Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.

Kristján Þór Júlíusson - Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 22/01/20
Auglýsing

„Ég hef engra hags­muna að gæta gagn­vart þessu fyr­ir­tæki,“ sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra á opnum fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í morgun þar sem frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi hans til sinna sínum störfum vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Krist­ján Þór sagði að einu tengsl sín við fyr­ir­tækið nú væri vin­átta við Þor­stein Má Bald­vins­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja og einn aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, sem steig tíma­bundið til hliðar úr for­stjóra­stóli eftir opin­berum fjöl­miðla á athæfi Sam­herja í Namib­íu, þar sem fyr­ir­tækið er grunað um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að fisk­veiði­kvóta. Sam­herji er einnig grun­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu. Mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins eru til rann­sóknar í Namib­íu, Angóla, Í Nor­egi og á Ísland­i. 

Krist­ján Þór sagði að það gæti verið erfitt að greina á milli þess hvenær maður er að tala við vin og hvenær maður er að tala við for­svars­mann fyr­ir­tæk­is. Þetta væri einn og sami mað­ur­inn. Hann teldi það hluta af minni athafna­skyldu sem ráð­herra að koma sjón­ar­miðum á fram­færi þegar mál koma upp sem gætu skaðað orð­spor íslensks sjáv­ar­út­vegs. Á þeim for­sendum hefði hann sett sig í sam­band sím­leiðis við Þor­stein Má þegar mál­efni Sam­herja komust í hámæli. Það sím­tal, þar sem Krist­ján Þór spurði Þor­stein Má meðal ann­ars hvernig hann hefði það, hefur verið harð­lega gagn­rýnt af mörg­um, meðal ann­ars af þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt hefur þetta verið ofar­lega í huga mér, vegna minna fyrri starfa,“ sagði Krist­ján Þór á fund­inum í morg­un. Hann rifj­aði upp að hann hefði sýnt frum­kvæði af því að birta upp­lýs­ingar um tengsl sín við Sam­herja þegar hann tók við emb­ætti ráð­herra í des­em­ber 2017, en Krist­ján Þór var meðal ann­ars stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins um tíma fyrir tæpum tveimur ára­tug­um. 

„Al­menna hæf­ið, í mínum huga, það er eng­inn vafi um það,“ sagði Krist­ján Þór þegar Andrés Ingi Jóns­son, nefnd­ar­maður í nefnd­inni, spurði hann um hæfi hans til að taka ákvarð­anir um sjáv­ar­út­veg í heild sinni. Hann teldi sig vera hæfan til að taka slíkar ákvarð­an­ir. 

Frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi

For­­saga máls­ins er sú að þrír þing­­menn sam­­þykktu á fundi stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar þann 6. des­em­ber síð­­ast­lið­inn að hefja frum­­kvæð­is­at­hugun á því hvernig Krist­ján Þór myndi láta meta hæfi sitt vegna tengsla sinna við útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Sam­herja og hvort til­­efni hefði verið fyrir slíkri athugun í ráð­herra­­tíð hans. 

Auglýsing
[Þing­menn­irnir sem sam­­þykktu að hefja athug­un­ina eru Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, Guð­­mundur Andri Thor­s­­son og Andrés Ingi Jóns­­son sem nú er óháður þing­­mað­­ur. Þing­­menn meiri­hlut­ans í nefnd­inni gagn­rýndu aftur á móti til­­lög­una og töldu rétt­­ast að ráð­herra væri fyrst gefið færi á að útskýra mál sitt.

Fram kom í fréttum um málið að Þór­hildur Sunna yrði ekki með fram­­sögu máls­ins heldur Líneik Anna. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að það hefði ekki verið vilji til þess hjá meiri­hluta nefnd­­ar­innar að hún hefði fram­­sögu um mál­ið. „Þeim finnst ég hafa gert upp hug minn varð­andi það hvort ráð­herr­ann sé van­hæf­­ur.“ Hún lagði til að Andrés yrði fram­­sög­u­­maður en á það féllst meiri­hlut­inn heldur ekki.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið svar­aði spurn­ingum stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar fyrr í þess­ari viku. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV að þau svör væru ekki nægj­an­leg. Krist­ján Þór var því boð­aður á fund nefnd­ar­innar til að gefa nefnd­ar­mönnum frek­ari upp­lýs­ingar um hæfi sitt í málum sem tengj­ast Sam­herj­a. 

Þegar vikið sæti í ákveðnum málum

Greint var frá því 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Þess í stað var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, myndi fara með mál­in. 

Krist­ján Þór sagði á fund­inum í morgun að ástæða þess að hann hefði óskað þess að víkja sæti við kæru­með­ferð þeirra mála sem greint hafi verið frá væri ekki síst sá að það skipti ekki síst máli að sá sem tekur ákvörð­unin lítur á sitt hæfi heldur líka hvernig hún horfir við borg­ur­un­um.

Hann muni áfram meta hæfi sitt í hverju til­viki ef mál tengd Sam­herja koma aftur upp.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent