Kosningarnar snúist „fyrst og fremst“ um að koma í veg fyrir vinstristjórn

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir kosningarnar í haust snúast um að koma í veg fyrir vinstristjórn á Íslandi. „Að hér verði ekki til vinstristjórn eftir kosningar, það er stóra málið,“ sagði hann í viðtali á Hringbraut í gær.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að alþing­is­kosn­ing­arnar í lok sept­em­ber snú­ist „fyrst og fremst um það að halda vinstri­st­jórn frá völd­um“.

„Að hér verði ekki til vinstri­st­jórn eftir kosn­ing­ar, það er stóra mál­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur verið aflið sem hefur komið í veg fyrir það hingað til og það er það sem við stefnum á að ger­a,“ sagði Bjarni í við­tali við Pál Magn­ús­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er byrj­aður að stýra póli­tískum umræðu­þáttum á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut.

Ekki óska­staða að mynda stjórn yfir miðju en samt fyrsti kostur

Í þætti Páls, sem var á dag­skrá í gær, var Bjarni spurður að því hvaða rík­is­stjórn hann vildi sjá eftir kosn­ing­ar. Hann sagði að fyrsti kostur sinn, ef að núver­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur héldi velli, væri að gefa því stjórn­ar­mynstri séns. Það væri þó ekki óska­staðan í sjálfu sér að mynda stjórn yfir miðju, en ef það væri það sem þyrfti til þess að halda vinstri­st­jórn frá völdum myndi hann gera það.

Auglýsing

„Ef við þurfum að mynda svona breiða stjórn aftur til að koma í veg fyrir að það ger­ist, þá munum við gera það. Ef við getum myndað rík­is­stjórn á grund­velli sterkrar stöðu eftir kosn­ingar sem er meira í takt við þær helstu áherslur sem við erum með, til dæmis í efna­hags­málum og í grænum mál­um, orku­bylt­ing­unni, þá myndum við skoða þann mögu­leika. En fyrsti kost­ur­inn ef stjórnin heldur velli hlýtur að vera að gefa því séns,“ sagði Bjarni.

Páll og Bjarni ræða saman í þættinum í gær. Skjáskot úr útsendingu Hringbrautar.

Páll og Bjarni ræddu um stöð­una í stjórn­mál­unum og stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þætt­inum í gær. Páll sagði að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins virt­ist hafa tví­klofn­að, til Við­reisnar ann­ars vegar og Mið­flokks­ins hins veg­ar. Bjarni gaf ekki mikið fyrir að það væri að hafa ein­hver áhrif á stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Mér finnst svo­lítið spaugi­leg þessi kenn­ing þín um að Mið­flokk­ur­inn sé klofn­ingur út úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þetta er fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sem féll á lands­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins … og við bættum við okkur fylgi þegar Við­reisn varð til,“ sagði Bjarni.

For­mað­ur­inn sagði að hann væri ekk­ert sér­stak­lega ánægður með fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins eins og það er í dag og stefnan væri að auka það. Hann sagð­ist ekki telja nein efri mörk á því hvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti bætt við sig miklu fylgi.

Hann sagði Við­reisn hafa orðið til vegna ágrein­ings innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um Evr­ópu­mál. „Hvar er Evr­ópu­stefna þess flokks í dag? Hvernig gengur að reka þá stefnu að Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið? Erum við ekki að fara í kosn­ingar núna bráðum? Ef að það var málið sem olli klofn­ingn­um, þá segi ég, við gerðum rétt með því að gefa ekki eftir í því máli,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent