Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.

Kristján Þór Júlíusson - Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 22/01/20
Auglýsing

„Ég er sam­mála þér í því að við værum komin inn á hættu­lega braut ef til dæmis bóndi gæti ekki verið land­bún­að­ar­ráð­herra,“ sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, i svari við spurn­ingu Óla Björns Kára­son­ar, sam­flokks­manns hans og nefnd­ar­manns í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, um hvort að það væri hættu­legt ef að þátt­tak­endur í við­skipta­líf­inu gætu ekki síðar sest á þing og tekið þátt í laga­setn­ing­u. 

­Sam­skiptin áttu sér stað á opnum fundi í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd í morgun þar sem frum­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs til sinna sínum störfum vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Áður hafði Krist­ján Þór meðal ann­ars verið spurður af Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, for­manni nefnd­ar­innar og þing­manni Pírata, um almennt hæfi sitt til að koma til dæmis að ákvörð­unum um laga­setn­ingu og fram­fylgd laga um stjórn fisk­veiða sem snúa að svoköll­uðu kvóta­þaki. 

Þau lög, eins og þau eru í dag, segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en tólf pró­sent af úthlut­uðum heild­ar­kvóta hverju sinni. Til að telj­ast tengdur aðili þarf að eiga meiri­hluta í öðru félag­i. 

Sam­herji og Síld­ar­vinnslan

Grun­semdir hafa lengi verið um að farið sé á svig við þetta ákvæði laga. Þekktasta og umdeildasta dæmið teng­ist Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unni. Eig­endur þess fyrr­nefnda eiga, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni og eru þar með eins lítið undir meiri­hluta­hlut­fall­inu og hægt er að vera. Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn aðal­eig­andi Sam­herja og fyrr­ver­andi for­stjóri þess fyr­ir­tæk­is,  var árum saman for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar á sama tíma, þangað til að hann sagði af sér báðum störf­um, að minnsta kosti tíma­bund­ið, eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í fyrra­haust. For­svars­menn Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar hafa hins vegar ætið svarið af sér að um tengda aðila væri að ræða. 

Auglýsing
Ástæðan er sú að ef Sam­herji og Síld­ar­vinnslan væru flokk­aðir sem tengdir aðilar væru þeir komnir langt yfir það 12 pró­sent kvóta­há­mark sem eitt íslenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eða sam­stæða, má halda á. 

Í sept­em­ber 2019 var Sam­herji með 7,1 pró­­sent kvót­ans. Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem er í 100 pró­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­sent kvót­ans og Sæból fjár­fest­inga­fé­lag heldur á 0,64 pró­sent hans. Síld­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­deild þess­­ara aðila er því rúm­lega 16,6 pró­­sent, eða langt yfir lög­bundnu hámarki. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að þegar Sam­herji kynnti sam­stæðu sína erlendis þá var Síld­ar­vinnslan kynnt sem upp­sjáv­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti vegna Sam­herj­a­máls­ins. 

Telur sig ekki van­hæfan

Þór­hildur Sunna spurði Krist­ján Þór, í ljósi þess að lík­lega væri Sam­herji eitt af tveimur fyr­ir­tækjum sem gæti verið nálægt því að vera yfir kvóta­þak­inu, og í ljósi þess að það gæti komið í hlut ráð­herra að taka ákvörðun um hvort að leggja eigi til að lækka þak­ið, hvernig hann myndi þá standa að hags­muna­mati sínu gagn­vart Sam­herj­a. 

Krist­ján Þór sagði að við vinnu verk­efna­stjórar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni, sem skipuð var í mars í fyrra, hefði Skatt­ur­inn lagt mat á það hvort ein­hvern fyr­ir­tæki hefðu farið yfir kvóta­þak. Nið­ur­staða þeirrar ákvörð­unar hafi verið að ekk­ert fyr­ir­tæki væri yfir þak­in­u. 

„Það er ekki á valdsviði ráð­herra, og ég vona að það verði aldrei, að taka ákvörðun um hlut­deild ein­hvers fyr­ir­tæk­is,“ sagði Krist­ján Þór. Það væri  Fiski­stofu að ákveða fram­fylgd laga sem lög­gjaf­inn set­ur. Þar af leið­andi væri það ein­ungis Alþingi sem geti breytt þeirri reglu. 

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hann um hæfi til þess að taka þátt í með­ferð und­ir­bún­ings frum­varps um úthlutun mak­ríl­kvóta í fyrra­vor, og atkvæða­greiðslu um málið á þing­inu þegar það var sam­þykkt, í ljósi þess að Sam­herji átti þar undir gríð­ar­lega mikla fjár­hags­lega hags­muni, enda fyr­ir­tæki innan sam­stæðu Sam­herj­a/­Síld­ar­vinnsl­unnar mjög umsvifa­mikil í mak­ríl­veið­um.

Krist­ján Þór sagði að hæf­is­reglur stjórn­sýsl­unnar giltu ein­fald­lega ekki um slíka aðkomu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent