„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra ræddu mál­efni fólks á flótta í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn byrj­aði á því að vísa í frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar inn­an­rík­is­ráð­herra til breyt­inga á lögum um útlend­inga er varðar umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem birt er í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. „Svo virð­ist sem hæst­virtur ráð­herra sé þar hvort tveggja að leggja til laga­breyt­ingar á sínu mál­efna­sviði sem og á mál­efna­sviði hæst­virts félags­mála­ráð­herra, sem hlýtur þá að vera sam­þykkur frum­varp­in­u,“ sagði hún.

Vildi hún í fyr­ir­spurn sinni spyrja Guð­mund Inga út í þær breyt­ingar sem lagðar eru til að verði á þjón­ustu við fólk á flótta þess efnis að 30 dögum eftir synjun umsóknar falli öll þjón­usta niður – þar með talið húsa­skjól, fram­færsla og heil­brigð­is­þjón­usta. Helga Vala sagði að þar væri ekki und­an­skil­inn hópur sem vegna veik­inda sem komin væru til vegna flótt­ans, en hann væri í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu.

Auglýsing

„Þá er vert að vekja athygli á að þessi 30 daga frestur er ein­göngu fyrir þau sem koma beint frá ríki utan EES og þau sem koma ekki frá svoköll­uðum öruggum ríkj­um. 30 daga frest­ur­inn á ekki við hina, alla hina sem ein­hvern veg­inn komu frá öðrum ríkjum og missa rak­leitt rétt­indi sín eftir að stjórn­völd hafa synjað umsókn þeirra. Nú skulum við átta okkur á því að með þessu getur sá sem lendir í slysi eða sá sem á við alvar­legan heil­brigð­is­vanda að etja ekki fengið nokkra ein­ustu þjón­ustu hér á landi, ekki heil­brigð­is­þjón­ustu og við­kom­andi skal búa á göt­unni í boði íslenskra stjórn­valda.“

Spurði hún hvað Guð­mundur Ingi og Jón töldu sig ná fram með slíkum breyt­ingum „að gera fólki að koma sér fyrir út undir vegg um borg og bæ á meðan beðið er brott­flutn­ings og þar með geti stjórn­völd ekki haft neina yfir­sýn yfir hvar fólkið er eða hvernig því vegnar né veitt því lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu á meðan það bíður brott­vís­un­ar“.

„Verð að við­ur­kenna að þetta er eitt­hvað sem ég þarf að setj­ast betur yfir“

Guð­mundur Ingi kom í pontu og byrj­aði á því að þakka þing­manni fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Um­rætt frum­varp sem hátt­virtur þing­maður nefnir hefur að geyma ákveðna þætti sem varða – ef ég er að horfa á sama frum­varp og hátt­virtur þing­mað­ur, þ.e. sem hefur að geyma ákveðna þætti er varða atvinnu­leyf­i,“ sagði ráð­herr­ann en þegar hann var í miðri setn­ingu var hrópað úr salnum að málið sner­ist ekki um það.

„Það er ekki svo. Það er þá hitt. Ókei, hátt­virtur þing­maður er þá að tala um þjón­ust­una. Ég er búinn að ná því núna. Þakka þér fyr­ir, hátt­virtur þing­mað­ur. Ég verð að við­ur­kenna að þetta er eitt­hvað sem ég þarf að setj­ast betur yfir. Ég tel að þetta sé eitt­hvað sem við þurfum að skoða. Það hefur verið í umræð­unni með hvaða móti eigi að reyna að takast á við þá þætti eða þann hóp af fólki sem orðið hefur eftir vegna COVID og hefur fengið frá­vísun frá land­inu, með hvaða hætti megi auð­velda og hjálpa því fólki að kom­ast heim til sín sem hefur neitað að fara heim. Verk­efnið í mínum huga er með hvaða móti við getum leyst það. Síðan eru hér lagðar fram ákveðnar til­lögur í þessu frum­varpi ráð­herr­ans. En ég vil fá að kynna mér þetta bet­ur, ég ætla að vera alger­lega hrein­skil­inn með það, og mun gera það,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld Beck

Óheppi­legt að upp­skipt­ing Stjórn­ar­ráðs­ins bitn­aði svona harka­lega á fólki í neyð

Helga Vala sagði að það væri óheppi­legt að upp­skipt­ing Stjórn­ar­ráðs­ins bitn­aði svona harka­lega á fólki í neyð þegar sá sem fer með þjón­ustu fólks í leit að vernd hér á landi væri ókunn­ugt um að í sam­ráðs­gátt lægi frum­varp frá inn­an­rík­is­ráð­herra er varðar mál­efna­svið félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra.

„Þetta er eitt dæmi um þann rugl­ing sem þessi upp­skipt­ing hefur valdið inni í stjórn­kerf­inu, eitt­hvað sem við hér í stjórn­ar­and­stöð­unni höfum mót­mælt harð­lega, enda er yfir­sýnin greini­lega engin og ráð­herrar þekkja illa sín mál­efna­svið. Auð­vitað hefur maður fullan skiln­ing á því að það taki tíma að setja sig inn í emb­ætti, en það er óheppi­legt þegar ráð­herrar eru bein­línis að leggja fram frum­vörp sem ekki eru á þeirra mál­efna­svið­i,“ sagði hún.

Spurði hún að end­ingu út í upp­sögn á þjón­ustu­samn­ingi við Rauða kross Íslands, hvort Guð­mundi Inga væri kunn­ugt um upp­sögn á þeim samn­ingi en starfs­fólk Rauða kross­ins fékk upp­sagn­ar­bréfið afhent í dag, sam­kvæmt Helgu Völu.

Þurfa ráð­rúm til að haga málum með sam­ræmdum og góðum hætti

Guð­mundur Ingi svar­aði aftur og sagði að þær ákvarð­anir sem þau hefðu tekið í félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu væru ein­fald­lega þær að gera samn­ing við Útlend­inga­stofnun núna í nokkra mán­uði til þess að ekki kæmi rof í þjón­ust­una sem þau væru að taka við í ráðu­neyt­inu og yrði á þeirra ábyrgð.

„Í þeim samn­ingi sem ekki er búið að ganga frá er ekki fjallað um aðkomu Rauða kross­ins og ég er þeirrar skoð­unar að á meðan við erum að reyna að sam­hæfa þjón­ustu hæl­is­leit­enda og þeirra sem hér hafa fengið alþjóð­lega vernd þá þurfum við þetta ráð­rúm sem ég vil gefa okk­ur, nokkra mán­uði.

Meðan á þeim tíma stendur hef ég ekki hugsað mér að segja upp samn­ingi við Rauða kross­inn og hef ekki hugsað mér annað en að gera samn­ing við Útlend­inga­stofnun um að sinna þessum málum þar til við höfum fengið ráð­rúm til að haga þessum málum með sam­ræmdum og góðum hætt­i,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent