Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.

Kristján Þór Júlíusson - Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 22/01/20
Auglýsing

„Ég er sammála þér í því að við værum komin inn á hættulega braut ef til dæmis bóndi gæti ekki verið landbúnaðarráðherra,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, i svari við spurningu Óla Björns Kárasonar, samflokksmanns hans og nefndarmanns í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um hvort að það væri hættulegt ef að þátttakendur í viðskiptalífinu gætu ekki síðar sest á þing og tekið þátt í lagasetningu. 

Samskiptin áttu sér stað á opnum fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í morgun þar sem frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Kristjáns Þórs til sinna sínum störfum vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Áður hafði Kristján Þór meðal annars verið spurður af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Pírata, um almennt hæfi sitt til að koma til dæmis að ákvörðunum um lagasetningu og framfylgd laga um stjórn fiskveiða sem snúa að svokölluðu kvótaþaki. 

Þau lög, eins og þau eru í dag, segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum heildarkvóta hverju sinni. Til að teljast tengdur aðili þarf að eiga meirihluta í öðru félagi. 

Samherji og Síldarvinnslan

Grunsemdir hafa lengi verið um að farið sé á svig við þetta ákvæði laga. Þekktasta og umdeildasta dæmið tengist Samherja og Síldarvinnslunni. Eigendur þess fyrrnefnda eiga, beint og óbeint, 49,9 prósent í Síldarvinnslunni og eru þar með eins lítið undir meirihlutahlutfallinu og hægt er að vera. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn aðaleigandi Samherja og fyrrverandi forstjóri þess fyrirtækis,  var árum saman forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar á sama tíma, þangað til að hann sagði af sér báðum störfum, að minnsta kosti tímabundið, eftir að Samherjamálið kom upp í fyrrahaust. Forsvarsmenn Samherja og Síldarvinnslunnar hafa hins vegar ætið svarið af sér að um tengda aðila væri að ræða. 

Auglýsing
Ástæðan er sú að ef Samherji og Síldarvinnslan væru flokkaðir sem tengdir aðilar væru þeir komnir langt yfir það 12 prósent kvótahámark sem eitt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, eða samstæða, má halda á. 

Í september 2019 var Sam­herji með 7,1 pró­sent kvót­ans. Útgerðarfélag Akureyrar, sem er í 100 prósent eigu Samherja, heldur svo á 1,3 prósent kvótans og Sæból fjárfestingafélag heldur á 0,64 prósent hans. Síld­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­sent allra afla­heim­ilda og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Berg­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­deild þess­ara aðila er því rúmlega 16,6 pró­sent, eða langt yfir lögbundnu hámarki. 

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu 20. nóvember síðastliðinn að þegar Samherji kynnti samstæðu sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Þetta sýndu glærukynningar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wikileaks birti vegna Samherjamálsins. 

Telur sig ekki vanhæfan

Þórhildur Sunna spurði Kristján Þór, í ljósi þess að líklega væri Samherji eitt af tveimur fyrirtækjum sem gæti verið nálægt því að vera yfir kvótaþakinu, og í ljósi þess að það gæti komið í hlut ráðherra að taka ákvörðun um hvort að leggja eigi til að lækka þakið, hvernig hann myndi þá standa að hagsmunamati sínu gagnvart Samherja. 

Kristján Þór sagði að við vinnu verkefnastjórar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni, sem skipuð var í mars í fyrra, hefði Skatturinn lagt mat á það hvort einhvern fyrirtæki hefðu farið yfir kvótaþak. Niðurstaða þeirrar ákvörðunar hafi verið að ekkert fyrirtæki væri yfir þakinu. 

„Það er ekki á valdsviði ráðherra, og ég vona að það verði aldrei, að taka ákvörðun um hlutdeild einhvers fyrirtækis,“ sagði Kristján Þór. Það væri  Fiskistofu að ákveða framfylgd laga sem löggjafinn setur. Þar af leiðandi væri það einungis Alþingi sem geti breytt þeirri reglu. 

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hann um hæfi til þess að taka þátt í meðferð undirbúnings frumvarps um úthlutun makrílkvóta í fyrravor, og atkvæðagreiðslu um málið á þinginu þegar það var samþykkt, í ljósi þess að Samherji átti þar undir gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni, enda fyrirtæki innan samstæðu Samherja/Síldarvinnslunnar mjög umsvifamikil í makrílveiðum.

Kristján Þór sagði að hæfisreglur stjórnsýslunnar giltu einfaldlega ekki um slíka aðkomu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent