Gengið laumulega til kosninga

Hrafnkell Lárusson segir að það eigi að vera sjálfsögð krafa kjósenda að vita hvaða stjórnarmynstur sé fyrsti kostur forystumanna stjórnmálaflokka fái þeir nægjanlegt fylgi til að mynda stjórn.

Auglýsing

„Við göngum óbundin til kosn­inga“ er fyrir löngu orðin ein lífseig­asta klisja íslenskrar stjórn­mála­um­ræðu. For­ystu­menn stjórn­mála­flokka hafa um ára­bil notað hana sem svar við spurn­ingum um hvaða stjórn­ar­mynstur þeir sjái fyrir sér eða óski sér helst að loknum alþing­is­kosn­ing­um. Með því hafa þeir leit­ast við að halda sem flestum mögu­leikum opnum en um leið leynt kjós­endur fyr­ir­ætl­unum sín­um. Gengið laumu­lega til kosn­inga. 

Fram­boð til Alþingis leit­ast í aðdrag­anda kosn­inga við að afla sér fylgis út á stefnu sína, gjörðir eða fram­bjóð­end­ur. En til að auka líkur á að kosn­inga­lof­orð verði efnd þarf við­kom­andi flokkur að kom­ast í rík­is­stjórn. Hér á landi er hefð fyrir sam­steypu­stjórnum og nú benda kann­anir til þess að til að mynda megi meiri­hluta­stjórn að loknum kosn­ingum þurfi a.m.k. þrjá flokka, jafn­vel fleiri. Lík­indi á að stefnu­mál ein­stakra flokka fái fram­gang velta ekki aðeins á því hve ein­beittir flokks­menn eru að fram­fylgja þeim heldur líka hversu vel eða illa þau sam­rým­ist stefnu mögu­legra sam­starfs­flokka – kom­ist við­kom­andi flokkur að rík­is­stjórn­ar­borð­in­u. 

Það á að vera sjálf­sögð krafa kjós­enda að for­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna lýsi því með afdrátt­ar­lausum hætti fyrir kjör­dag hvaða stjórn­ar­mynstur sé þeirra fyrsti kostur fái við­kom­andi flokkar nægt fylgi til að mynda stjórn. Þó fylgi fram­boða eins og það mælist í skoð­ana­könn­unum sé jafnan á hreyf­ingu allt fram til kjör­dags eru þær breyt­ingar sjaldn­ast svo miklar, einkum þegar nær dreg­ur, að þær gefi ekki nokkuð skýra vís­bend­ingu um þing­styrk flokka. Kosn­inga­lof­orð verða ærið létt­væg ef að loknum kjör­degi er valið er að ganga til sam­starfs við flokka með gjör­ó­líka stefnu og lof­orðin víki þannig fyrir vald­sæk­inni tæki­fær­is­mennsku – einu helsta ein­kenni íslenskra stjórn­mála. 

Auglýsing
Undanfarin ár hefur verið almenn krafa í íslensku sam­fé­lagi um aukið gagn­sæi á sem flestum svið­um, ekki síst í stjórn­mál­um. Sá plag­siður íslenskra stjórn­mála­leið­toga að neita að gefa upp afstöðu sína til þess hvaða sam­setn­ing rík­is­stjórnar hugn­ist þeim helst er leynd­ar­hyggja sem er í aug­ljósri and­stöðu við kröf­una um gagn­sæi. Ég vona að fjöl­miðla­fólk sem fjallar um kosn­ing­arnar gangi ákveðnar en áður eftir opin­berum svörum frá stjórn­mála­leið­tog­unum um hvert hugur þeirra stefnir í þessum efnum og að kjós­endur greiði ekki atkvæði þeim fram­boðum sem reyna enn á ný að leyna þá fyr­ir­ætl­unum sín­um. Það þarf engum að koma í hug að ekki sé farið að huga að mögu­legu stjórn­ar­sam­starfi fyrr en búið er að telja atkvæði. Svo skamm­sýnir eru íslenskir stjórn­mála­leið­togar ekki.   

Þó ég voni að látið verði af þeirri leynd­ar­hyggju sem hér hefur verið rætt um er ég hóf­lega bjart­sýnn. Lík­legt verður að telj­ast kosn­inga­bar­átt­an nú fái kunn­ug­legt yfir­bragð, hvað þetta snert­ir, þar sem leyndin yfir fyr­ir­ætl­unum for­ystu­manna flokk­anna verður ríkj­andi. Að loknum kosn­ingum hefj­ist svo hið hefð­bundna hindr­un­ar­hlaup for­manna þar sem mark­miðið er að kom­ast fyrst yfir Sjalla-bláa vegg­inn sem umlykur stjórn­ar­ráðs­húsið að aust­an­verðu og hljóta að launum sæti við rík­is­stjórn­ar­borðið úr hendi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins – þess eina af flokks­leið­tog­unum sem þarf ekki að taka sprett­inn heldur getur beðið rólegur þess að hinir hlaupi til hans. 

Höf­undur er sagn­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar