Varaþingmaður VG hefur sagt sig úr flokknum

Eydís Blöndal: Það síðasta sem ég vildi gera er að láta mál fjölskyldunnar snúast á einhvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur manneskja velktist í vafa um það hvar ég stæði í málefnum útlendinga og sér í lagi flóttamanna og hælisleitenda.

Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Auglýsing

Eydís Blön­dal hefur sagt sig úr Vinstri hreyf­ing­unni – grænu fram­boði. Eydís hefur verið vara­þing­maður flokks­ins frá síð­ustu kosn­ingum og flutti jóm­frú­ar­ræðu sína á Alþingi í jan­ú­ar.



„Ég tók þessa ákvörðun í gær,“ segir Eydís í sam­tali við Kjarn­ann, „en hún var ef til vill löngu tíma­bær.“ Það var mál­efni egyp­sku fjöl­skyld­unnar sem vísa á úr landi, sem varð til þess að Eydís tók ákvörð­un­ina. Hún segir að brott­vísun fjöl­skyld­unnar hafi gengið gegn hennar sann­fær­ingu.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­kona greindi frá þeirri ákvörðun sinni í dag að hún hefði sagt skilið við VG vegna þess hvernig stjórn­völd fóru með mál egyp­sku flótta­fjöl­skyld­unn­ar.



„Hvernig getum við fæðst á Íslandi fyrir full­komna til­vilj­un, og síðan leyft okkur að ákveða að annað fólk megi ekki vera hérna?“ skrif­aði Eydís á Face­book í gær. „Hvernig getum við sveipað skoð­anir okkar orðum eins og „frelsi“ þegar við sendum lög­regl­una til að fjar­lægja börn og for­eldra af heim­ilum þeirra gegn þeirra vilja? Nei, við nefni­lega getum það ekki, það er órétt­mætt, ógeðs­legt og ómann­úð­legt #ekkiíokk­ar­nafn­i.“

Auglýsing



Hún seg­ist ekki hafa verið virk í flokks­starf­inu frá því að henni bauðst að vera á lista VG fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar en í þeim varð hún vara­þing­maður flokks­ins. „Mér þótti í raun erfitt að taka þátt í flokkspóli­tík yfir höfuð því það er svo margt í því fyr­ir­komu­lagi sem mér finnst ekki ganga almenni­lega upp og oft þjóna þver­öf­ugum til­gangi þegar kemur til dæmis að lýð­ræð­i,“ segir Eydís og rifjar upp að um tví­tugt hafi hún fengið þá flugu í höf­uðið að skrá sig í alla starf­andi stjórn­mála­flokka. Það væri ef til vill besta leiðin til að hafa áhrif. „Mér fannst stefna VG sam­svara mörgu því sem ég hef trú á. En á kjör­tíma­bil­inu hafa komið upp mál sem mér hafa mis­boð­ið,“ segir hún



Fljótt fór hún einnig að reka sig á ýmis­legt í póli­tík­inni almennt sem henni hugn­að­ist ekki. Henni fannst oft mynd­ast tog­streita og segir að erfitt geti reynst að koma hug­sjónum sínum hreint og beint til skila. „Það síð­asta sem ég vildi gera er að láta mál fjöl­skyld­unnar snú­ast á ein­hvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur mann­eskja velkt­ist í vafa um það hvar ég stæði í mál­efnum útlend­inga og sér í lagi flótta­manna og hæl­is­leit­enda. Svo á sama tíma finnst mér mik­il­vægt að fólk láti í sér heyra og mót­mæli þegar því ofbýð­ur.“



Eydís hefur oft velt því fyrir sér að segja sig úr flokknum en ekki látið verða af því fyrr en í gær. „Síð­ustu daga hef ég verið hugsi yfir ýmsu í tengslum við þetta hræði­lega sorg­lega mál fjöl­skyld­unnar sem er á flótta frá Egypta­landi. Ég hugs­aði með mér: Hingað og ekki lengra. Því ég sá það enn einu sinni ger­ast sem ég hafði séð ger­ast svo oft áður þegar erfið mál koma upp. Þing­menn og ráð­herrar fara í fel­ur. Það er svo öfug­snúið að standa ekki með því sem þú stendur fyr­ir. Og ef þú vilt ekki koma þér í aðstæður sem þú getur ekki svarað fyrir þá áttu ekki að koma þér í þær aðstæður til að byrja með. Þetta er kannski barna­legt við­horf en mér finnst þetta þurfa að vera ein­kenni stjórn­mála­fólks.“

Finna sig ekki innan flokka



Þó að Eydís hafi verið ósátt við ýmis mál sem komið hafa upp í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu segir hún ákvörðun sína þó einnig snú­ast um rót vand­ans sem sé stjórn­mála­menn­ing­in. Margir hennar jafn­aldra deili þeirri skoð­un, þeir finni sig engan veg­inn í póli­tísku starfi stjórn­mála­flokk­anna.



Að mati Eydísar er margt í póli­tískri menn­ingu á Íslandi sem verður til þess að hug­sjónir ein­stak­ling­anna verða undir en hags­munir flokks­ins ofan á. „Þetta sé ég ger­ast í öllum flokk­um. Flokk­ur­inn, afstaðan eða skoð­unin verður hluti af sjálfs­mynd ein­stak­lings­ins.. Fólk fer að verja flokk­inn og hans ákvarð­anir eins og það sé að verja sjálft sig – þó að það sé jafn­vel ekki sam­mála ákvörð­un­um. Þessi menn­ing finnst mér ólýð­ræð­is­leg og stang­ast á við hug­myndir mínar um rétt­læti og í henni mynd­ast hvati fyrir fólk að hætta að tala frá hjart­anu. Og þegar blikið fer úr aug­unum þá á maður að hætta í póli­tík­.“ 

Eydís var í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann síð­asta vet­ur. Lesa má við­talið hér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent