„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra ræddu mál­efni fólks á flótta í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn byrj­aði á því að vísa í frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar inn­an­rík­is­ráð­herra til breyt­inga á lögum um útlend­inga er varðar umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem birt er í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. „Svo virð­ist sem hæst­virtur ráð­herra sé þar hvort tveggja að leggja til laga­breyt­ingar á sínu mál­efna­sviði sem og á mál­efna­sviði hæst­virts félags­mála­ráð­herra, sem hlýtur þá að vera sam­þykkur frum­varp­in­u,“ sagði hún.

Vildi hún í fyr­ir­spurn sinni spyrja Guð­mund Inga út í þær breyt­ingar sem lagðar eru til að verði á þjón­ustu við fólk á flótta þess efnis að 30 dögum eftir synjun umsóknar falli öll þjón­usta niður – þar með talið húsa­skjól, fram­færsla og heil­brigð­is­þjón­usta. Helga Vala sagði að þar væri ekki und­an­skil­inn hópur sem vegna veik­inda sem komin væru til vegna flótt­ans, en hann væri í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu.

Auglýsing

„Þá er vert að vekja athygli á að þessi 30 daga frestur er ein­göngu fyrir þau sem koma beint frá ríki utan EES og þau sem koma ekki frá svoköll­uðum öruggum ríkj­um. 30 daga frest­ur­inn á ekki við hina, alla hina sem ein­hvern veg­inn komu frá öðrum ríkjum og missa rak­leitt rétt­indi sín eftir að stjórn­völd hafa synjað umsókn þeirra. Nú skulum við átta okkur á því að með þessu getur sá sem lendir í slysi eða sá sem á við alvar­legan heil­brigð­is­vanda að etja ekki fengið nokkra ein­ustu þjón­ustu hér á landi, ekki heil­brigð­is­þjón­ustu og við­kom­andi skal búa á göt­unni í boði íslenskra stjórn­valda.“

Spurði hún hvað Guð­mundur Ingi og Jón töldu sig ná fram með slíkum breyt­ingum „að gera fólki að koma sér fyrir út undir vegg um borg og bæ á meðan beðið er brott­flutn­ings og þar með geti stjórn­völd ekki haft neina yfir­sýn yfir hvar fólkið er eða hvernig því vegnar né veitt því lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu á meðan það bíður brott­vís­un­ar“.

„Verð að við­ur­kenna að þetta er eitt­hvað sem ég þarf að setj­ast betur yfir“

Guð­mundur Ingi kom í pontu og byrj­aði á því að þakka þing­manni fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Um­rætt frum­varp sem hátt­virtur þing­maður nefnir hefur að geyma ákveðna þætti sem varða – ef ég er að horfa á sama frum­varp og hátt­virtur þing­mað­ur, þ.e. sem hefur að geyma ákveðna þætti er varða atvinnu­leyf­i,“ sagði ráð­herr­ann en þegar hann var í miðri setn­ingu var hrópað úr salnum að málið sner­ist ekki um það.

„Það er ekki svo. Það er þá hitt. Ókei, hátt­virtur þing­maður er þá að tala um þjón­ust­una. Ég er búinn að ná því núna. Þakka þér fyr­ir, hátt­virtur þing­mað­ur. Ég verð að við­ur­kenna að þetta er eitt­hvað sem ég þarf að setj­ast betur yfir. Ég tel að þetta sé eitt­hvað sem við þurfum að skoða. Það hefur verið í umræð­unni með hvaða móti eigi að reyna að takast á við þá þætti eða þann hóp af fólki sem orðið hefur eftir vegna COVID og hefur fengið frá­vísun frá land­inu, með hvaða hætti megi auð­velda og hjálpa því fólki að kom­ast heim til sín sem hefur neitað að fara heim. Verk­efnið í mínum huga er með hvaða móti við getum leyst það. Síðan eru hér lagðar fram ákveðnar til­lögur í þessu frum­varpi ráð­herr­ans. En ég vil fá að kynna mér þetta bet­ur, ég ætla að vera alger­lega hrein­skil­inn með það, og mun gera það,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld Beck

Óheppi­legt að upp­skipt­ing Stjórn­ar­ráðs­ins bitn­aði svona harka­lega á fólki í neyð

Helga Vala sagði að það væri óheppi­legt að upp­skipt­ing Stjórn­ar­ráðs­ins bitn­aði svona harka­lega á fólki í neyð þegar sá sem fer með þjón­ustu fólks í leit að vernd hér á landi væri ókunn­ugt um að í sam­ráðs­gátt lægi frum­varp frá inn­an­rík­is­ráð­herra er varðar mál­efna­svið félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra.

„Þetta er eitt dæmi um þann rugl­ing sem þessi upp­skipt­ing hefur valdið inni í stjórn­kerf­inu, eitt­hvað sem við hér í stjórn­ar­and­stöð­unni höfum mót­mælt harð­lega, enda er yfir­sýnin greini­lega engin og ráð­herrar þekkja illa sín mál­efna­svið. Auð­vitað hefur maður fullan skiln­ing á því að það taki tíma að setja sig inn í emb­ætti, en það er óheppi­legt þegar ráð­herrar eru bein­línis að leggja fram frum­vörp sem ekki eru á þeirra mál­efna­svið­i,“ sagði hún.

Spurði hún að end­ingu út í upp­sögn á þjón­ustu­samn­ingi við Rauða kross Íslands, hvort Guð­mundi Inga væri kunn­ugt um upp­sögn á þeim samn­ingi en starfs­fólk Rauða kross­ins fékk upp­sagn­ar­bréfið afhent í dag, sam­kvæmt Helgu Völu.

Þurfa ráð­rúm til að haga málum með sam­ræmdum og góðum hætti

Guð­mundur Ingi svar­aði aftur og sagði að þær ákvarð­anir sem þau hefðu tekið í félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu væru ein­fald­lega þær að gera samn­ing við Útlend­inga­stofnun núna í nokkra mán­uði til þess að ekki kæmi rof í þjón­ust­una sem þau væru að taka við í ráðu­neyt­inu og yrði á þeirra ábyrgð.

„Í þeim samn­ingi sem ekki er búið að ganga frá er ekki fjallað um aðkomu Rauða kross­ins og ég er þeirrar skoð­unar að á meðan við erum að reyna að sam­hæfa þjón­ustu hæl­is­leit­enda og þeirra sem hér hafa fengið alþjóð­lega vernd þá þurfum við þetta ráð­rúm sem ég vil gefa okk­ur, nokkra mán­uði.

Meðan á þeim tíma stendur hef ég ekki hugsað mér að segja upp samn­ingi við Rauða kross­inn og hef ekki hugsað mér annað en að gera samn­ing við Útlend­inga­stofnun um að sinna þessum málum þar til við höfum fengið ráð­rúm til að haga þessum málum með sam­ræmdum og góðum hætt­i,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent