Tólf umsækjendur um vernd frá Afganistan bíða úrlausnar sinna mála hér á landi

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru með mál 12 umsækjenda um vernd frá Afganistan til meðferðar. Einn er á lista stoðdeildar og bíður endursendingar til annars Evrópuríkis.

Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála eru með mál 12 umsækj­enda um vernd frá Afganistan til með­ferð­ar. Hvort ástandið í heima­landi hafi áhrif á nið­ur­stöðu mál­anna veltur á því hvort umsóknir þeirra fái efn­is­lega með­ferð hér á landi eða hvort þeim ljúki með end­ur­send­ingu til ann­ars Evr­ópu­rík­is.

Þetta kemur fram í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Mál Afgana hafa verið í brennid­epl­inum und­an­farna daga og vikur þar sem Talí­banar komust aftur við stjórn­völ­inn þar í landi eftir að banda­ríski her­inn hóf að draga sig til baka og fara af landi brott. Margir hafa kallað á að íslensk stjórn­völd bregð­ist við með ein­hverjum hætti.

„Í þeim málum sem tekin eru til efn­is­legrar með­ferðar er það ástandið í heima­landi umsækj­anda og per­sónu­legar aðstæður hans þar sem ráða nið­ur­stöð­unni en þá er tekin afstaða til þess hvort umsækj­and­inn þurfi á vernd að halda eða ekki. Í málum sem afgreidd eru með end­ur­send­ingu til ann­ars Evr­ópu­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar eða á grund­velli verndar í öðru Evr­ópu­landi er það ástandið og per­sónu­legar aðstæður umsækj­and­ans í við­kom­andi Evr­ópu­landi sem ræður nið­ur­stöð­unn­i,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Einn verður sendur til baka til ann­ars Evr­ópu­ríkis

Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að allir umsækj­endur um vernd frá Afganistan sem hafa fengið efn­is­lega með­ferð umsóknar sinnar hér á landi á und­an­förnum árum hafi fengið jákvæða nið­ur­stöðu, ýmist vernd eða við­bót­ar­vernd, og því ekki verið sendir aftur til Afganist­an.

Einn er á lista stoð­deildar og bíður end­ur­send­ingar til ann­ars Evr­ópu­rík­is, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni. „Eins og áður sagði hefur ástandið í Afganistan ekki áhrif á ákvarð­anir um end­ur­send­ingar til ann­arra Evr­ópu­landi og engar ákvarð­anir hafa verið teknar um end­ur­send­ingar til Afganistan á und­an­förnum árum,“ segir í svar­inu.

Skila til­lögum til stjórn­valda í næstu viku

Flótta­manna­nefnd fund­aði á þriðju­dag um ástandið í Afganist­an. Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra sendi erindi til flótta­manna­nefnd­ar, sem skipu­leggur komu flótta­manna, en í við­tali við Frétta­blaðið í gær sagði hann að hann væri ekki að biðja um ráð flótta­manna­nefndar „ef við ætl­uðum ekk­ert að aðhafast“.

Sam­kvæmt svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans mun flótta­manna­nefnd funda aftur í vik­unni og í fram­hald­inu skila til­lögum til stjórn­valda, lík­lega snemma í næstu viku.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Vilja aðgerðir

Hópur Íslend­inga sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóð­legum stofn­unum í Afganistan sendi í fyrra­dag ákall til íslenskra stjórn­valda um að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að bregð­ast við þeim veru­leika sem blasir við almennum borg­urum – ekki síst konum og börnum – í Afganistan í ljósi atburða und­an­far­inna daga.

­Fer hóp­ur­inn á leit við íslensk stjórn­völd og Alþingi að þau bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sam­an­ber konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.

Íslensk stjórn­völd leiti enn fremur sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Þá vill hóp­ur­inn að íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku. Íslensk stjórn­völd beiti sér jafn­framt fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall-að­stoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent