317 börn yfirgefið Ísland eftir synjun stjórnvalda á sex árum

Á tímabilinu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 yfirgáfu 317 börn, sem sótt höfðu um alþjóðlega vernd, landið í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda þess efnis að synja þeim um efnismeðferð eða synja þeim um vernd í kjölfar efnislegrar meðferðar.

barn
Auglýsing

Rúm­lega þrjú hund­ruð börn, sem sótt höfðu um alþjóð­lega vernd, hafa yfir­gefið Ísland í kjöl­far ákvörð­unar stjórn­valda þess efnis að synja þeim um efn­is­með­ferð eða synja þeim um vernd í kjöl­far efn­is­legrar með­ferðar á tíma­bil­inu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 eða frá því að lög um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins tóku gildi.

Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, við fyr­ir­spurn frá Jóni Þór Ólafs­syni um börn sem vísað hefur verið úr landi.

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að af þessum börnum hafi mik­ill meiri hluti verið í fylgd með for­eldrum sín­um. Þá segir að afar umfangs­mikið verk sé að gera grein fyrir rök­stuðn­ingi í hverju og einu máli enda sé hvert mál metið með til­liti til aðstæðna hvers og eins.

Auglýsing

Eft­ir­fylgni með börn­unum fellur utan valds­viðs íslenskra stjórn­valda

„Börn eins og aðrir sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi fá skrif­lega rök­studda ákvörðun í máli sínu frá Útlend­inga­stofnun og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála. Við fram­kvæmd laga um útlend­inga er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að tryggja ein­ingu fjöl­skyld­unnar og almennt hefur verið lagt til grund­vallar að hags­munum barns sé best borgið með því að hún sé tryggð,“ segir í svari ráð­herra.

Þá kemur fram að Útlend­inga­stofn­un, og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála, meti hvað barni sé fyrir bestu þegar tekin er ákvörðun um alþjóð­lega vernd hér á landi. Við það mat beri að líta til mögu­leika barns á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu, öryggis þess, vel­ferðar og félags­legs þroska. Hafi verið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að barn upp­fylli ekki skil­yrði þess að fá alþjóð­lega vernd hér á landi og að hags­munum barns­ins sé ekki stefnt í hættu með því að það fylgi for­eldri eða for­eldrum sínum aftur til heima­lands þeirra eða ann­ars ríkis sem þau hafa heim­ild til dvalar sé tekin ákvörðun um að vísa barn­inu frá land­inu í fylgd for­eldris eða for­eldra þess.

Jón Þór spurði jafn­framt hvaða upp­lýs­ingar stjórn­völd eða stofn­anir þeirra hefðu um afdrif þess­ara barna til að meta hvort brott­vís­unin hefði verið barni fyrir bestu. Í svar­inu kemur fram að frek­ari eft­ir­fylgni með börnum eftir að þau hafa verið flutt frá land­inu falli utan valds­viðs íslenskra stjórn­valda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent