Gisting í gegnum Airbnb dregist saman um 18 prósent

Gisting í gegnum Airbnb og sambærilegar síður dróst saman um 18 prósent á milli ára í apríl síðastliðnum. Gistinóttum á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði hins vegar um 9,5 prósent á milli ára en dróst saman um 14 prósent á hótelum á höfuðborgarsvæðinu.

7DM_3123_raw_170615.jpg  húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Gist­ing í gegn­um A­ir­bn­b og svip­aðar síður í a­príl síð­ast­liðn­um dróst saman um 18 pró­sent frá því í sama mán­uði árið á und­an. Gistin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði einnig á milli ára eða um 14,3 pró­sent. Þá dróst heild­ar­fjöld­i g­istin­átta í apríl saman um 6 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum bráða­brigða­tölum Hag­stofu Íslands um fjölda g­istin­átta. 

Hót­elgist­ing á höf­uð­borg­ar­svæð­inu dreg­ist saman um 14 pró­sent 

Gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 504.000 í apríl síð­ast­liðn­um, en þær voru um 536.000 í sama mán­uði árið 2018. Í hót­elum og gisti­heim­ilum var sam­dráttur saman um 3,7 pró­sent og 2,5 pró­sent fækkun á öðrum teg­unda gisti­staða. 

Gistinætur á hót­elum í apríl voru 254.400 sem er 5 pró­sent fækkun frá sama mán­uði árið áður. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði gistnóttum í hót­elum um 25.100 eða um alls 14,3 pró­sent á milli ára. G­istin­óttum fjölg­aði aftur á móti í öllum öðrum lands­hlut­u­m og nam fjölgun á lands­byggð­inn­i 9,5 pró­sent­um. Á Aust­ur­landi jókst hót­elgist­ing um 57 pró­sent á milli ára. 

Mynd Hagstofan

Her­bergj­a­nýt­ing dreg­ist saman um 5,7 pró­sent á sama tíma og fram­boð jókst um 5,6 pró­sent

Í apríl síð­ast­liðnum voru 56 pró­sent allra hót­elgistin­átta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í heild­ina var her­bergj­a­nýt­ing í apríl 2019 var 48,6 pró­sent, sem er lækkun um 5,7 pró­sentu­stig frá apríl 2018 þegar hún var um 54,4 pró­sent. Nýt­ingin í apríl var best á Suð­ur­nesjum, eða 58,9 pró­sent. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 5,6 pró­sent mælt í fjölda herbergja. 

Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru með flest­ir g­istinæt­ur hér á landi eða alls 66.100 í apríl 2018, þar á eftir koma Bretar og Þjóð­verjar en gistinætur Íslend­inga vor­u 36.400. Þá voru gistinætur erlendra ferða­manna í íbúða­gist­ingu, far­fugla­heim­il­um, tjald­svæðum og þess háttar voru um 87.000 og um 80.000 í gegnum vef­síður á borð við A­ir­bnb. Gistin­ótt­u­m ­gegnum Air­bnb og svip­aðar síður fækkði um 18 pró­sent á milli ára.

Óskráðum og leyf­­is­­lausum gist­i­­stöðum fækkað um  30 pró­­sent 

­Mikil aukn­ing hefur orðið á fjöldi ábend­inga um ólög­lega heimagist­ingu í kjöl­far efl­ingu Heimagist­ing­ar­vakt­ar­innar með fjár­veit­ingu ferða­mála­ráð­herra í júní 2018. Vakt­inni hefur borist yfir 3000 ábend­ingar um óleyf­i­­lega heimagist­ingu síðan í sum­ar. Þá hafa 59 mál verið send lög­­­reglu til rann­­sóknar og 61 máli verið lokið með stjórn­­­valds­­sektum en fyr­ir­hug­aðar og á­lagð­­ar­ ­­stjórn­­­valds­­sektir nema tæp­­lega 100 millj­­ónum króna. 

Á árinu 2017 var áætlað að 80 pró­­sent íbúða í skamm­­tíma­­leigu væru starf­­ræktar án til­­skil­inna leyfa eða skrán­ing­­ar. Í sam­tali við Frétta­­blaðið fyrr í mán­uð­inum sagði Sýslu­­maður að hann áæt­laði að óskráðum og leyf­­is­­lausum gist­i­­stöðum hafi fækkað um meira en 30 pró­­sent frá því að átakið hófst síð­­asta sum­­­ar. Sýslu­­maður áætlar þó að um helm­ingur allrar skamm­­tíma­­leigu fari enn fram hér á landi án til­­skil­inna leyfa eða skrán­ing­­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent