Varaþingmaður VG hefur sagt sig úr flokknum

Eydís Blöndal: Það síðasta sem ég vildi gera er að láta mál fjölskyldunnar snúast á einhvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur manneskja velktist í vafa um það hvar ég stæði í málefnum útlendinga og sér í lagi flóttamanna og hælisleitenda.

Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Auglýsing

Eydís Blön­dal hefur sagt sig úr Vinstri hreyf­ing­unni – grænu fram­boði. Eydís hefur verið vara­þing­maður flokks­ins frá síð­ustu kosn­ingum og flutti jóm­frú­ar­ræðu sína á Alþingi í jan­ú­ar.„Ég tók þessa ákvörðun í gær,“ segir Eydís í sam­tali við Kjarn­ann, „en hún var ef til vill löngu tíma­bær.“ Það var mál­efni egyp­sku fjöl­skyld­unnar sem vísa á úr landi, sem varð til þess að Eydís tók ákvörð­un­ina. Hún segir að brott­vísun fjöl­skyld­unnar hafi gengið gegn hennar sann­fær­ingu.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­kona greindi frá þeirri ákvörðun sinni í dag að hún hefði sagt skilið við VG vegna þess hvernig stjórn­völd fóru með mál egyp­sku flótta­fjöl­skyld­unn­ar.„Hvernig getum við fæðst á Íslandi fyrir full­komna til­vilj­un, og síðan leyft okkur að ákveða að annað fólk megi ekki vera hérna?“ skrif­aði Eydís á Face­book í gær. „Hvernig getum við sveipað skoð­anir okkar orðum eins og „frelsi“ þegar við sendum lög­regl­una til að fjar­lægja börn og for­eldra af heim­ilum þeirra gegn þeirra vilja? Nei, við nefni­lega getum það ekki, það er órétt­mætt, ógeðs­legt og ómann­úð­legt #ekkiíokk­ar­nafn­i.“

AuglýsingHún seg­ist ekki hafa verið virk í flokks­starf­inu frá því að henni bauðst að vera á lista VG fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar en í þeim varð hún vara­þing­maður flokks­ins. „Mér þótti í raun erfitt að taka þátt í flokkspóli­tík yfir höfuð því það er svo margt í því fyr­ir­komu­lagi sem mér finnst ekki ganga almenni­lega upp og oft þjóna þver­öf­ugum til­gangi þegar kemur til dæmis að lýð­ræð­i,“ segir Eydís og rifjar upp að um tví­tugt hafi hún fengið þá flugu í höf­uðið að skrá sig í alla starf­andi stjórn­mála­flokka. Það væri ef til vill besta leiðin til að hafa áhrif. „Mér fannst stefna VG sam­svara mörgu því sem ég hef trú á. En á kjör­tíma­bil­inu hafa komið upp mál sem mér hafa mis­boð­ið,“ segir húnFljótt fór hún einnig að reka sig á ýmis­legt í póli­tík­inni almennt sem henni hugn­að­ist ekki. Henni fannst oft mynd­ast tog­streita og segir að erfitt geti reynst að koma hug­sjónum sínum hreint og beint til skila. „Það síð­asta sem ég vildi gera er að láta mál fjöl­skyld­unnar snú­ast á ein­hvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur mann­eskja velkt­ist í vafa um það hvar ég stæði í mál­efnum útlend­inga og sér í lagi flótta­manna og hæl­is­leit­enda. Svo á sama tíma finnst mér mik­il­vægt að fólk láti í sér heyra og mót­mæli þegar því ofbýð­ur.“Eydís hefur oft velt því fyrir sér að segja sig úr flokknum en ekki látið verða af því fyrr en í gær. „Síð­ustu daga hef ég verið hugsi yfir ýmsu í tengslum við þetta hræði­lega sorg­lega mál fjöl­skyld­unnar sem er á flótta frá Egypta­landi. Ég hugs­aði með mér: Hingað og ekki lengra. Því ég sá það enn einu sinni ger­ast sem ég hafði séð ger­ast svo oft áður þegar erfið mál koma upp. Þing­menn og ráð­herrar fara í fel­ur. Það er svo öfug­snúið að standa ekki með því sem þú stendur fyr­ir. Og ef þú vilt ekki koma þér í aðstæður sem þú getur ekki svarað fyrir þá áttu ekki að koma þér í þær aðstæður til að byrja með. Þetta er kannski barna­legt við­horf en mér finnst þetta þurfa að vera ein­kenni stjórn­mála­fólks.“

Finna sig ekki innan flokkaÞó að Eydís hafi verið ósátt við ýmis mál sem komið hafa upp í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu segir hún ákvörðun sína þó einnig snú­ast um rót vand­ans sem sé stjórn­mála­menn­ing­in. Margir hennar jafn­aldra deili þeirri skoð­un, þeir finni sig engan veg­inn í póli­tísku starfi stjórn­mála­flokk­anna.Að mati Eydísar er margt í póli­tískri menn­ingu á Íslandi sem verður til þess að hug­sjónir ein­stak­ling­anna verða undir en hags­munir flokks­ins ofan á. „Þetta sé ég ger­ast í öllum flokk­um. Flokk­ur­inn, afstaðan eða skoð­unin verður hluti af sjálfs­mynd ein­stak­lings­ins.. Fólk fer að verja flokk­inn og hans ákvarð­anir eins og það sé að verja sjálft sig – þó að það sé jafn­vel ekki sam­mála ákvörð­un­um. Þessi menn­ing finnst mér ólýð­ræð­is­leg og stang­ast á við hug­myndir mínar um rétt­læti og í henni mynd­ast hvati fyrir fólk að hætta að tala frá hjart­anu. Og þegar blikið fer úr aug­unum þá á maður að hætta í póli­tík­.“ 

Eydís var í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann síð­asta vet­ur. Lesa má við­talið hér.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent