Kaup­um Ball­ar­in á eign­um úr þrota­búi WOW rift

Kaup­um Michele Ball­ar­in á flugrekstr­artengd­um eign­um úr þrota­búi WOW air hef­ur verið rift. Samkvæmt Morgunblaðinu hafa þreif­ing­ar um að koma viðskipt­un­um að nýju á átt sér stað þrátt fyrir þetta.

wow air
Auglýsing

Kaup­um Michele Ball­­­ar­in og fé­lags henn­­ar, Oasis Avi­at­i­on Group, á flug­rekstr­­ar­tengd­um eign­um úr þrota­­búi WOW air hef­ur verið rift. Frá þessi greinir Morg­un­blaðið í morg­un.

Sam­kvæmt blað­inu mun ástæðan vera sú að sí­end­­ur­­tekið hafi dreg­ist að borga fyrstu greiðslu sam­­kvæmt kaup­­samn­ingi sem gerður var milli þrota­­bús­ins og kaup­enda.

Fram kom í Frétta­blað­inu fyrr í mán­uð­inum að gengið hefði verið frá sölu allra eigna þrota­bús WOW air sem tengj­ast flug­rekstri. Nafn kaup­and­ans var ekki gefið upp gefið en talað var um fjár­sterka banda­ríska aðila með mikla reynslu í flug­rekstri og ára­tuga­langa starf­semi í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og víð­ar. Síðar kom í ljós að um Michele Ball­arin væri að ræða.

Auglýsing

Við­skiptin í þremur áföngum

Samn­ing­­ur­inn gerði aftur á móti ráð fyr­ir að við­skipt­in yrðu gerð í þrem­ur áföng­um og að um­­fang þeirra allra yrði svipað að um­fangi. Sam­kvæmt Morg­un­­blaðs­ins hljóð­aði heild­­ar­virði við­skipt­anna upp á tæp­ar 1,5 millj­­ón­ir doll­­ara, eða ríf­­lega 180 millj­­ón­ir króna.

Þrátt fyr­ir rift­un­ina hafa þreif­ing­ar um að koma við­skipt­un­um að nýju á átt sér stað en þau eru í upp­­­námi sem stend­­ur, sam­kvæmt blað­in­u. 

Gerði ekki fyr­ir­vara um kaupin

Athygli vekur að Ball­­­ar­in setti eng­an fyr­ir­vara um kaup­in í við­talið sem birt­ist í Við­skipta­Mogg­anum mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn. Þar full­yrti hún að nú þegar væri búið að tryggja millj­­arða króna til rekst­­ur­s­ins fyrstu tvö árin. 

„Við höf­um tryggt fé­lag­inu 85 millj­­ón­ir Banda­­ríkja­dala, eða 10,5 millj­­arða króna, sem á að duga fé­lag­inu fyrstu 24 mán­uð­ina. Ef þörf verður á get­ur sú tala orðið allt að 100 millj­­ón­ir dala, eða 12,5 millj­­arðar króna,“ sagði Ball­­­ar­in í við­tal­inu. Um­­fang um­ræddra kaupa, sem nú hef­ur verið rift, voru því aðeins um 1,8 pró­sent af þeirri fjár­­hæð sem Ball­­­ar­in full­yrti að nú þegar væri búið að tryggja til rekst­­ur­s­ins.

Kann­ist ekki við komu WOW

Sam­kvæmt Túrista.is sagð­ist fjöl­miðla­full­trúi Dul­les-flug­vell­inum í Banda­ríkj­unum ekki kann­ast við komu WOW air til borg­ar­innar en Ball­arin hefði meðal ann­ars sagt í fyrr­nefndu við­tali að yfir­völd á flug­vell­inum væru spennt fyrir að hýsa heima­höfn flug­fé­lags­ins.

„Í Mogg­anum segir Ball­arin frá fundum sínum með flug­mála­yf­ir­völdum í banda­rísku höf­uð­borg­inni og segir þau „ótrú­lega spennt” fyrir komu WOW air. Þessi lýs­ing er þó ekki í takt við þau svör sem Túristi hefur fengið frá fjöl­miðla­full­trúum Dul­les. Þar segir að flug­mála­yf­ir­völd Was­hington svæð­is­ins þekki ekki til US Aer­ospace Associ­ates eða félaga sem tengj­ast frú Ball­ar­in. Í svar­inu segir jafn­framt að for­svars­fólk flug­fé­laga hafi reglu­lega sam­band við yfir­völd og lýsi yfir áhuga á að hefja flug til borg­ar­inn­ar. Á þess­ari stundu liggi hins vegar ekk­ert fyrir um komu nýrra flug­fé­laga eða nýrra flug­leiða til og frá Was­hington Dul­les,“ segir í frétt Turista.­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent