118 umsækjendum um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi synjað

Af þeim 229 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á fyrstu sex mánuðum ársins var í 118 tilvikum umsækjendum synjað um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi.

Mótmæli hælisleitenda þann 13. febrúar 2019
Mótmæli hælisleitenda þann 13. febrúar 2019
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins voru umsóknir um alþjóð­lega vernd hér á landi 369. Stærstu hópar umsækj­enda eru rík­is­borg­arar Írak, Venes­ú­ela og Afganist­an. Útlend­inga­stofnun veitti 111 ein­stak­lingum vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi á sama tíma­bili, flestum frá Írak, Venes­ú­ela og Sýr­land­i.  Í 118 til­vikum var umsækj­endum synjað um alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd og mann­úð­ar­leyfi.

Þetta kemur fram á vef Útlend­inga­stofn­un­ar.

Sam­tals fékkst nið­ur­staða í 500 mál hjá stofn­un­inni en með­al­máls­með­ferð­ar­tími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á fyrri helm­ingi árs­ins var 171 dag­ur.

Auglýsing

Heild­ar­fjöldi umsókna 15% meiri en í fyrra

­Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun voru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á fyrri helm­ingi árs­ins af 58 þjóð­ernum og var heild­ar­fjöldi umsókna um 15 pró­sent meiri en á sama tíma­bili síð­asta ár. Hlut­fall umsókna frá svoköll­uðum öruggum upp­runa­ríkjum var nokkru lægra en á síð­asta ári eða um 20 pró­sent.

Stærstu hópar umsækj­enda komu frá Írak, Venes­ú­ela og Afganist­an. 66 pró­sent umsækj­enda voru karl­kyns og 34 pró­sent kven­kyns. 75 pró­sent umsækj­enda voru full­orðnir og 25 pró­sent yngri en 18 ára.

Útlend­inga­stofnun lok­aði 500 málum varð­andi alþjóð­lega vernd á fyrri helm­ingi árs­ins. Stofn­unin gerir sér­stak­lega athuga­semd við þessa atriði og bendir á að á bak við málin séu færri en 500 ein­stak­lingar þar sem stundum séu teknar fleiri en ein ákvörðun í máli ein­stak­lings.

101 fengu alþjóð­lega vernd eða við­bót­ar­vernd

Til efn­is­legrar með­ferðar voru teknar 229 umsóknir en þar af voru 36 mál afgreidd með ákvörðun í for­gangs­með­ferð. Í 187 til­vikum var umsækj­endum synjað um efn­is­lega með­ferð umsókn­ar, þar af voru 99 umsóknir afgreiddar með ákvörðun um end­ur­send­ingu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 88 umsóknir á grund­velli þess að við­kom­andi höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki. 84 umsóknir fengu svokölluð önnur lok, ýmist vegna þess að umsækj­endur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

Af þeim 229 umsóknum sem Útlend­inga­stofnun tók til efn­is­legrar með­ferðar lauk 101 með ákvörðun um veit­ingu alþjóð­legrar verndar eða við­bót­ar­verndar og 10 með veit­ingu dval­ar­leyfis af mann­úð­ar­á­stæð­um. Í 118 til­vikum var umsækj­endum synjað um alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd og mann­úð­ar­leyfi, eins og áður seg­ir. 

Flestum synjað frá Mold­óvu

Flestar veit­ingar voru til umsækj­enda frá Írak, Venes­ú­ela og Sýr­landi en flestir þeirra sem var synjað komu frá Mold­óvu, Írak og Georg­íu.

Með­al­af­greiðslu­tími allra umsókna um alþjóð­lega vernd hjá Útlend­inga­stofnun á fyrri helm­ingi árs­ins 2019 var 171 dagur en var 156 dagar allt árið 2018. Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun er meg­in­skýr­ingin á því hlut­falls­leg fækkun mála sem afgreidd eru í for­gangs­með­ferð og fjölgun mála sem afgreidd eru í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð.

Með­al­af­greiðslu­tími umsókna sem afgreiddar voru á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og verndar í öðru landi stytt­ist milli fyrsta og ann­ars árs­fjórð­ungs og er nú 152 dagar í Dyfl­inn­ar­með­ferð og 104 dagar í vernd­ar­mál­um. Á sama tíma lengd­ist með­al­af­greiðslu­tími í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð lít­il­lega úr 226 dögum í 230 daga. Það sem Útlend­inga­stofnun kallar ber­sýni­lega til­hæfu­lausar umsóknir umsækj­enda frá öruggum upp­runa­ríkjum voru að jafn­aði afgreiddar á fimm dögum í for­gangs­með­ferð á öðrum árs­fjórð­ungi.

335 ein­stak­lingar í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lögum

Ein­stak­lingum í þjón­ustu í vernd­ar­kerf­inu fjölg­aði á fyrstu mán­uðum árs­ins en hefur fækkað aftur á und­an­förnum mán­uð­um.

Í byrjun júlí nutu sam­tals 585 umsækj­endur um vernd þjón­ustu í kerf­inu. 335 ein­stak­lingar voru í þjón­ustu hjá félags­þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staðar og Reykja­nes­bæjar á grund­velli þjón­ustu­samn­inga við Útlend­inga­stofn­un. Mót­töku- og þjón­ustuteymi Útlend­inga­stofn­unar veittu 250 ein­stak­lingum þjón­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent