#stjórnmál#alþingi

Forsetinn vill að starf sitt sé betur skilgreint

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingheim til þess að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á stjórnarskrá Íslands sem þyrfti að endurspegla betur ríkjandi stjórnarfar.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði þingheim við þingsetningu 147. löggjafarþings í dag.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði þingheim við þingsetningu 147. löggjafarþings í dag.

Það liggur beint við að huga að breyt­ingu á stjórn­ar­skrá Íslands vegna nýlegra álita­mála um stjórn­skipu­lega stöðu for­set­ans, sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, í þing­setn­ing­ar­ræðu sinni á Alþingi í dag.

Guðni hvatti þing­heim til þess að taka þátt í því verk­efni sem rík­is­stjórnin hefði sett sér um að taka stjórn­ar­skrá Íslands til end­ur­skoð­un­ar. Guðni stakk upp á því að nota til­efni ald­ar­af­mælis íslensks full­veldis á næsta ári til þess að inn­leiða breyt­ingar á grunn­lögum lýð­veld­is­ins.

For­set­inn benti á háværar raddir um að tími væri kom­inn til þess að koma umhverf­is­vernd, þjóð­ar­eign á auð­lindum og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, svo dæmi séu nefnd. „Auk þess hafa stjórn­mála­leið­tog­ar, stjórn­spek­ingar og fleiri marg­sinnis við­ur­kennt – ekki síst á þess­ari öld – að í stjórn­ar­skrá okkar þurfi að draga upp skýr­ari mynd af ríkj­andi stjórn­ar­fari.“

Auglýsing

Þá vill Guðni áréttað sé að ráð­herrar fari með æðsta fram­kvæmda­vald og að nefnt verði berum orðum hvert hlut­verk for­seta Íslands sé í raun í stjórn­ar­skránni. „Í þeim efnum má meðal ann­ars huga að atbeina við stjórn­ar­mynd­an­ir, þing­rofi og skipun í ýmis emb­ætti. Loks varðar miklu að völd og ábyrgð fari sam­an,“ sagði Guðni. „Stjórn­ar­skrár­bundið ábyrgð­ar­leysi for­seta sem felur samt í sér stað­fest­ingu á ákvörðun ann­arra sam­ræm­ist ekki rétt­ar­vit­und fólks og á ekki heima í stjórn­sýslu sam­tím­ans.“

Hann sagði ábyrgð sína mikla eftir að hafa verið kjör­inn for­seti. Ábyrgðin væri gagn­vart kjós­endum og að það væri skylda sín „að færa mál til betri vegar þegar því verður við kom­ið. Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verk­lagi verður ekki unn­ið.“

Mik­il­vægt að læra af reynsl­unni

„Fyrr í sumar brugð­ust fjöl­margir ókvæða við þegar kyn­ferð­is­brota­menn fengu upp­reist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um fram­kvæmd­ina,“ sagði Guðni. „Þetta skipti engu, vegna þess að laga­hug­takið upp­reist æru þykir úrelt og vill­andi. Löngu er tíma­bært það heyri sög­unni til.“

Guðni lagði benti hins vegar á að þeir sem hefðu hlotið dóm ættu að vissu­lega að „feta lífs­ins göngu þrátt fyrir þær þján­ingar sem þeir ollu öðrum, eftir ann­ari slóð en fyrr“.

For­set­inn sagði það skyn­sam­legt að end­ur­heimt ýmissa rétt­inda væri skil­yrt og tak­mörkuð í lögum í takti við það afbrot sem framið var.

„Við verðum að læra af bit­urri reynslu,“ sagði for­set­inn.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent