Tólf umsækjendur um vernd frá Afganistan bíða úrlausnar sinna mála hér á landi

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru með mál 12 umsækjenda um vernd frá Afganistan til meðferðar. Einn er á lista stoðdeildar og bíður endursendingar til annars Evrópuríkis.

Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála eru með mál 12 umsækj­enda um vernd frá Afganistan til með­ferð­ar. Hvort ástandið í heima­landi hafi áhrif á nið­ur­stöðu mál­anna veltur á því hvort umsóknir þeirra fái efn­is­lega með­ferð hér á landi eða hvort þeim ljúki með end­ur­send­ingu til ann­ars Evr­ópu­rík­is.

Þetta kemur fram í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Mál Afgana hafa verið í brennid­epl­inum und­an­farna daga og vikur þar sem Talí­banar komust aftur við stjórn­völ­inn þar í landi eftir að banda­ríski her­inn hóf að draga sig til baka og fara af landi brott. Margir hafa kallað á að íslensk stjórn­völd bregð­ist við með ein­hverjum hætti.

„Í þeim málum sem tekin eru til efn­is­legrar með­ferðar er það ástandið í heima­landi umsækj­anda og per­sónu­legar aðstæður hans þar sem ráða nið­ur­stöð­unni en þá er tekin afstaða til þess hvort umsækj­and­inn þurfi á vernd að halda eða ekki. Í málum sem afgreidd eru með end­ur­send­ingu til ann­ars Evr­ópu­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar eða á grund­velli verndar í öðru Evr­ópu­landi er það ástandið og per­sónu­legar aðstæður umsækj­and­ans í við­kom­andi Evr­ópu­landi sem ræður nið­ur­stöð­unn­i,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Einn verður sendur til baka til ann­ars Evr­ópu­ríkis

Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að allir umsækj­endur um vernd frá Afganistan sem hafa fengið efn­is­lega með­ferð umsóknar sinnar hér á landi á und­an­förnum árum hafi fengið jákvæða nið­ur­stöðu, ýmist vernd eða við­bót­ar­vernd, og því ekki verið sendir aftur til Afganist­an.

Einn er á lista stoð­deildar og bíður end­ur­send­ingar til ann­ars Evr­ópu­rík­is, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni. „Eins og áður sagði hefur ástandið í Afganistan ekki áhrif á ákvarð­anir um end­ur­send­ingar til ann­arra Evr­ópu­landi og engar ákvarð­anir hafa verið teknar um end­ur­send­ingar til Afganistan á und­an­förnum árum,“ segir í svar­inu.

Skila til­lögum til stjórn­valda í næstu viku

Flótta­manna­nefnd fund­aði á þriðju­dag um ástandið í Afganist­an. Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra sendi erindi til flótta­manna­nefnd­ar, sem skipu­leggur komu flótta­manna, en í við­tali við Frétta­blaðið í gær sagði hann að hann væri ekki að biðja um ráð flótta­manna­nefndar „ef við ætl­uðum ekk­ert að aðhafast“.

Sam­kvæmt svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans mun flótta­manna­nefnd funda aftur í vik­unni og í fram­hald­inu skila til­lögum til stjórn­valda, lík­lega snemma í næstu viku.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Vilja aðgerðir

Hópur Íslend­inga sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóð­legum stofn­unum í Afganistan sendi í fyrra­dag ákall til íslenskra stjórn­valda um að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að bregð­ast við þeim veru­leika sem blasir við almennum borg­urum – ekki síst konum og börnum – í Afganistan í ljósi atburða und­an­far­inna daga.

­Fer hóp­ur­inn á leit við íslensk stjórn­völd og Alþingi að þau bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sam­an­ber konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.

Íslensk stjórn­völd leiti enn fremur sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Þá vill hóp­ur­inn að íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku. Íslensk stjórn­völd beiti sér jafn­framt fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall-að­stoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent