Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar

737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.

Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-­vélar sínar í flugi félags­ins háanna­tíma næsta sum­ar. Í des­em­ber sendi Icelandair frá sér til­kynn­ingu þar sem sagt var að félagið gerði ráð fyrir að geta not­ast við vél­arnar í maí 2020, og þar með yfir sum­ar­mán­uð­ina þegar eft­ir­spurn er mest.

Í gær greindi Boeing hins vegar frá því að flug­véla­fram­leið­and­inn reikni ekki með því að kyrr­setn­ingu 737 Max-­vél­anna verði aflétt fyrr en um mitt ár. Í kjöl­farið þarf að hefj­ast þjálfun áhafna að nýju og ýmsar próf­anir áður en að eig­endur vél­anna mega fara að nota þær. Í ljósi þessa blasti við að Icelanda­ir, sem hafði gert ráð fyrir að nota níu 737 Max-­vélar í leiða­kerfi sínu í sum­ar, mun ekki geta flogið þeim vél­um.

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi til Kaup­hallar Íslands í nótt segir að vegna ráð­staf­ana sem félagið hafi þegar gripið til verði áhrif á útgefna flug­á­ætlun félags­ins óveru­leg. „Ástæður þess eru að hún var sett upp með það að leið­ar­ljósi að tak­marka áhrif frek­ari tafa á aflétt­ingu kyrr­setn­ing­ar­inn­ar. Búið er að leigja inn þrjár Boeing 737-800 vélar og ákveðnum fjölda Boeing 757 véla verður haldið lengur í flota félags­ins en áður hafði verið gert ráð fyr­ir. 

Auglýsing

Ljóst er að fjár­hags­leg áhrif áfram­hald­andi kyrr­setn­ingar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofan­greindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu við­bótar véla með meiri fyr­ir­vara nú en árið 2019 og leigu­kjör því mun hag­stæð­ari. Áhafnir Icelandair munu jafn­framt fljúga leigu­vél­unum en ekki áhafnir leiguflug­fé­laga sem leigðar voru inn með skömmum fyr­ir­vara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tæki­færi til að skipu­leggja rekstur sinn með þessa sviðs­mynd í huga.”

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að áhersla Icelandair á þessu ári verði líkt og á því síð­asta á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands. „Fé­lagið gerir ráð fyrir að flytja að lág­marki jafn­marga far­þega til Íslands á árinu 2020 og árið 2019.

Icelandair Group og Boeing hafa tví­vegis gert bráða­birgða­sam­komu­lag um skaða­bæt­ur. Við­ræður um frek­ari skaða­bætur standa yfir og stefnir Icelandair Group að því að fá allt tjón vegna MAX kyrr­setn­ing­ar­innar bætt.”Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber að Boeing hafi tíma­bundið hætt fram­­leiðslu á 737 Max vél­un­um, meðal ann­­ars vegna óvissu um hvenær kyrr­setn­ingu þeirra yrði aflétt.Ástæðan fyrir kyrr­­­setn­ing­unni eru flug­­­slys í Indónesíu 29. októ­ber 2018 og í Eþíópíu 13. mars 2019, en í þeim lét­ust allir um borð, sam­tals 346. Frum­n­ið­­­ur­­­stöður rann­­­sókna í lönd­unum fyrr­­­nefndu benda til þess að vél­­­arnar hafi verið með gallað MCAS-­­­kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi, og því hafi þær tog­­­ast til jarðar með fyrr­­­nefndu afleið­ing­­um.Fjöl­margar athuga­­­semdir hafa einnig komið fram í rann­­­sóknum ann­­­arra á Boeing, þar á meðal hjá alrík­­­is­lög­regl­unni FBI. Auk þess er Banda­­­ríkja­­­þing ennþá að rann­saka félagið og hvernig það stóð að upp­­­lýs­inga­­­gjöf til banda­rískra flug­­­­­mála­yf­­­ir­­­valda og eft­ir­lits­að­ila. Í yfir­­­heyrslum í þing­inu hafa stjórn­­­endur Boeing verið harð­­­lega gagn­rýndir fyrir að upp­­­lýsa ekki um galla í vél­un­um, og einnig að slaka á eft­ir­liti með fram­­­leiðsl­unn­i. 

Kyrr­­­setn­ingin á Max vél­unum hefur haft mikil áhrif víða um heim, ekki síst á Íslandi. Í Pen­inga­­­málum Seðla­­­banka Íslands sem komu út í nóv­­­em­ber, segir að sam­­­dráttur í ferða­­­þjón­­­ustu á árinu hafi ekki síst átt sér stað vegna kyrr­­­setn­ingar á Max vél­un­um, sem hefur leitt til þess að Icelandair hefur þurft að draga úr sæta­fram­­­boði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent