Gunnar Smári kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna framkvæmdar kosninganna

Sósíalistaflokkur Íslands telur að framboð sitt til Alþingis njóti ekki jafnræðis við kynningu á kjörstað. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnar því að starfsmaður þess hafi sagt að ekki væri kominn listabókstafur fyrir flokkinn.

Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands og odd­viti hans í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í kom­andi kosn­ing­um, sendi í gær kvörtun til umboðs­manns Alþingis vegna fram­kvæmdar á utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu sem nú stendur yfir. Hann telur að fram­boð Sós­í­alista­flokks­ins njóti ekki jafn­ræðis við kynn­ingu á kjör­stað.

Til­efnið er að kjós­andi leitað til Sós­í­alista­flokks­ins eftir að hann hugð­ist kjósa utan kjör­fundar hjá Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Kópa­vogi, en að starfs­maður emb­ætt­is­ins hafi sagt honum að það væri ekki kom­inn lista­bók­stafur fyrir Sós­í­alista­flokk­inn. 

Í kvörtun Gunn­ars Smára segir að við eft­ir­grennslan hafi feng­ist þær upp­lýs­ingar að þegar kjós­andi komi til að kjósa hjá sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fái hann að skoða blað með lista­bók­stöfum þar sem lista­bók­stafur Sós­í­alista­flokks­ins sé aðgreindur frá lista­bók­stöfum flokka sem buðu fram síð­ast með smáum texta og útskýr­ingum sem gefi til kynna að fram­boð Sós­í­alista­flokks­ins sé í öðrum flokki en hinna.

Auglýsingin sem kjósendum á kjörstað er sýnd.

Gunnar Smári hafði sam­band við dóms­mála­ráðu­neytið vegna máls­ins sem svar­aði því til að ráðu­neytið hefði átt sam­tal við sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem „hafnar því að það verk­lag sem þú lýsir í tölvu­póst­inum hér að neðan sé við­haft.“ 

Auglýsing
Sigríður Krist­ins­dótt­ir, sýslu­maður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sagði í sam­tali við Vísi í gær að um mis­skiln­ing kjós­and­ans væri að ræða og að starfs­maður emb­ætt­is­ins sem átt hafi í sam­skiptum hans kann­ist ekki við að hafa gefið þær röngu upp­lýs­ingar sem hann var vændur um.  Sig­ríður benti auk þess á að kjós­and­inn gæti kosið aftur ef hann vildi, en fólk sem kýs utan kjör­fundar má kjósa eins oft og það vill. Síð­asta greidda atkvæðið gildir ein­fald­lega þegar talið er upp úr kjör­köss­un­um.  

Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við erindi Gunn­ars Smára sagði að hægt væri að kvarta yfir stjórn­sýslu sýslu­manns til umboðs­manns Alþing­is. Það gerði hann í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent