Reykjavíkurmaraþoninu aflýst

Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka segja ekki stefna í nægilega miklar tilslakanir á fjöldatakmörkunum til að hægt verði að halda eins og til stóð þann 18. september næstkomandi.

Maraþonið átti að fara fram um komandi helgi, en var síðan frestað til 18. september. Nú hefur því verið aflýst.
Maraþonið átti að fara fram um komandi helgi, en var síðan frestað til 18. september. Nú hefur því verið aflýst.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka hefur verið aflýst og mun það því ekki fara fram 18. sept­em­ber eins og áður hafði verið til­kynnt. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Íþrótta­banda­lags Reykja­víkur til þátt­tak­enda í dag.

„Á síð­ustu vikum og mán­uðum hefur Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur leitað allra leiða til að halda Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka 2021 í miðjum heims­far­aldri. Ákveðið var að fresta hlaup­inu fyrst um sinn, með von um að ástandið myndi breyt­ast til hins betra á næstu vik­um, en það virð­ist ekki stefna í nægar til­slak­anir fyrir svona stóran við­burð. Við reyndum allt sem við gát­um, en sjáum því miður ekki mögu­leika á að halda hlaup­ið, ástæð­urnar eru margar og ólík­ar, sú stærsta er þó fjölda­tak­mark­an­ir,“ segir í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Aðstand­endur hlaups­ins segja að álagið á sam­fé­lag­ið, sem og heil­brigð­is­kerfið hafi verið mikið og að mikil óvissa sé ennþá um fram­hald­ið. „Eftir sam­töl við heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, Almanna­varn­ir, lög­regl­una, slökkvi­lið­ið, Reykja­vík­ur­borg og skóla- og íþrótta­sam­fé­lagið þá viljum við ekki taka þá áhættu að valda auknu álagi á þessa aðila með því að halda hlaupið í ár,“ segir í til­kynn­ing­unni.

End­ur­greitt með gjafa­bréfi

Þús­undir þátt­tak­enda hugð­ust hlaupa Reykja­vík­ur­mara­þon­ið, sem upp­haf­lega átti að fara fram 21. ágúst eða næst­kom­andi laug­ar­dag. Þar á meðal voru um tvö­þús­und erlendir hlauparar sem ætl­uðu að leggja leið sína til lands­ins til þess að taka þátt.

Þátt­tak­endum verður end­ur­greitt með gjafa­bréfi, sem hægt verður að nota í við­burði ÍBR næsta árið, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ing­unni til hlaupara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent