Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin

Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.

Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Auglýsing

Umsóknir um alþjóð­lega vernd voru 867 á síð­asta ári, sam­kvæmt Útlend­inga­stofn­un, og fjölg­aði um 67 milli ára en flestir umsækj­endur komu frá Venes­ú­ela og Írak. Hlut­falls­lega voru umsóknir um vernd flestar á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Fram kemur að afgreiddum umsóknum hafi fjölgað um 42 pró­sent miðað við árið á und­an, óaf­greiddum umsóknum fækkað um 37 pró­sent frá árs­byrjun auk þess sem máls­með­ferð­ar­tími hafi styst veru­lega eftir því sem leið á árið.

531 ein­stak­lingur fékk alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum

Þá segir að fjöldi ein­stak­linga sem Útlend­inga­stofnun veitti vernd hafi aldrei verið meiri á einu ári sem skýrist af því hve stór hluti umsækj­enda hafði þörf fyrir vernd og hve mörg mál hafi tek­ist að afgreiða. Til við­bótar við þá 376 ein­stak­linga, sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu hjá Útlend­inga­stofn­un, hafi sam­tals 155 ein­stak­lingar fengið veitta alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála, sem aðstand­endur flótta­manna hér á landi eftir umsókn til Útlend­inga­stofn­unar eða sem kvótaflótta­menn í boði íslenskra stjórn­valda.

Í heild fengu því 531 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum hér á landi árið 2019.

Auglýsing

Fæstar umsóknir í Dan­mörku og Nor­egi

Í sam­an­burði við Norð­ur­löndin voru umsóknir um alþjóð­lega vernd hlut­falls­lega flestar á Íslandi, eða 24 á hverja 10.000 íbúa. Næst­flestar voru þær í Sví­þjóð, eða 22 á hverja 10.000 íbúa. Mun færri umsóknir voru lagðar fram í Finn­landi og fæstar í Dan­mörku og Nor­egi, sem hlut­fall af íbúa­fjölda, sam­kvæmt Útlend­inga­stofn­un. 

Tæpur fimmt­ungur umsókna um vernd hér á landi kom frá rík­is­borg­urum ríkja á lista yfir örugg upp­runa­ríki og er það nokkur fækkun borið saman við árið á undan en þó einkum árin tvö þar á und­an, þegar rúmur helm­ingur umsækj­enda kom frá öruggum upp­runa­ríkj­um, segir í til­kynn­ing­unni. Umsóknum frá öðrum en öruggum upp­runa­ríkjum fjölg­aði hins vegar á sama tíma og voru 720 á árinu.

Stærstu hópar umsækj­enda komu frá Venes­ú­ela, eða 180, og Írak, eða 137, en fjöl­menn­astir þar á eftir voru Níger­íu­menn, Afganar og Alb­an­ir. Um helm­ingur allra umsækj­enda voru karl­ar, fjórð­ungur konur og fjórð­ungur börn.

270 ein­stak­lingar bíða eftir nið­ur­stöðu 

Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun afgreiddi hún 1.123 umsóknir um alþjóð­lega vernd árið 2019, sam­an­borið við 790 afgreidd mál árið 2018. Þessi mikla aukn­ing í afköst­um, sem er 42 pró­sent, skýrist fyrst og fremst af fjölgun starfs­manna í mála­vinnslu og auk­inni áherslu á þjálfun og innra skipu­lag á vernd­ar­sviði. „Þessar for­sendur réðu því að þegar breyt­ing varð á sam­setn­ingu umsækj­enda eftir mitt ár, með fjölgun umsókna frá rík­is­borg­urum Venes­ú­ela, gat stofn­unin brugð­ist hratt við og afgreitt umsókn­irnar í for­gangs­með­ferð jafn­óð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Þá kemur fram að í upp­hafi árs­ins 2020 hafi 270 ein­stak­lingar beðið eftir nið­ur­stöðu umsókna sinna um alþjóð­lega vernd hjá Útlend­inga­stofn­un, flestir frá Írak og Venes­ú­ela. Það séu færri mál en voru óaf­greidd í upp­hafi árs 2019 þegar 430 ein­stak­lingar biðu eftir nið­ur­stöðu í mál sitt hjá stofn­un­inni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent