Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar

737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.

Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar sínar í flugi félagsins háannatíma næsta sumar. Í desember sendi Icelandair frá sér tilkynningu þar sem sagt var að félagið gerði ráð fyrir að geta notast við vélarnar í maí 2020, og þar með yfir sumarmánuðina þegar eftirspurn er mest.

Í gær greindi Boeing hins vegar frá því að flugvélaframleiðandinn reikni ekki með því að kyrrsetningu 737 Max-vélanna verði aflétt fyrr en um mitt ár. Í kjölfarið þarf að hefjast þjálfun áhafna að nýju og ýmsar prófanir áður en að eigendur vélanna mega fara að nota þær. Í ljósi þessa blasti við að Icelandair, sem hafði gert ráð fyrir að nota níu 737 Max-vélar í leiðakerfi sínu í sumar, mun ekki geta flogið þeim vélum.

Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallar Íslands í nótt segir að vegna ráðstafana sem félagið hafi þegar gripið til verði áhrif á útgefna flugáætlun félagsins óveruleg. „Ástæður þess eru að hún var sett upp með það að leiðarljósi að takmarka áhrif frekari tafa á afléttingu kyrrsetningarinnar. Búið er að leigja inn þrjár Boeing 737-800 vélar og ákveðnum fjölda Boeing 757 véla verður haldið lengur í flota félagsins en áður hafði verið gert ráð fyrir. 

Auglýsing

Ljóst er að fjárhagsleg áhrif áframhaldandi kyrrsetningar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofangreindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu viðbótar véla með meiri fyrirvara nú en árið 2019 og leigukjör því mun hagstæðari. Áhafnir Icelandair munu jafnframt fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru inn með skömmum fyrirvara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tækifæri til að skipuleggja rekstur sinn með þessa sviðsmynd í huga.”

Í tilkynningunni segir enn fremur að áhersla Icelandair á þessu ári verði líkt og á því síðasta á ferðamannamarkaðinn til Íslands. „Félagið gerir ráð fyrir að flytja að lágmarki jafnmarga farþega til Íslands á árinu 2020 og árið 2019.

Icelandair Group og Boeing hafa tvívegis gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur. Viðræður um frekari skaðabætur standa yfir og stefnir Icelandair Group að því að fá allt tjón vegna MAX kyrrsetningarinnar bætt.”


Kjarn­inn greindi frá því í desember að Boeing hafi tíma­bundið hætt fram­leiðslu á 737 Max vél­un­um, meðal ann­ars vegna óvissu um hvenær kyrrsetningu þeirra yrði aflétt.


Ástæðan fyrir kyrr­­setn­ing­unni eru flug­­slys í Indónesíu 29. októ­ber 2018 og í Eþíópíu 13. mars 2019, en í þeim lét­ust allir um borð, sam­tals 346. Frum­n­ið­­ur­­stöður rann­­sókna í lönd­unum fyrr­­nefndu benda til þess að vél­­arnar hafi verið með gallað MCAS-­­kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi, og því hafi þær tog­­ast til jarðar með fyrr­­nefndu afleið­ing­um.


Fjöl­margar athuga­­semdir hafa einnig komið fram í rann­­sóknum ann­­arra á Boeing, þar á meðal hjá alrík­­is­lög­regl­unni FBI. Auk þess er Banda­­ríkja­­þing ennþá að rann­saka félagið og hvernig það stóð að upp­­lýs­inga­­gjöf til banda­rískra flug­­­mála­yf­­ir­­valda og eft­ir­lits­að­ila. Í yfir­­heyrslum í þing­inu hafa stjórn­­endur Boeing verið harð­­lega gagn­rýndir fyrir að upp­­lýsa ekki um galla í vél­un­um, og einnig að slaka á eft­ir­liti með fram­­leiðsl­unn­i. 

Kyrr­­setn­ingin á Max vél­unum hefur haft mikil áhrif víða um heim, ekki síst á Íslandi. Í Pen­inga­­málum Seðla­­banka Íslands sem komu út í nóv­­em­ber, segir að sam­­dráttur í ferða­­þjón­­ustu á árinu hafi ekki síst átt sér stað vegna kyrr­­setn­ingar á Max vél­un­um, sem hefur leitt til þess að Icelandair hefur þurft að draga úr sæta­fram­­boði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent