Haraldur Ingi Haraldsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, segir gjá milli þings og þjóðar enn fyrir hendi.

Auglýsing

Lýð­ræði. Þetta fal­lega gagn­sæja orð. Þýðir ein­fald­lega fólkið ræður og lýð­ræð­is­skipu­lag á að tryggja þjóð sem býr við það að vilji meiri­hlut­ans nái fram að ganga. Í því fellst bæði frelsi fjöld­ans og sann­girni í félags­legu og efna­hags­legu til­liti. Þannig ætti vilji þjóð­ar­innar að end­ur­spegl­ast á Alþingi þar sem að kjörnir full­trúar hennar sitja. Svo er ekki og það er auð­sjá­an­lega bæði djúp, og breið gjá milli þings og þjóð­ar.

Fyr­ir­sögnin er tekin úr frægum ummælum Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar þegar hann hafn­aði Ices­a­ve-­samn­ing­unum á þeim for­sendum að þjóðin vildi þá ekki þótt svo að rík­is­stjórnin væri á annarri skoð­un. Þessi gjá er enn fyrir hendi og hefur aldrei verið dýpri og breið­ari.

Það kemur ítrekað fram að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar vill rík­is­rekið og gjald­frjáls heil­brigð­is­kerfi. Í nýlegri könnun vildu hvorki meira né minna en rúm 80% að sjúkra­hús séu rekin af hinu opin­bera og væru gjald­frjáls. 70% vildu að heilsu­gæslu­stöðvar væru einnig reknar á þann hátt. Ein­ungis rúm­lega 3% svar­enda í könn­un­inni vildu alfarið einka­væð­ingu.

Auglýsing

En hver er stefna Alþing­is?

Þar er leikur upp úr bók hinnar lif­andi dauðu nýfrjáls­hyggju, að fjársvelta heil­brigð­is­kerfið þar til að eina leiðin virð­ist vera einka­rekstur eins og ber­lega kemur í ljós í sam­bandi við þá hörmu­legu einka­rekstr­ar­væð­ingu sem nú á sér stað á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð á Akur­eyri.

Eru þá þau rök gild að engir pen­ingar séu til og það þurfi að hafa vit fyrir þjóð­inni sem ekk­ert skilur í rík­is­rekstri? Nei og alfarið nei! Aug­ljós­ustu rökin gegn þeirri rang­hug­mynd eru þau að við áttum rík­is­rekið og gjald­frjálst heil­brigð­is­kerfi sem náði um allt land og konur gátu fætt í heima­byggð en það hefur verið brotið niður af rík­is­stjórnum nýfrjáls­hyggju­tíma síð­ustu ára­tuga.

Þessi dæmi eru nán­ast enda­laus: Til að nefna nokkur þeirra þá er mik­ill meiri­hluti Íslend­inga móti einka­væð­ingu bank­anna. Á móti einka­væð­ingu í vega­kerf­inu með vega­gjöldum og einka­fjár­mögn­un. Á móti kvóta­kerf­inu og þeim slæmu afleið­ingum sem það hefur haft. Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga vill alvöru auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána og meiri­hluti vill nýja stjórn­ar­skrá.

Almanna­vilja úthýst

Á Alþingi er hins vegar verið að fram­kvæma þver­öf­uga stefnu. Þegar um 80% Íslend­inga vilja rík­is­rekið og gjald­frjálst heil­brigð­is­kerfi þá standa um 80% stjórn­mála­stétt­ar­innar með síauk­inni einka­væð­ingu.

Þetta er gjáin milli þings og þjóð­ar.

Ég er sós­í­alisti – félags­hyggju­maður – og félagi í sam­nefndum flokki og þessi sam­an­burður sýnir mér ljós­lega að Sós­í­alista­flokk­ur­inn er jað­ar­flokkur meðal alþing­is­flokk­anna en flokkur meiri­hlut­ans úti í sam­fé­lag­inu. Sá meiri­hluta­vilji sem ítrekað kemur fram í skoð­ana­könn­unum end­ur­spegl­ast í stefnu hans auk þess sem Flokk­ur­inn tekur skýra afstöðu með rót­tækum kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem eru stærstu fjölda­sam­tökin í land­inu.

Við þurfum ekki bara að brúa gjána milli þings og þjóð­ar. Við þurfum að leggja þjóð­veg inn á Alþingi þannig að þjóðin geti notið þess frelsis sem lýð­ræð­is­skipu­lag á að skila henni.

Þegar greidd voru atkvæði með lögum sem heim­il­uðu vega­tolla og einka­rekstur í frjálsa vega­kerf­inu okkar var ein­ungis einn þing­maður sem gat staðið með frjálsa vega­kerf­inu og greitt atkvæði á móti þeim. Það sýnir að svo ekki verður um villst að Sós­í­alista­flokk­ur­inn er eini val­kost­ur­inn fyrir þá sem vilja berj­ast gegn einka­væð­ingu vega­kerf­is­ins og ann­arra inn­viða.

Höf­undur skipar fyrsta sæti Sós­í­alista­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar