Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.

Kristján Þór Júlíusson - Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 22/01/20
Auglýsing

„Ég er sam­mála þér í því að við værum komin inn á hættu­lega braut ef til dæmis bóndi gæti ekki verið land­bún­að­ar­ráð­herra,“ sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, i svari við spurn­ingu Óla Björns Kára­son­ar, sam­flokks­manns hans og nefnd­ar­manns í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, um hvort að það væri hættu­legt ef að þátt­tak­endur í við­skipta­líf­inu gætu ekki síðar sest á þing og tekið þátt í laga­setn­ing­u. 

­Sam­skiptin áttu sér stað á opnum fundi í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd í morgun þar sem frum­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs til sinna sínum störfum vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Áður hafði Krist­ján Þór meðal ann­ars verið spurður af Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, for­manni nefnd­ar­innar og þing­manni Pírata, um almennt hæfi sitt til að koma til dæmis að ákvörð­unum um laga­setn­ingu og fram­fylgd laga um stjórn fisk­veiða sem snúa að svoköll­uðu kvóta­þaki. 

Þau lög, eins og þau eru í dag, segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en tólf pró­sent af úthlut­uðum heild­ar­kvóta hverju sinni. Til að telj­ast tengdur aðili þarf að eiga meiri­hluta í öðru félag­i. 

Sam­herji og Síld­ar­vinnslan

Grun­semdir hafa lengi verið um að farið sé á svig við þetta ákvæði laga. Þekktasta og umdeildasta dæmið teng­ist Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unni. Eig­endur þess fyrr­nefnda eiga, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni og eru þar með eins lítið undir meiri­hluta­hlut­fall­inu og hægt er að vera. Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn aðal­eig­andi Sam­herja og fyrr­ver­andi for­stjóri þess fyr­ir­tæk­is,  var árum saman for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar á sama tíma, þangað til að hann sagði af sér báðum störf­um, að minnsta kosti tíma­bund­ið, eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í fyrra­haust. For­svars­menn Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar hafa hins vegar ætið svarið af sér að um tengda aðila væri að ræða. 

Auglýsing
Ástæðan er sú að ef Sam­herji og Síld­ar­vinnslan væru flokk­aðir sem tengdir aðilar væru þeir komnir langt yfir það 12 pró­sent kvóta­há­mark sem eitt íslenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eða sam­stæða, má halda á. 

Í sept­em­ber 2019 var Sam­herji með 7,1 pró­­sent kvót­ans. Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem er í 100 pró­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­sent kvót­ans og Sæból fjár­fest­inga­fé­lag heldur á 0,64 pró­sent hans. Síld­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­deild þess­­ara aðila er því rúm­lega 16,6 pró­­sent, eða langt yfir lög­bundnu hámarki. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að þegar Sam­herji kynnti sam­stæðu sína erlendis þá var Síld­ar­vinnslan kynnt sem upp­sjáv­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti vegna Sam­herj­a­máls­ins. 

Telur sig ekki van­hæfan

Þór­hildur Sunna spurði Krist­ján Þór, í ljósi þess að lík­lega væri Sam­herji eitt af tveimur fyr­ir­tækjum sem gæti verið nálægt því að vera yfir kvóta­þak­inu, og í ljósi þess að það gæti komið í hlut ráð­herra að taka ákvörðun um hvort að leggja eigi til að lækka þak­ið, hvernig hann myndi þá standa að hags­muna­mati sínu gagn­vart Sam­herj­a. 

Krist­ján Þór sagði að við vinnu verk­efna­stjórar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni, sem skipuð var í mars í fyrra, hefði Skatt­ur­inn lagt mat á það hvort ein­hvern fyr­ir­tæki hefðu farið yfir kvóta­þak. Nið­ur­staða þeirrar ákvörð­unar hafi verið að ekk­ert fyr­ir­tæki væri yfir þak­in­u. 

„Það er ekki á valdsviði ráð­herra, og ég vona að það verði aldrei, að taka ákvörðun um hlut­deild ein­hvers fyr­ir­tæk­is,“ sagði Krist­ján Þór. Það væri  Fiski­stofu að ákveða fram­fylgd laga sem lög­gjaf­inn set­ur. Þar af leið­andi væri það ein­ungis Alþingi sem geti breytt þeirri reglu. 

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hann um hæfi til þess að taka þátt í með­ferð und­ir­bún­ings frum­varps um úthlutun mak­ríl­kvóta í fyrra­vor, og atkvæða­greiðslu um málið á þing­inu þegar það var sam­þykkt, í ljósi þess að Sam­herji átti þar undir gríð­ar­lega mikla fjár­hags­lega hags­muni, enda fyr­ir­tæki innan sam­stæðu Sam­herj­a/­Síld­ar­vinnsl­unnar mjög umsvifa­mikil í mak­ríl­veið­um.

Krist­ján Þór sagði að hæf­is­reglur stjórn­sýsl­unnar giltu ein­fald­lega ekki um slíka aðkomu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent