Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.

Kristján Þór Júlíusson - Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 22/01/20
Auglýsing

„Ég hef engra hags­muna að gæta gagn­vart þessu fyr­ir­tæki,“ sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra á opnum fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í morgun þar sem frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi hans til sinna sínum störfum vegna tengsla sinna við Sam­herja.

Krist­ján Þór sagði að einu tengsl sín við fyr­ir­tækið nú væri vin­átta við Þor­stein Má Bald­vins­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja og einn aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, sem steig tíma­bundið til hliðar úr for­stjóra­stóli eftir opin­berum fjöl­miðla á athæfi Sam­herja í Namib­íu, þar sem fyr­ir­tækið er grunað um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að fisk­veiði­kvóta. Sam­herji er einnig grun­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu. Mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins eru til rann­sóknar í Namib­íu, Angóla, Í Nor­egi og á Ísland­i. 

Krist­ján Þór sagði að það gæti verið erfitt að greina á milli þess hvenær maður er að tala við vin og hvenær maður er að tala við for­svars­mann fyr­ir­tæk­is. Þetta væri einn og sami mað­ur­inn. Hann teldi það hluta af minni athafna­skyldu sem ráð­herra að koma sjón­ar­miðum á fram­færi þegar mál koma upp sem gætu skaðað orð­spor íslensks sjáv­ar­út­vegs. Á þeim for­sendum hefði hann sett sig í sam­band sím­leiðis við Þor­stein Má þegar mál­efni Sam­herja komust í hámæli. Það sím­tal, þar sem Krist­ján Þór spurði Þor­stein Má meðal ann­ars hvernig hann hefði það, hefur verið harð­lega gagn­rýnt af mörg­um, meðal ann­ars af þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt hefur þetta verið ofar­lega í huga mér, vegna minna fyrri starfa,“ sagði Krist­ján Þór á fund­inum í morg­un. Hann rifj­aði upp að hann hefði sýnt frum­kvæði af því að birta upp­lýs­ingar um tengsl sín við Sam­herja þegar hann tók við emb­ætti ráð­herra í des­em­ber 2017, en Krist­ján Þór var meðal ann­ars stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins um tíma fyrir tæpum tveimur ára­tug­um. 

„Al­menna hæf­ið, í mínum huga, það er eng­inn vafi um það,“ sagði Krist­ján Þór þegar Andrés Ingi Jóns­son, nefnd­ar­maður í nefnd­inni, spurði hann um hæfi hans til að taka ákvarð­anir um sjáv­ar­út­veg í heild sinni. Hann teldi sig vera hæfan til að taka slíkar ákvarð­an­ir. 

Frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi

For­­saga máls­ins er sú að þrír þing­­menn sam­­þykktu á fundi stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar þann 6. des­em­ber síð­­ast­lið­inn að hefja frum­­kvæð­is­at­hugun á því hvernig Krist­ján Þór myndi láta meta hæfi sitt vegna tengsla sinna við útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Sam­herja og hvort til­­efni hefði verið fyrir slíkri athugun í ráð­herra­­tíð hans. 

Auglýsing
[Þing­menn­irnir sem sam­­þykktu að hefja athug­un­ina eru Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, Guð­­mundur Andri Thor­s­­son og Andrés Ingi Jóns­­son sem nú er óháður þing­­mað­­ur. Þing­­menn meiri­hlut­ans í nefnd­inni gagn­rýndu aftur á móti til­­lög­una og töldu rétt­­ast að ráð­herra væri fyrst gefið færi á að útskýra mál sitt.

Fram kom í fréttum um málið að Þór­hildur Sunna yrði ekki með fram­­sögu máls­ins heldur Líneik Anna. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að það hefði ekki verið vilji til þess hjá meiri­hluta nefnd­­ar­innar að hún hefði fram­­sögu um mál­ið. „Þeim finnst ég hafa gert upp hug minn varð­andi það hvort ráð­herr­ann sé van­hæf­­ur.“ Hún lagði til að Andrés yrði fram­­sög­u­­maður en á það féllst meiri­hlut­inn heldur ekki.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið svar­aði spurn­ingum stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar fyrr í þess­ari viku. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV að þau svör væru ekki nægj­an­leg. Krist­ján Þór var því boð­aður á fund nefnd­ar­innar til að gefa nefnd­ar­mönnum frek­ari upp­lýs­ingar um hæfi sitt í málum sem tengj­ast Sam­herj­a. 

Þegar vikið sæti í ákveðnum málum

Greint var frá því 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Þess í stað var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, myndi fara með mál­in. 

Krist­ján Þór sagði á fund­inum í morgun að ástæða þess að hann hefði óskað þess að víkja sæti við kæru­með­ferð þeirra mála sem greint hafi verið frá væri ekki síst sá að það skipti ekki síst máli að sá sem tekur ákvörð­unin lítur á sitt hæfi heldur líka hvernig hún horfir við borg­ur­un­um.

Hann muni áfram meta hæfi sitt í hverju til­viki ef mál tengd Sam­herja koma aftur upp.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent