir því að þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins muni hafa algjör­lega frjálsar hendur til að styðja frum­varpið kjósi þeir svo, og þar sé mik­ill vilji til að grípa inn í þá atburða­rás að vísa stúlk­unum og fjöl­skyldum þeirra úr landi.

Auglýsing

Þar með er meiri­hluti fyrir frum­varp­inu á þingi. Ein­ungis þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins myndi standa heill gegn því, og standa þar með við bakið á dóms­mála­ráð­herra sem hefur lagst gegn sér­tækri lausn á máli stúlkn­anna. 

Reyna að setja saman almenna lausn

Vegna þessa er búist við útspili frá rík­is­stjórn­inni sem geri það að verkum að frum­varpið þurfi ekki að ná fram að ganga. Það útspil á að snú­ast um almenn­ari nálgun á stöðu barna á meðal hæl­is­leit­enda en ná samt til þeirra Hanyie og Mary.

Sú leið er í sam­ræmi við útspil Bjartrar fram­tíðar í mál­inu. Þing­flokkur Bjartar fram­­tíð­­ar, sem situr í rík­­is­­stjórn, til­­kynnti í gær að hann ætl­aði að leggja fram frum­varp um breyt­ingu á lögum um útlend­inga. Í til­­kynn­ingu frá honum segir að breyt­ing­­ar­til­lög­­urnar muni „ snúa fyrst og fremst að stöðu barna og fólks í við­­kvæmri stöðu, sem eins og fram hefur komið að und­an­­förnu eru ákvæði sem þarf að skýra. Útlend­inga­lögin eru umfangs­­mikil lög­­­gjöf og legið hefur fyrir frá sam­­þykkt breyt­inga á þeim að lögin verða að vera lif­andi plagg, ekki síst gagn­vart þeim mála­­flokkum sem eru í hraðri þró­un, líkt og mál­efni flótta­­fólks og umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd.“

Búið að fresta brott­vísun

Sig­ríð­­ur And­er­sen dóms­­­­mála­ráð­herra sagði um helg­ina að ákvörðun um brott­vísun stúlkn­anna yrði ekki end­­­­ur­­­­skoð­uð. Það kæmi ekki til greina. Í sam­tali við RÚV sagði hún: „Nei, það kemur ekki til greina að end­­­­ur­­­­skoða mál sem dúkka hérna til­­­­vilj­ana­­­­kennt upp í umræð­unni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráð­herra að taka fram fyrir hend­­­­urnar á sjálf­­­­stæðri stjórn­­­­­­­sýslu­­­­stofnun eins og kæru­­­­nefnd í málum sem hafa fengið tvö­­­­falda máls­­­­með­­­­­­­ferð hér á land­i.“

Í byrjun viku var svo greint frá því að Haniye og föður hennar hefði verið til­kynnt um að þeim yrði vísað úr landi á fimmtu­dag. Kjarn­inn greindi frá því í gær­kvöldi að Rík­is­lög­reglu­stjóri vilji láta fresta þeirri ákvörðun vegna form­galla á birt­ing­ar­vott­orði.

Sig­ríður sagði svo við mbl.is í dag að brott­vísun þeirra verði lík­lega frestað fram eftir sept­em­ber­mán­uði. Hún sagði þar einnig að það væri örugg­lega „eitt­hvað sem er ástæða til að skerpa á varð­andi þessi mál al­­mennt í fram­tíð­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent