Útilokar ekki að Viðreisn sameinist Sjálfstæðisflokki – ef hann gjörbreytist

Formaður Viðreisnar segist ekki „útiloka eitt eða neitt“ varðandi samruna Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, en þá þurfi að snerta á öllum helstu kjarnamálum Viðreisnar, sem ekki sé útlit fyrir að gerist í náinni framtíð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar úti­lok­aði ekki, í sam­tali við Pál Magn­ús­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þætti hans á Hring­braut í gær­kvöldi, að flokk­ur­inn gæti einn dag­inn sam­ein­ast Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hún sagð­ist ekki „úti­loka eitt eða neitt“, en til þess þyrfti að snerta á öllum helstu kjarna­málum Við­reisn­ar, sem væru ekki bara Evr­ópu­mál­in. „Það er langt í það,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætt­in­um.

For­mað­ur­inn sagði fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins stundum tala eins og Evr­ópu­málin væru bara eitt mál, en þau væru víð­fem og sner­ust um efna­hags­legan stöð­ug­leika, félags­legan stöð­ug­leika og það hvar Ísland vildi standa og taka afstöðu á alþjóð­lega svið­inu. Leyfa þyrfti þjóð­inni að ákveða hvernig þessum málum yrði hátt­að. Einnig væru prinsipp­mál í kjarna­stefnu Við­reisnar á borð við auð­linda­mál og jafnt vægi atkvæða, sem þyrfti að koma til móts við.

„Ef við getum talað um þessi mál, öll þessi mál verði snert með ein­hverjum hætti, þá ætla ég ekk­ert að úti­loka eitt eða neitt,“ sagði Þor­gerður Katrín, en bætti við að reynslan væri sú að hvorki „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn né hinir íhalds­flokk­arn­ir“ í rík­is­stjórn­inni vildu gera nokkuð með þessi mál.

Áfeng­is­mál „ær og kýr“ Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir kosn­ingar

Þor­gerður Katrín, sem er fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tal­inu við Pál að Við­reisn hefði reynt að leggja til alls­konar mál á kjör­tíma­bil­inu sem hefðu leitt til auk­ins frjáls­ræðis sem bæði aðrir flokkar í stjórn­ar­and­stöðu og rík­is­stjórnin hefði fellt, til dæmis varð­andi heil­brigð­is­mál og einnig „lítil mál“ og áfeng­is­slög­gjöf­ina, sem hún kall­aði „ær og kýr“ Sjálf­stæð­is­flokks­ins er kæmi að kosn­ingum en ekk­ert gerð­ist með þess á milli.

Auglýsing

„Stærsta frels­is­mál­ið“, sagði Þor­gerður Katrín, er gjald­mið­ill­inn. „Það er stöð­ugur gjald­mið­ill og að við verðum með við­skipta­frelsi hér í alþjóð­legu sam­starfi í stað­inn fyrir að vera í stöð­ug­leika innan í ein­hverri gjald­eyr­is­hafta­búbblu eins og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir.“

Staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins veik gagn­vart Vinstri grænum

Þor­gerður Katrín sagði í við­tal­inu að það væri alveg ljóst að núver­andi rík­is­stjórn væri ekki að fara breyta neinu í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, gjald­mið­ils­málum og varla miklu í heil­brigð­is­mál­um, ef hún héldi áfram.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hér á milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur í kappræðum í sjónvarpssal fyrir kosningarnar 2017. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hún sagði stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins mjög veika í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum gagn­vart Vinstri grænum ef þær væru framund­an, og benti á að rúm 70 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna hefðu lýst sig andsnúin áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfi flokks­ins við Sjálf­stæð­is­flokk og Við­reisn í könnun fyrr í sum­ar.

„Hvað þýðir það, það þýðir ein­fald­lega það að heil­brigð­is­ráð­herra­efni kemur frá Vinstri græn­um. [...] Staða Vinstri grænna í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er það sterk gagn­vart Sjálf­stæð­is­flokknum að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf að kaupa það mjög dýru verði að fara aftur inn í rík­is­stjórn, en það dýra verð er hann samt til­bú­inn að greiða af því að þá breyt­ist ekk­ert í sjáv­ar­út­vegi á með­an. Og það er það sem er svo hættu­leg­t,“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti við að sama stjórn myndi þýða fjögur ár til við­bótar af kyrr­stöðu í grund­vall­ar­málum þjóð­ar­inn­ar.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fyr­ir­sögn frétt­ar­innar hefur verið breytt frá því að hún birt­ist fyrst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent