Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar

737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.

Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-­vélar sínar í flugi félags­ins háanna­tíma næsta sum­ar. Í des­em­ber sendi Icelandair frá sér til­kynn­ingu þar sem sagt var að félagið gerði ráð fyrir að geta not­ast við vél­arnar í maí 2020, og þar með yfir sum­ar­mán­uð­ina þegar eft­ir­spurn er mest.

Í gær greindi Boeing hins vegar frá því að flug­véla­fram­leið­and­inn reikni ekki með því að kyrr­setn­ingu 737 Max-­vél­anna verði aflétt fyrr en um mitt ár. Í kjöl­farið þarf að hefj­ast þjálfun áhafna að nýju og ýmsar próf­anir áður en að eig­endur vél­anna mega fara að nota þær. Í ljósi þessa blasti við að Icelanda­ir, sem hafði gert ráð fyrir að nota níu 737 Max-­vélar í leiða­kerfi sínu í sum­ar, mun ekki geta flogið þeim vél­um.

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi til Kaup­hallar Íslands í nótt segir að vegna ráð­staf­ana sem félagið hafi þegar gripið til verði áhrif á útgefna flug­á­ætlun félags­ins óveru­leg. „Ástæður þess eru að hún var sett upp með það að leið­ar­ljósi að tak­marka áhrif frek­ari tafa á aflétt­ingu kyrr­setn­ing­ar­inn­ar. Búið er að leigja inn þrjár Boeing 737-800 vélar og ákveðnum fjölda Boeing 757 véla verður haldið lengur í flota félags­ins en áður hafði verið gert ráð fyr­ir. 

Auglýsing

Ljóst er að fjár­hags­leg áhrif áfram­hald­andi kyrr­setn­ingar verða mun minni á árinu 2020 en þau voru árið 2019. Skýrist það af ofan­greindum þáttum auk þess sem gengið hefur verið frá leigu við­bótar véla með meiri fyr­ir­vara nú en árið 2019 og leigu­kjör því mun hag­stæð­ari. Áhafnir Icelandair munu jafn­framt fljúga leigu­vél­unum en ekki áhafnir leiguflug­fé­laga sem leigðar voru inn með skömmum fyr­ir­vara árið 2019. Félagið hefur þannig haft tæki­færi til að skipu­leggja rekstur sinn með þessa sviðs­mynd í huga.”

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að áhersla Icelandair á þessu ári verði líkt og á því síð­asta á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands. „Fé­lagið gerir ráð fyrir að flytja að lág­marki jafn­marga far­þega til Íslands á árinu 2020 og árið 2019.

Icelandair Group og Boeing hafa tví­vegis gert bráða­birgða­sam­komu­lag um skaða­bæt­ur. Við­ræður um frek­ari skaða­bætur standa yfir og stefnir Icelandair Group að því að fá allt tjón vegna MAX kyrr­setn­ing­ar­innar bætt.”Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber að Boeing hafi tíma­bundið hætt fram­­leiðslu á 737 Max vél­un­um, meðal ann­­ars vegna óvissu um hvenær kyrr­setn­ingu þeirra yrði aflétt.Ástæðan fyrir kyrr­­­setn­ing­unni eru flug­­­slys í Indónesíu 29. októ­ber 2018 og í Eþíópíu 13. mars 2019, en í þeim lét­ust allir um borð, sam­tals 346. Frum­n­ið­­­ur­­­stöður rann­­­sókna í lönd­unum fyrr­­­nefndu benda til þess að vél­­­arnar hafi verið með gallað MCAS-­­­kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi, og því hafi þær tog­­­ast til jarðar með fyrr­­­nefndu afleið­ing­­um.Fjöl­margar athuga­­­semdir hafa einnig komið fram í rann­­­sóknum ann­­­arra á Boeing, þar á meðal hjá alrík­­­is­lög­regl­unni FBI. Auk þess er Banda­­­ríkja­­­þing ennþá að rann­saka félagið og hvernig það stóð að upp­­­lýs­inga­­­gjöf til banda­rískra flug­­­­­mála­yf­­­ir­­­valda og eft­ir­lits­að­ila. Í yfir­­­heyrslum í þing­inu hafa stjórn­­­endur Boeing verið harð­­­lega gagn­rýndir fyrir að upp­­­lýsa ekki um galla í vél­un­um, og einnig að slaka á eft­ir­liti með fram­­­leiðsl­unn­i. 

Kyrr­­­setn­ingin á Max vél­unum hefur haft mikil áhrif víða um heim, ekki síst á Íslandi. Í Pen­inga­­­málum Seðla­­­banka Íslands sem komu út í nóv­­­em­ber, segir að sam­­­dráttur í ferða­­­þjón­­­ustu á árinu hafi ekki síst átt sér stað vegna kyrr­­­setn­ingar á Max vél­un­um, sem hefur leitt til þess að Icelandair hefur þurft að draga úr sæta­fram­­­boði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent