Börnum ekki bjóðandi að flakka á milli landa

Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.

Skjáskot Stöð 2
Auglýsing

Ísland hefur getu til að taka á móti börnum á flótta og veita þeim tæki­færi til mennt­un­ar, aðgengi að heil­brigð­is­kerfi og annan stuðn­ing. Börnum er ekki bjóð­andi að flakka á milli landa. Vel­ferð­ar­ríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og rétt­indi barna á flótta og veita þeim tæki­færi til að alast upp í öruggu umhverf­i. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Félags­ráð­gjafa­fé­lagi Íslands sem send var á fjöl­miðla í morg­un. 

Til­efnið er yfir­vof­andi brott­vísun egyp­skar fjöl­skyldu sem fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum und­an­farna daga. Til stendur að vísa sex manna fjöl­skyldu úr landi á morg­un, mið­viku­dag, en hún hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár. 

Í yfir­lýs­ing­unni segir að lag­ara­mmin sé skýr en end­ur­skoða þurfi verk­lag svo það end­ur­spegli fram­kvæmd sem virðir Barna­sátt­mál­ann og tryggir að honum sé fram­fylgt þannig að rétt­indi barna á flótta séu ávallt tryggð. Félags­ráð­gjafa­fé­lag Íslands skorar á dóms­mála­ráð­herra að láta málið til sín taka.

Auglýsing

„Brott­vís­anir barna á flótta hafa ítrekað verið til umfjöll­unar hér á landi síð­ustu miss­eri og dæmi um að almennir borg­arar mót­mæli þeim mann­rétt­inda­brotum sem slíkar nið­ur­stöður geta falið í sér. Vert er að hafa í huga að Barna­sátt­mál­inn var lög­festur hér á landi árið 2013 og hefur því sama gildi og hver önnur lög og bera stjórn­völd þá skyldu að fram­fylgja þeim jafnt öðrum lög­um. ­Barna­sátt­mál­inn leggur þær skyldur á aðild­ar­ríki að virða og tryggja hverju barni innan lög­sögu sinnar þau rétt­indi sem kveðið er á um í samn­ingnum og láta það sem barni er fyrir bestu hafa for­gang þegar gerðar eru ráð­staf­anir sem varða börn​. Lög um útlend­inga nr. 80/2016 end­ur­spegla ákvæði Barna­sátt­mál­ans en við mat skv. 1. og 2. mgr. 37. greinar lag­ana ber stjórn­völdum að hafa það sem barni er fyrir bestu að leið­ar­ljósi í málum sem varða börn, fylgd­ar­laus sem önn­ur. 

Við mat á því hvað barni er fyrir bestu ber Útlend­inga­stofnun að líta til öryggis barns, vel­ferðar og félags­legs þroska auk þess að taka til­lit til skoð­ana barns­ins í sam­ræmi við aldur þess og þroska. Jafn­framt ber Útlend­inga­stofnun að taka skrif­lega afstöðu til fram­an­greindra atriða sam­kvæmt grein­inni við ákvörðun í máli er varðar hags­muni barns auk þess að eiga sam­ráð við barna­vernd­ar­yf­ir­völd. Í 6. mgr. 37. gr. lag­ana er sú skylda lögð á stjórn­vald að taka til skoð­unar að eigin frum­kvæði hvort veita eigi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða skv. 74. gr. ef stjórn­vald kemst að því að ákvæði 1. eða 2. mgr. eigi ekki við,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Félags­ráð­gjafa­fé­lagi Íslands.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent