118 umsækjendum um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi synjað

Af þeim 229 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar á fyrstu sex mánuðum ársins var í 118 tilvikum umsækjendum synjað um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi.

Mótmæli hælisleitenda þann 13. febrúar 2019
Mótmæli hælisleitenda þann 13. febrúar 2019
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins voru umsóknir um alþjóð­lega vernd hér á landi 369. Stærstu hópar umsækj­enda eru rík­is­borg­arar Írak, Venes­ú­ela og Afganist­an. Útlend­inga­stofnun veitti 111 ein­stak­lingum vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi á sama tíma­bili, flestum frá Írak, Venes­ú­ela og Sýr­land­i.  Í 118 til­vikum var umsækj­endum synjað um alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd og mann­úð­ar­leyfi.

Þetta kemur fram á vef Útlend­inga­stofn­un­ar.

Sam­tals fékkst nið­ur­staða í 500 mál hjá stofn­un­inni en með­al­máls­með­ferð­ar­tími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á fyrri helm­ingi árs­ins var 171 dag­ur.

Auglýsing

Heild­ar­fjöldi umsókna 15% meiri en í fyrra

­Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun voru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á fyrri helm­ingi árs­ins af 58 þjóð­ernum og var heild­ar­fjöldi umsókna um 15 pró­sent meiri en á sama tíma­bili síð­asta ár. Hlut­fall umsókna frá svoköll­uðum öruggum upp­runa­ríkjum var nokkru lægra en á síð­asta ári eða um 20 pró­sent.

Stærstu hópar umsækj­enda komu frá Írak, Venes­ú­ela og Afganist­an. 66 pró­sent umsækj­enda voru karl­kyns og 34 pró­sent kven­kyns. 75 pró­sent umsækj­enda voru full­orðnir og 25 pró­sent yngri en 18 ára.

Útlend­inga­stofnun lok­aði 500 málum varð­andi alþjóð­lega vernd á fyrri helm­ingi árs­ins. Stofn­unin gerir sér­stak­lega athuga­semd við þessa atriði og bendir á að á bak við málin séu færri en 500 ein­stak­lingar þar sem stundum séu teknar fleiri en ein ákvörðun í máli ein­stak­lings.

101 fengu alþjóð­lega vernd eða við­bót­ar­vernd

Til efn­is­legrar með­ferðar voru teknar 229 umsóknir en þar af voru 36 mál afgreidd með ákvörðun í for­gangs­með­ferð. Í 187 til­vikum var umsækj­endum synjað um efn­is­lega með­ferð umsókn­ar, þar af voru 99 umsóknir afgreiddar með ákvörðun um end­ur­send­ingu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 88 umsóknir á grund­velli þess að við­kom­andi höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki. 84 umsóknir fengu svokölluð önnur lok, ýmist vegna þess að umsækj­endur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

Af þeim 229 umsóknum sem Útlend­inga­stofnun tók til efn­is­legrar með­ferðar lauk 101 með ákvörðun um veit­ingu alþjóð­legrar verndar eða við­bót­ar­verndar og 10 með veit­ingu dval­ar­leyfis af mann­úð­ar­á­stæð­um. Í 118 til­vikum var umsækj­endum synjað um alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd og mann­úð­ar­leyfi, eins og áður seg­ir. 

Flestum synjað frá Mold­óvu

Flestar veit­ingar voru til umsækj­enda frá Írak, Venes­ú­ela og Sýr­landi en flestir þeirra sem var synjað komu frá Mold­óvu, Írak og Georg­íu.

Með­al­af­greiðslu­tími allra umsókna um alþjóð­lega vernd hjá Útlend­inga­stofnun á fyrri helm­ingi árs­ins 2019 var 171 dagur en var 156 dagar allt árið 2018. Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun er meg­in­skýr­ingin á því hlut­falls­leg fækkun mála sem afgreidd eru í for­gangs­með­ferð og fjölgun mála sem afgreidd eru í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð.

Með­al­af­greiðslu­tími umsókna sem afgreiddar voru á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og verndar í öðru landi stytt­ist milli fyrsta og ann­ars árs­fjórð­ungs og er nú 152 dagar í Dyfl­inn­ar­með­ferð og 104 dagar í vernd­ar­mál­um. Á sama tíma lengd­ist með­al­af­greiðslu­tími í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð lít­il­lega úr 226 dögum í 230 daga. Það sem Útlend­inga­stofnun kallar ber­sýni­lega til­hæfu­lausar umsóknir umsækj­enda frá öruggum upp­runa­ríkjum voru að jafn­aði afgreiddar á fimm dögum í for­gangs­með­ferð á öðrum árs­fjórð­ungi.

335 ein­stak­lingar í þjón­ustu hjá sveit­ar­fé­lögum

Ein­stak­lingum í þjón­ustu í vernd­ar­kerf­inu fjölg­aði á fyrstu mán­uðum árs­ins en hefur fækkað aftur á und­an­förnum mán­uð­um.

Í byrjun júlí nutu sam­tals 585 umsækj­endur um vernd þjón­ustu í kerf­inu. 335 ein­stak­lingar voru í þjón­ustu hjá félags­þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staðar og Reykja­nes­bæjar á grund­velli þjón­ustu­samn­inga við Útlend­inga­stofn­un. Mót­töku- og þjón­ustuteymi Útlend­inga­stofn­unar veittu 250 ein­stak­lingum þjón­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent