Kaup­um Ball­ar­in á eign­um úr þrota­búi WOW rift

Kaup­um Michele Ball­ar­in á flugrekstr­artengd­um eign­um úr þrota­búi WOW air hef­ur verið rift. Samkvæmt Morgunblaðinu hafa þreif­ing­ar um að koma viðskipt­un­um að nýju á átt sér stað þrátt fyrir þetta.

wow air
Auglýsing

Kaup­um Michele Ball­­­ar­in og fé­lags henn­­ar, Oasis Avi­at­i­on Group, á flug­rekstr­­ar­tengd­um eign­um úr þrota­­búi WOW air hef­ur verið rift. Frá þessi greinir Morg­un­blaðið í morg­un.

Sam­kvæmt blað­inu mun ástæðan vera sú að sí­end­­ur­­tekið hafi dreg­ist að borga fyrstu greiðslu sam­­kvæmt kaup­­samn­ingi sem gerður var milli þrota­­bús­ins og kaup­enda.

Fram kom í Frétta­blað­inu fyrr í mán­uð­inum að gengið hefði verið frá sölu allra eigna þrota­bús WOW air sem tengj­ast flug­rekstri. Nafn kaup­and­ans var ekki gefið upp gefið en talað var um fjár­sterka banda­ríska aðila með mikla reynslu í flug­rekstri og ára­tuga­langa starf­semi í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og víð­ar. Síðar kom í ljós að um Michele Ball­arin væri að ræða.

Auglýsing

Við­skiptin í þremur áföngum

Samn­ing­­ur­inn gerði aftur á móti ráð fyr­ir að við­skipt­in yrðu gerð í þrem­ur áföng­um og að um­­fang þeirra allra yrði svipað að um­fangi. Sam­kvæmt Morg­un­­blaðs­ins hljóð­aði heild­­ar­virði við­skipt­anna upp á tæp­ar 1,5 millj­­ón­ir doll­­ara, eða ríf­­lega 180 millj­­ón­ir króna.

Þrátt fyr­ir rift­un­ina hafa þreif­ing­ar um að koma við­skipt­un­um að nýju á átt sér stað en þau eru í upp­­­námi sem stend­­ur, sam­kvæmt blað­in­u. 

Gerði ekki fyr­ir­vara um kaupin

Athygli vekur að Ball­­­ar­in setti eng­an fyr­ir­vara um kaup­in í við­talið sem birt­ist í Við­skipta­Mogg­anum mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn. Þar full­yrti hún að nú þegar væri búið að tryggja millj­­arða króna til rekst­­ur­s­ins fyrstu tvö árin. 

„Við höf­um tryggt fé­lag­inu 85 millj­­ón­ir Banda­­ríkja­dala, eða 10,5 millj­­arða króna, sem á að duga fé­lag­inu fyrstu 24 mán­uð­ina. Ef þörf verður á get­ur sú tala orðið allt að 100 millj­­ón­ir dala, eða 12,5 millj­­arðar króna,“ sagði Ball­­­ar­in í við­tal­inu. Um­­fang um­ræddra kaupa, sem nú hef­ur verið rift, voru því aðeins um 1,8 pró­sent af þeirri fjár­­hæð sem Ball­­­ar­in full­yrti að nú þegar væri búið að tryggja til rekst­­ur­s­ins.

Kann­ist ekki við komu WOW

Sam­kvæmt Túrista.is sagð­ist fjöl­miðla­full­trúi Dul­les-flug­vell­inum í Banda­ríkj­unum ekki kann­ast við komu WOW air til borg­ar­innar en Ball­arin hefði meðal ann­ars sagt í fyrr­nefndu við­tali að yfir­völd á flug­vell­inum væru spennt fyrir að hýsa heima­höfn flug­fé­lags­ins.

„Í Mogg­anum segir Ball­arin frá fundum sínum með flug­mála­yf­ir­völdum í banda­rísku höf­uð­borg­inni og segir þau „ótrú­lega spennt” fyrir komu WOW air. Þessi lýs­ing er þó ekki í takt við þau svör sem Túristi hefur fengið frá fjöl­miðla­full­trúum Dul­les. Þar segir að flug­mála­yf­ir­völd Was­hington svæð­is­ins þekki ekki til US Aer­ospace Associ­ates eða félaga sem tengj­ast frú Ball­ar­in. Í svar­inu segir jafn­framt að for­svars­fólk flug­fé­laga hafi reglu­lega sam­band við yfir­völd og lýsi yfir áhuga á að hefja flug til borg­ar­inn­ar. Á þess­ari stundu liggi hins vegar ekk­ert fyrir um komu nýrra flug­fé­laga eða nýrra flug­leiða til og frá Was­hington Dul­les,“ segir í frétt Turista.­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent