Börnum ekki bjóðandi að flakka á milli landa

Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.

Skjáskot Stöð 2
Auglýsing

Ísland hefur getu til að taka á móti börnum á flótta og veita þeim tækifæri til menntunar, aðgengi að heilbrigðiskerfi og annan stuðning. Börnum er ekki bjóðandi að flakka á milli landa. Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem send var á fjölmiðla í morgun. 

Tilefnið er yfirvofandi brottvísun egypskar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Til stendur að vísa sex manna fjölskyldu úr landi á morgun, miðvikudag, en hún hefur dvalið hér á landi í yfir tvö ár. 

Í yfirlýsingunni segir að lagarammin sé skýr en endurskoða þurfi verklag svo það endurspegli framkvæmd sem virðir Barnasáttmálann og tryggir að honum sé framfylgt þannig að réttindi barna á flótta séu ávallt tryggð. Félagsráðgjafafélag Íslands skorar á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka.

Auglýsing

„Brottvísanir barna á flótta hafa ítrekað verið til umfjöllunar hér á landi síðustu misseri og dæmi um að almennir borgarar mótmæli þeim mannréttindabrotum sem slíkar niðurstöður geta falið í sér. Vert er að hafa í huga að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013 og hefur því sama gildi og hver önnur lög og bera stjórnvöld þá skyldu að framfylgja þeim jafnt öðrum lögum. Barnasáttmálinn leggur þær skyldur á aðildarríki að virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum og láta það sem barni er fyrir bestu hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn​. Lög um útlendinga nr. 80/2016 endurspegla ákvæði Barnasáttmálans en við mat skv. 1. og 2. mgr. 37. greinar lagana ber stjórnvöldum að hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi í málum sem varða börn, fylgdarlaus sem önnur. 

Við mat á því hvað barni er fyrir bestu ber Útlendingastofnun að líta til öryggis barns, velferðar og félagslegs þroska auk þess að taka tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Jafnframt ber Útlendingastofnun að taka skriflega afstöðu til framangreindra atriða samkvæmt greininni við ákvörðun í máli er varðar hagsmuni barns auk þess að eiga samráð við barnaverndaryfirvöld. Í 6. mgr. 37. gr. lagana er sú skylda lögð á stjórnvald að taka til skoðunar að eigin frumkvæði hvort veita eigi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 74. gr. ef stjórnvald kemst að því að ákvæði 1. eða 2. mgr. eigi ekki við,“ segir í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent