Hvert verður svarið?

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki, sat réttarhöld vinar síns sem hafði mótmælt friðsamlega við Alþingishúsið. Eftir sátu ýmsar spurningar um réttlæti og mannúð.

Auglýsing

I.

Það var kom­inn mánu­dag­ur, 30. ágúst, kennsla að byrja en fyrsti tím­inn hjá mér ekki fyrr en í hádeg­inu. Ég ætl­aði að verja morgn­inum í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur þar sem yrði réttað yfir vini mín­um. Ég hafði vaknað snemma, fyr­ir­takan byrj­aði ekki fyrr en korter yfir níu og til að drepa tím­ann ákvað ég að skúra gólf­in. Mér fannst þau reyndar ekk­ert sér­lega skítug en þegar ég hellti skolp­inu í kló­settið sá ég að það hafði sann­ar­lega verið til­efni til að gera hreint og limra eftir Þor­stein Valdi­mars­son rifj­að­ist upp fyrir mér:

Það er svipað um her­námið hér

og horn­grýtis rykið hjá mér.

Það seigl­ast að falla

og svínar út alla

og það sést ekki fyrr en það fer.

Þegar ég kom inn í dóm­sal­inn var nýbyrjað að spila mynd­bands­upp­töku frá mót­mælum við Alþing­is­húsið þann 19. mars 2019. Ég kom mér fyrir og fylgd­ist með. Á upp­tök­unni mátti sjá nokkrar mann­eskjur með lím­band yfir munn­in­um, með hend­urnar á lofti þannig að lófarnir blöstu við í um það bil axl­ar­hæð. Þegar mynda­vélin stað­næmd­ist nógu lengi við nokkra mót­mæl­endur sem stóðu fyrir dyrum Alþing­is­húss­ins mátti lesa skrifað í lófana: „Stop deporta­tions“ – Stöðvið brott­vís­an­ir. Eftir að hafa árang­urs­laust reynt að ná tali af yfir­völdum eftir öðrum leið­um, þá hafði fólkið ákveðið að stilla sér upp við inn­gang Alþing­is­húss­ins til að láta í ljós sína ein­földu ósk: það vildi ekki að flótta­fólki, sem ein­hvern veg­inn hafði kom­ist til Íslands, yrði vísað aftur til baka, eflaust til Grikk­lands eða Ítal­íu, þar sem hafði verið fyrsti við­komu­staður þess í Evr­ópu. Flótta­fólkið hafði kom­ist yfir Mið­jarð­ar­haf­ið, en hvíldi ekki í votri gröf þess salta sjávar eins og svo margir sem hafa lagt af stað út í óviss­una af því að heima beið þeirra ekk­ert annað en ofbeldi eða hung­ur.

Auglýsing

Á mynd­band­inu má líka sjá þrjá lög­reglu­menn sem biðja fólkið að færa sig frá dyrum Alþing­is­húss­ins, það sé ekki í boði að blokkera inn­gang­inn eins og einn seg­ir. Þegar fólkið hlýðir ekki, ýtir lög­reglan nokkrum mót­mæl­endum frá dyr­unum og segir þeim að ef þau hlýði ekki fyr­ir­mælum lög­­­reglu verði þau mögu­lega sótt til saka og sekt­uð. Fljót­lega er einn mót­mæl­andi tek­inn fast­ur, hann hafði end­ur­tekið farið aftur upp að dyr­unum eftir að lög­reglan stugg­aði honum burt. Aðrir stóðu til hlið­ar, og ekki annað að sjá en að aðgangur að hús­inu væri óhindr­að­ur. En vissu­lega voru mót­mæl­end­urnir sýni­legir hverjum sem þar gekk um – og það mátti hæg­lega lesa skila­boðin í lóf­un­um: Stöðvið brott­vís­an­ir.

Skömmu síðar skipar lög­reglan fólk­inu að færa sig lengra burt. Þegar ein mann­eskja biður lög­­­regl­una um að gefa fyr­ir­mæli á ensku, þar sem sumir skilji ekki íslensku, er hún hand­tekin og lög­reglu­maður fer með hana í átt að lög­reglu­bíln­um. Vinur minn fylgir þeim eft­ir, með lím­bandið fyrir munn­inum og hend­urnar á lofti, en er þá grip­inn af lög­reglu­manni sem fer með hann afsíð­is. Lög­reglu­mað­ur­inn veit greini­lega ekki hvað hann á að gera við þennan mann, spyr svo þann sem stjórnar aðgerðum og fær skipun um að hand­taka hann líka. Þar með höfðu þrjár mann­eskjur verið hand­teknar þennan morgun fyrir framan Alþing­is­hús­ið.

II.

DV deildi þessu mynd­bandi á sínum tíma með frétt sem bar fyr­ir­sögn­ina „Sauð upp úr við Alþing­is­­húsið í gær“. Á mynd­band­inu er erfitt að sjá að það hafi soðið upp úr, þvert á móti hafði allt gengið frekar prúð­mann­lega fyrir sig, helst að lög­reglan væri pirruð. Þau sem voru að mót­mæla voru ekki með læti, ekki með hróp og köll, voru ekki ógn­andi og hindr­uðu engan í að ganga um dyr Alþing­is. Í upp­hafi mynd­bands­ins, á meðan fólkið stendur beint fyrir framan úti­dyrn­ar, má sjá Óla Björn Kára­son alþing­is­mann koma út og smeygja sér fram­hjá fólk­inu. Hann virð­ist ekki eiga í vand­ræðum með að kom­ast leiðar sinn­ar.

En þótt ekki syði upp úr, þótt allt virt­ist með harla kyrrum kjörum, má ímynda sér að undir yfir­borð­inu hafi kraumað bæði reiði og ótti. Í hópi mót­mæl­enda voru nokkrir ein­stak­lingar sem biðu þess að verða enn eina ferð­ina sendir eitt­hvað annað af því að þeim væri ofauk­ið, þau væru óvel­kom­in. Þau væru fólk sem ekki ætti heima hérna á Íslandi, ekki frekar en þar sem þau drápu sein­ast niður fæti, eða þar áður. Flótta­fólk er umkomu­laus­asta fólk jarðar því ofan í fátækt­ina og nið­ur­læg­ing­una sem fylgir eilífum hreppa­flutn­ing­um, þar sem hvert landið eftir annað kepp­ist við að koma þeim af höndum sér, þá eiga þau ekki lengur neitt föð­ur­land, nema kannski í minn­ing­unni, ein­hvers staðar djúpt í hjart­anu. Börn sem fæð­ast á flótta eiga ekki einu sinni minn­ingu um föð­ur­land, þau hafa aldrei verið annað en óvel­kom­in. Árið 2019 fædd­ust um 300.000 börn á flótta, næstum jafn mörg og allir Íslend­ing­ar.

Flótta­fólkið sem stóð þarna í hópi nokk­urra vina fyrir dyrum Alþing­is­húss­ins átti það sam­eig­in­­legt með millj­ónum manna á flótta að hafa enga rödd. Þau eru hvergi rík­is­borg­ar­ar, nema kannski þar sem þau áttu eitt sinn föð­ur­land en er ekki lengur vært. Og því þarf eng­inn að hlusta. Þegar þau hrópa, þá kalla þau út í tómið. Þannig er flótta­fólk ekki bara svipt föð­ur­landi, það hefur einnig verið svipt tungu­mál­inu. Þess vegna var tákn­rænt að mót­mæl­endur skyldu hafa límt fyrir munn­inn á sér þennan morg­un. Mót­mælin voru þögul en krafan skýr. Ekki senda flótta­fólkið enn eina ferð­ina út á guð og gadd­inn.

Þegar ég hugs­aði um hlut­skipti þessa fólks varð mér hugsað til morg­un­verk­anna. Ég skúraði gólf­ið, hreins­aði upp horn­grýtis rykið og tæmdi föt­una í kló­sett­ið. Svo sturt­aði ég niður og við mér blasti skín­andi hvít kló­sett­skál­in. Á einu auga­bragði var ekk­ert sem minnti á skolp­ið. Þannig er farið með flótta­fólk­ið: Við sendum það eitt­hvað í burtu, langt í burtu, þar sem það hverfur út úr lífi okk­ar, svo til­veran geti aftur orðið skín­andi og fög­ur. Lengi tekur hafið við, segir mál­tæk­ið. Lengi taka útlönd við, er við­kvæð­ið.

III.

Ég veitti því athygli að þessir mót­mæl­endur voru flestir ungt fólk, kannski um tví­tugt eða þrí­tugt. Stundum er sagt að ungt fólk í dag sé svo sjálf­hverft – ólíkt minni kyn­slóð og þeim sem á undan gengu og þurftu að vinna, þræla sér út, hafa fyrir hlut­un­um. Við heyrum oft sagt að í dag sé unga fólkið vant því að fá allt upp í hend­urn­ar. Það er lítil eft­ir­sjá í þræl­dómi fyrri kyn­slóða. Þessi þræl­dómur skil­aði okkur sem nú erum uppi góðu búi, fyrir það getum við verið þakk­lát, en upp­eld­is­gildi þræl­dóms er lít­ið. Mér fannst umhugs­un­ar­vert að þarna voru fáar mann­eskjur á mínum aldri eða eldri (50+). Erum við orðin of gömul til að finna hjá okkur köllun til að leggja flótta­fólki lið, erum við orðin of mak­ráð til að ómaka okkur við að hjálpa þeim sem eru hvað umkomu­lausust í heim­in­um? Upp í hug­ann kom vísa sem móðir mín hafði skrifað í minn­ingu um föður sinn:

Auð­legð­ina ei ég spyr um,

að mér minn­ing­arnar streyma.

Þar sem grasið grær að dyr­um,

gest­risnin á ekki heima.

Afi minn og amma bjuggu nær allan sinn búskap í lít­illi íbúð norður á Akur­eyri. Þar ólu þau upp sex börn auk þess sem gesta­gangur var ævin­lega mik­ill. Þar var ekki spurt um auð­legð­ina þegar ein­hvern bar að garði, en þar greri grasið heldur ekki að dyr­um. Ég velti því fyrir mér hvort við, Íslend­ing­ar, séum orðin svo mak­ráð að gest­risnin eigi ekki lengur heima hjá okk­ur. Kannski segir ein­hver að þetta sé ekki spurn­ing um gest­risni, heldur séum við svo fá að við getum ekki bjargað heim­in­um. Árið 2019, þegar mót­mælin áttu sér stað sem leiddu til hand­töku vinar míns og ákæru á hendur hon­um, var fjöldi flótta­manna á Íslandi á hverja 10.000 íbúa ein­ungis 16. Í Finn­landi var sam­svar­andi tala 43, í Dan­mörku 65, Nor­egi 101 og í Sví­þjóð 248. Við áttum sann­ar­lega ekki Norð­ur­landa­metið í gest­risni.

Vik­urnar fyrir rétt­ar­höldin höfðu hver ótíð­indin fylgt öðrum: birt hafði verið skýrsla um að lofts­lags­vand­inn væri enn alvar­­legri en áður var talið, Afganistan hafði hrunið í hendur Tali­bana og vart við öðru að búast en að við tæki ný harð­stjórn sem setti af stað nýjar bylgjur flótta­manna, skóg­ar­eldar log­uðu víða um heim, og fleira í líkum dúr. Flest af þessu eru afleið­ingar græðgi, valda­græðgi og ver­ald­argræðgi; óseðj­andi sókn eftir tæki­færum til að kúga aðra og óseðj­andi hungri í gæði jarð­ar­inn­ar. Mót­mæl­end­urn­ir, sem stóðu með hendur á lofti framan við Alþing­is­húsið til að biðja um áheyrn fyrir fólk á flótta, voru full­komin and­stæða þessa. Frekar en að sækj­ast eftir því að geta kúgað aðra, stóðu þau þarna með umkomu­laus­asta fólki jarð­ar­innar til að and­æfa kúgun og kúg­ur­um. Þau báru líka með sér, í fasi og klæðn­aði, að sam­band þeirra við heim­inn ein­kennd­ist ekki af græðgi heldur umhyggju. Hvernig má það þá vera að ríki sem vill kalla sig lýð­ræð­is­legt mætir slíku fólki með lög­reglu­valdi, hand­tök­um, ákærum og rétt­ar­höld­um.

Með frið­sömum mót­mælum sínum framan við Alþing­is­húsið og ákalli um að veita flótta­fólk­inu örlitla von, gerðu mót­mæl­end­urnir sýni­legt ofbeldið sem íslenska ríkið beitir varn­ar­laust fólk. Ofbeldið er eins og ryk­ið, það leyn­ist á meðan ekki er hreyft við því. Ef þetta fólk hefði ekki fylkt liði og staðið með hendur á lofti framan við dyr Alþing­is, hefði flótta­fólk­inu verið vísað úr landi án þess að nokkur hefði orðið var við það. Það hefði ekki truflað unaðs­semdir okkar huggu­lega lífs. Við hefðum getað sungið kát og sæl um okkar fagra föð­ur­land, „með frið­sæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heims­ins víga­slóð“, án þess að þessi víga­slóð heims­ins ataði okkur minnstu óhrein­ind­um.

Rík­is­rekið ofbeldi er eins og rykið í vísu Þor­steins, það svínar alla út, jafn­vel þótt við verðum ekki vör við það fyrr en við því er hreyft. Þar sem ég sat í rétt­in­um, horfði á vin minn ýmist fylgj­ast með mynd­band­inu, hlusta á vitna­leiðslur eða koma sjálfur fyrir rétt­inn og svara spurn­ing­um, þá fyllt­ist ég þakk­læti fyrir að þetta fólk skyldi rísa upp gegn ofbeld­inu.

IV.

Áður en rétt­ar­höld­unum lauk þurfti ég að drífa mig í vinn­una, fyrsta tíma hausts­ins í heim­speki og hug­mynda­sögu mennt­un­ar. Umræðu­efnið var Sókrates, mað­ur­inn sem var dæmdur til dauða fyrir að spilla æskunni, að því er sagt var. En lík­lega var hann dæmdur til dauða fyrir að afhjúpa vald­ið, heimsk­u­na, blinda tryggð – gagn­rýn­is­lausa tryggð – við hefð og venj­ur. Sókrates hafði hvorki stöðu né met­orð en hann hafði lag á því að spyrja spurn­inga og þá breytti engu hver við­mæl­and­inn var. Orðstír eða staða skipti ekki máli, met­orð voru einskis nýt; í rök­ræð­unni var það ein­ungis rök­vísi og heið­ar­leg við­leitni til að leita sann­leik­ans sem skipti máli. Sókrates gekk aldrei fram í krafti sann­leika, heldur ævin­lega í auð­mýkt efa­semd­anna. Frammi fyrir afhjúp­andi spurn­ingum hans voru allir jafn­ir, hann sjálfur þar með­tal­inn. Í Aþenu til forna þótti valda­mönnum óbæri­legt að vera afhjúpað­ir, teknir af stall­inum og settir til sætis með flæk­ingum á torg­inu. Þar sem Sókrates hafði engan mál­stað að verja annan en sann­leik­ann, hver sem hann kynni að vera, fundu vald­hafar þess tíma enga leið til að ná tökum á hon­um. Eina leiðin til að bregð­ast við þessum upp­reisn­ar­manni var að taka hann af lífi.

Upp­á­koman við hús Alþingis þann 19. mars 2019 var ekki jafn dramat­ísk og rétt­ar­höldin yfir Sókratesi, en þau voru afhjúp­andi með svip­uðum hætti. Af því að mót­mæl­endur sögðu ekk­ert, voru ekki ógn­andi, voru ekki með nein læti – þau bara stóðu þarna með hend­urnar á lofti og báðu um að vinir þeirra yrðu ekki sendir í burtu, á von­ar­völ – þá virt­ist lög­reglan nán­ast vera ráða­laus. Á mynd­band­inu má sjá hvernig hún þjösnast í mót­mæl­endum og þegar einn úr þeirra hópi bendir á að rétt sé að gefa skip­an­irnar á ensku, því þarna sé fólk sem ekki skilji íslensku, þá er hann tek­inn fast­ur.

Fyrir rétti sögðu lög­reglu­menn­irnir að þeir hefðu verið beðnir um að koma mót­mæl­endum frá inn­gangi Alþing­is­húss­ins vegna þess að fólki þætti nær­vera þeirra óþægi­leg. Hvað var svona óþægi­legt? Eins og ég sagði, það voru engin læti í mót­mæl­end­um, þeir voru ekki ógn­andi, þeir gerðu ekki annað en að standa þarna með hendur á lofti og skila­boðin í lóf­un­um: Stöðvið brott­vís­an­ir. Það er erfitt að ímynda sér að neitt annað en þessi skila­boð, þessi áminn­ing um ómann­eskju­lega vald­beit­ingu gagn­vart þeim sem minnst mega sín, hafi verið óþæg­indin sem þurfti að losna við. Með mót­mæl­endur fyrir dyrum Alþingis var ekki hægt að horfa fram­hjá því að við værum að senda fólk á flótta út í von­lausar aðstæður – við værum að vísa burt fólki sem hefði kom­ist inn úr mann­dráps­hríð­inni og í dyra­gætt­ina hjá okk­ur. Með þögn sinni og yfir­vegun voru mót­mæl­endur afhjúp­andi líkt og Sókrates hafði verið forðum daga með spurn­ingum sín­um. Þar sem þau stóðu fyrir framan dyr Alþing­is­húss­ins gátum við ekki vikið okkur undan sann­­leik­anum um sjálf okk­ur. Og frekar en að horfast í augu við sann­leik­ann, þá var kallað á lög­regl­una svo við mættum halda áfram að lifa mak­inda­lega í eigin blekk­ingu.

Þegar ég hjólaði heim, lúinn eftir við­burða­ríkan dag, þá komu mér til hugar vísu­orðin úr kvæði Heið­reks Guð­munds­sonar frá Sandi: „Þeim líður best sem lítið veit og sér, og lok­ast inn í fjalla­hringnum blá­a.“ Kannski var það hlut­verk lög­regl­unnar þennan dag að standa vörð um fávisk­una. Og kannski var það þess vegna sem mót­mæl­endur höfðu ekki ein­ungis verið teknir fast­ir, heldur líka ákærðir og færðir fyrir dóm: Það skyldi eng­inn kom­ast upp með að leiða í ljós sann­leik­ann um okkur sjálf og spilla þannig þeirri vellíðan sem fáviskan veit­ir.

V.

Síð­astur til að bera vitni var vinur minn, söku­dólg­ur­inn í mál­inu. Mér leið und­ar­lega þegar hann sett­ist í vitna­stól­inn og hóf mál sitt, ekki til að verja eigin gerðir heldur til að lýsa því sem hann hafði gert og íslenska ríkið leit á sem glæp. Það var ekki nóg með að hann hefði verið hand­tek­inn, fang­els­aður og ákærður fyrir að óhlýðn­ast lög­regl­unni, heldur hélt rík­is­valdið nú refsi­vilja sínum til streitu. Ákæran var ekki dregin til baka, hann var ekki beð­inn afsök­unar á óhóf­legri vald­beit­ingu. Nei, þarna sat hann og and­spænis honum sat sjálft rík­is­valdið – dóms­valdið beint á móti honum og ákæru­valdið til vinstri hand­ar. Eftir að hann hafði svarað nokkrum spurn­ingum ákæru­valds­ins, spurði verj­andi hans hvort hann vildi bæta ein­hverju við. Vinur minn fékk sér vatns­sopa og sagði svo:

„Ég var hand­tek­inn þegar ég tók þátt í frið­sam­legum mót­mæl­um. Það voru mót­mæli sem snú­ast um mannúð og sam­stöðu, að hlusta á fólk og sögur þeirra.“ Hann þagn­aði eitt augna­blik áður en hann hélt áfram: „Svarið frá yfir­völdum og stjórn­völdum var hins vegar mjög skýrt: mót­mæl­endur voru hand­teknir og – það sem mér finnst erf­ið­ast í öllu þessu – þeim flótta­mönnum sem tóku þátt í þessum mót­mæl­um, þeim var öllum brott­vís­að, þau eru ekki lengur hér á Ísland­i.“ Röddin var mjög blátt áfram, engin reiði en mér fannst ég greina dep­urð í rómn­um. Svo hélt hann áfram: „Ég var far­inn að spyrja mig hvort ég byggi í sam­fé­lagi sem horfir á og við­heldur ras­is­ma? Sam­fé­lagi sem þegir og neitar að hjálpa fólki sem biður um hjálp?“ Hann bar upp þessar spurn­ingar alger­lega án ásök­un­ar, nán­ast eins og hann væri að spyrja um eitt­hvað sjálf­sagt, en þegar ég hlust­aði á hann fann ég hvernig þær nístu mína eigin sam­visku. Fleiri spurn­ingar vökn­uðu í huga mér: Búum við í sam­fé­lagi sem neitar að hlusta og hjálpa fólki sem biður um hjálp? Hvar er gest­risnin sem við tölum svo fjálg­lega um á góðum stund­um? Getur verið að grasið sé farið að gróa svo ræki­lega að okkar dyr­um, að við höfum úthýst gest­risn­inni? Hann fékk sér annan vatns­sopa, horfði beint á dóm­ar­ann og hélt áfram:

„Ég er sjálfur útlend­ing­ur, en ég er svo hepp­inn að ég fékk kenni­tölu strax þegar ég kom hingað frá Þýska­landi fyrir sex árum. Ég má búa hér, ég má læra tungu­málið ykk­ar, ég má vinna og borga skatt. Ég má líka vera hand­tek­inn og ákærð­ur, en sem útlend­ingur má ég hins vegar ekki kjósa, sem útlend­ingur má ég aldrei taka þátt í alþing­is­kosn­ing­um. Það að mót­mæla á frið­sam­legan hátt er ein leið fyrir mig til að reyna að taka þátt í sam­fé­lagi og lýð­ræði. Saga lands­ins sem ég ólst upp í kenndi mér mik­il­vægi þess að spyrja spurn­inga, að treysta og hlusta á mann­eskj­ur, mannúð og sam­kennd, að vera gagn­rýn­inn á fyr­ir­mæli, lög og vald­beit­ingu sem van­virða þessi gild­i.“

Hann teygði sig í vatns­flösk­una, fékk sér sopa og hélt svo áfram: „Þið getið hand­tekið og kært mig á hverjum degi, en þið getið líka spurt ykkur hvernig sam­fé­lagi þið viljið búa í. Þegar næsta kyn­slóð spyr okkur hvað við gerðum til að gera þetta sam­fé­lag að fal­legri og mann­úð­legri stað – hvert verður svar­ið?“

Þegar hann hafði lokið máli sínu stóð hann upp og sett­ist í sætið sitt. Vitna­leiðslum var lokið og komið að ákæru­vald­inu að setja fram mál sitt. Á meðan sak­sókn­ar­inn kom sér fyrir hugs­aði ég sem svo: Mikið væri nú gott ef þessi lög­fræð­ingur segði að auð­vitað væri þetta aug­ljós­lega mis­skiln­ing­ur, að frá­leitt væri að stefna lög­reglu og dóms­valdi gegn mann­eskjum sem vilja hlusta á fólk sem biður um hjálp og mót­mæla á frið­sam­legan hátt þegar þær horfa upp á ofbeldi. En ákæru­valdið sagði ekki að þetta væri mis­skiln­ing­ur, heldur að vinur minn hefði óhlýðn­ast lög­regl­unni og hindrað hana við hand­töku og því bæri að dæma hann sekan sam­kvæmt ein­hverjum laga­bók­stöfum sem ég man ekki hverjir voru.

Þegar ákæru­valdið lauk máli sínu þurfti ég að drífa mig – fara að tala um Sókrates við nem­end­ur mína – svo ég náði ekki að heyra hvernig lög­fræð­ingur vinar míns sner­ist til varn­ar. En spurn­ingin sem vinur minn end­aði mál sitt á hefur ekki horfið úr huga mér: „Þegar næsta kyn­slóð spyr okkur hvað við gerðum til að gera þetta sam­fé­lag að fal­legri og mann­úð­legri stað – hvert verður svar­ið?“

Hvert verður svar­ið?

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar