317 börn yfirgefið Ísland eftir synjun stjórnvalda á sex árum

Á tímabilinu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 yfirgáfu 317 börn, sem sótt höfðu um alþjóðlega vernd, landið í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda þess efnis að synja þeim um efnismeðferð eða synja þeim um vernd í kjölfar efnislegrar meðferðar.

barn
Auglýsing

Rúm­lega þrjú hund­ruð börn, sem sótt höfðu um alþjóð­lega vernd, hafa yfir­gefið Ísland í kjöl­far ákvörð­unar stjórn­valda þess efnis að synja þeim um efn­is­með­ferð eða synja þeim um vernd í kjöl­far efn­is­legrar með­ferðar á tíma­bil­inu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 eða frá því að lög um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins tóku gildi.

Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, við fyr­ir­spurn frá Jóni Þór Ólafs­syni um börn sem vísað hefur verið úr landi.

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að af þessum börnum hafi mik­ill meiri hluti verið í fylgd með for­eldrum sín­um. Þá segir að afar umfangs­mikið verk sé að gera grein fyrir rök­stuðn­ingi í hverju og einu máli enda sé hvert mál metið með til­liti til aðstæðna hvers og eins.

Auglýsing

Eft­ir­fylgni með börn­unum fellur utan valds­viðs íslenskra stjórn­valda

„Börn eins og aðrir sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi fá skrif­lega rök­studda ákvörðun í máli sínu frá Útlend­inga­stofnun og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála. Við fram­kvæmd laga um útlend­inga er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að tryggja ein­ingu fjöl­skyld­unnar og almennt hefur verið lagt til grund­vallar að hags­munum barns sé best borgið með því að hún sé tryggð,“ segir í svari ráð­herra.

Þá kemur fram að Útlend­inga­stofn­un, og eftir atvikum kæru­nefnd útlend­inga­mála, meti hvað barni sé fyrir bestu þegar tekin er ákvörðun um alþjóð­lega vernd hér á landi. Við það mat beri að líta til mögu­leika barns á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu, öryggis þess, vel­ferðar og félags­legs þroska. Hafi verið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að barn upp­fylli ekki skil­yrði þess að fá alþjóð­lega vernd hér á landi og að hags­munum barns­ins sé ekki stefnt í hættu með því að það fylgi for­eldri eða for­eldrum sínum aftur til heima­lands þeirra eða ann­ars ríkis sem þau hafa heim­ild til dvalar sé tekin ákvörðun um að vísa barn­inu frá land­inu í fylgd for­eldris eða for­eldra þess.

Jón Þór spurði jafn­framt hvaða upp­lýs­ingar stjórn­völd eða stofn­anir þeirra hefðu um afdrif þess­ara barna til að meta hvort brott­vís­unin hefði verið barni fyrir bestu. Í svar­inu kemur fram að frek­ari eft­ir­fylgni með börnum eftir að þau hafa verið flutt frá land­inu falli utan valds­viðs íslenskra stjórn­valda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent