„Hvað getum við gert hér og nú í okkar eigin kerfi?“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að Íslendingar þurfi að spyrja sig að því hvernig þeirra eigið kerfi sé undir það búið að taka við stórauknum fjölda flóttafólks.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins ræddu mál flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Sig­mundur Davíð spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort íslensk stjórn­völd hygð­ust styðja við löndin næst Úkra­ínu vegna hins gríð­ar­lega fjölda flótta­manna sem þangað sækir eftir inn­rás Rússa.

Sig­mundur Davíð hóf mál sitt á því að vísa í orð­ræðu dóms­mála­ráð­herra, Jóns Gunn­ars­son­ar, þar sem hann vakti athygli á því fyrir nokkrum dögum að „hæl­is­leit­enda­kerfið á Íslandi væri í ólagi og sá vandi gerði okkur erfitt fyrir núna þegar við stöndum frammi fyrir því að taka á móti tölu­verðum fjölda flótta­manna frá Úkra­ín­u“.

Dóms­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við mbl.is þann 25 febr­úar að íslensk stjórn­­völd væru opin fyr­ir því að taka á móti flótta­­mönn­um frá Úkra­ínu. Það sem tefði fyr­ir því væri aft­ur á móti sá fjöldi hæl­­is­­leit­enda sem hér er stadd­ur sem þegar hefði verið vísað úr landi en neit­aði meðal ann­­ars að fara í PCR-­próf.

Auglýsing

„Eitt af ógeð­felld­ari atvikum í íslenskri útlend­ingapóli­tík“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Ýmsir hafa for­dæmt þessi orð dóms­mála­ráð­herra, meðal ann­ars þing­maður Pírata, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, sem and­mælti ráð­herr­anum í Viku­lok­unum á Rás 1 helg­ina eft­ir. „Vegna þess að ég er að horfa í algjörri for­undran á það hvernig dóms­mála­ráð­herra Íslands leyfir sér, og ég myndi eig­in­lega kalla þetta eitt af ógeð­felld­ari atvikum í íslenskri útlend­ingapóli­tík sem ég hef séð,“ sagði hún.

„Hann tekur til máls undir því hvort að við eigum ekki að taka á móti úkra­ínsku flótta­fólki og hendir fyrir sér að það sé hópur af fólki hérna sem lætur ekki brott­vísa sér á göt­una og guð og gadd­inn til Grikk­lands ef það kemst hjá því og hann beitir þeim gegn fólk­inu í Úkra­ínu og gerir þá ein­hvern veg­inn að óvinum þess að við getum aðstoðað fólk í Úkra­ín­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Spurði hvort línur yrðu lagðar varð­andi fjár­stuðn­ing við hæl­is­leit­endur

Sig­mundur Davíð er aftur á móti sam­mála dóms­mála­ráð­herr­anum og sagði á þingi í dag að mik­il­vægt væri að hefja „loks umræðu um þetta“.

„Mér þótti þó heldur halla undan fæti í við­tali við hæst­virts ráð­herra á Bylgj­unni í morgun þar sem hann virt­ist fyrst og fremst vera að bíða eftir leið­sögn frá stjórn­kerf­inu um hver væru næstu skref. Hæst­virtur ráð­herra nefndi þó að í síð­ustu viku hefði Útlend­inga­stofnun tekið á leigu um 200 hót­el­her­bergi fyrir hæl­is­leit­endur og þau væru nú öll full og útlit fyrir að tekin yrðu á leigu 200 í við­bót sem myndu fyll­ast fljótt. Við heyrðum í fréttum að í febr­ú­ar­mán­uði hefði verið mesti fjöldi hæl­is­um­sókna sem hefur verið hér í all­mörg ár, sem er auð­vitað afleið­ing af þeirri stefnu sem hefur verið rekin hér. Og þetta er áður en við bregð­umst við stöð­unni í Úkra­ín­u,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Spurði hann Bjarna hvort von væri til þess að rík­is­stjórnin myndi „loks­ins taka sér tak í þessum mál­um“ og að línur yrðu lagðar varð­andi fjár­stuðn­ing við hæl­is­leit­end­ur. Einnig hvort vænta mætti þess að Ísland myndi styðja við löndin næst Úkra­ínu eins og Pól­land, sem hefði nú þegar tekið við milljón flótta­mönn­um. Þannig vill þing­mað­ur­inn styðja við þau lönd sér­stak­lega þannig að þau verði betur í stakk búin til að taka við flótta­fólki sam­hliða því sem Íslend­ingar taka á móti fólki hér á landi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mynd: Bára Huld Beck

„Óá­sætt­an­legt“ að fólk neiti að fara í sýna­töku

Bjarni svar­aði og sagði að í mörg horn væri að líta í mál­efnum flótta­manna, hæl­is­leit­enda og í útlend­inga­lög­gjöf­inni í víð­ara sam­hengi.

„Fyrst vil ég nefna það í þess­ari umræðu að það er mjög miður að Alþingi skuli ekki hafa afgreitt frum­vörp, þrátt fyrir að dóms­mála­ráð­herra hafi ítrekað lagt þau fram hér á þing­inu, um að laga þau atriði sem hátt­virtur þing­maður vísar meðal ann­ars til hérna, sem hafa gert íslenska hæl­is­leit­enda­kerfið nokkuð frá­brugðið því sem gildir víða ann­ars staðar á því svæði þar sem Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin hefur verið virk. Hérna er um að ræða nokkur við­kvæm atriði sem ég veit að ráð­herr­ann ætlar að leggja til að við reynum einu sinni enn að breyta með því að koma með frum­varp um það efni aftur inn í þing­ið.

Síðan aðeins um þá stöðu sem er komin upp núna. Það er að mínu áliti alger­lega óásætt­an­legt að við séum hér með nokkur hund­ruð manns á Íslandi sem hafa fengið efn­is­lega með­ferð sem hefur lokið með því að við­kom­andi ein­stak­lingar eiga ekki rétt á því að fá stöðu hæl­is­leit­enda á Íslandi, fá sem sagt ekki alþjóð­lega vernd, en fara ekki úr landi vegna þess að þeir neita að fara í sýna­töku, sem er for­senda fyrir því að við getum þeim komið heim aftur til þess lands sem þeir höfðu síð­ast við­komu í og hafa vernd hjá. Það að við náum ekki að höggva á þennan hnút kostar íslenska skatt­greið­endur rúman millj­arð á ári. 1 millj­arður fer í það að halda uppi fólki sem við höfum afgreitt erindi frá með neit­un. Þetta er dæmi um atriði sem við hljótum að sam­mæl­ast um að laga þegar frum­varp ráð­herr­ans kemur hingað inn í þing­ið,“ sagði ráð­herr­ann.

Verðum að vera í stakk búin að taka á móti fólki frá Úkra­ínu

Sig­mundur Davíð sagð­ist í fram­hald­inu geta tekið undir margt í svari ráð­herr­ans. Hann sagði það mik­il­vægt að frum­varp dóms­mála­ráð­herra klárað­ist þó að það væri „kannski ekki eins víð­tækt til að taka á þessum vanda eins og til­efni er til“.

„En þótt ég sé ánægður að heyra við­brögð hæst­virts ráð­herra þá velti ég áfram fyrir mér: Má vænta ein­hverra aðgerða í sam­ræmi við orð hæstv. ráð­herra? Því að þessi rík­is­stjórn hefur á sama tíma hún hefur ekki náð að koma í gegn því frum­varpi sem boðað hefur verið frá hæst­virtum dóms­mála­ráð­herra, í þriðja skipti að ég held, lagt fram frum­varp sem gengur í þver­öf­uga átt og aug­lýsir Ísland sem áfanga­stað fyrir þá sem selja ferðir til flótta­manna. Nú þegar staðan er sú sem hún er í Úkra­ínu þá verðum við að vera í stakk búin til að taka við fólki á þeim for­sendum sem lagt var upp með eftir seinni heims­styrj­öld­ina þegar flótta­manna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna var gerð­ur. En við þurfum líka að styðja við lönd­in, Pól­land og önnur lönd sem eru næst Úkra­ín­u,“ sagði hann í lok fyr­ir­spurnar sinn­ar.

Flótta­fólk frá Úkra­ínu nokkurn veg­inn sjálf­krafa sam­þykkt

Bjarni kom aftur í pontu og sagð­ist taka undir að það væri góð nálgun að hugsa það þannig: „Hvað getum við gert til þess að standa með þeim sem helst finna fyrir komu flótta­fólks frá Úkra­ínu til sín? Hér er Pól­land nefnt sér­stak­lega. Ég held samt sem áður að akkúrat þessa dag­ana þurfum við að spyrja okkur að því hvernig okkar eigið kerfi er undir það búið að taka við stór­auknum fjölda flótta­fólks, sér­stak­lega í ljósi þess að nú hefur þessi 44. gr. lag­anna verið virkjuð í fyrsta sinn sem þýðir efn­is­lega að það þarf ekki að fara fram efn­is­leg með­ferð beiðn­anna heldur eru þeir sem eru flótta­menn frá Úkra­ínu nokkurn veg­inn sjálf­krafa sam­þykkt­ir.

Við þurfum að spyrja okkur spurn­inga sem tengj­ast atvinnu­leyf­un­um, sem eru ein áherslu­breyt­ing sem við í þess­ari rík­is­stjórn höfum viljað beita okkur fyrir og ég hygg að verði sér­stak­lega tekið fyrir í frum­varpi ráð­herr­ans. Þannig að áður en við förum að spyrja okk­ur: Hvað getum við gert í Pól­landi? þá held ég að við verðum að spyrja okk­ur: Hvað getum við gert hér og nú í okkar eigin kerf­i?“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent