Vistbóndinn: Leið til að ná árangri í loftslagsmálum

Bændur geta spilað stórt hlutverk við endurheimt vistkerfa og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skrifar Eyþór Eðvarðsson.

Auglýsing

Óhætt er að mæla með stuttri heim­ild­ar­mynd sem heitir Fools & Drea­mers. Þar segir frá Nýsjá­lend­ingnum Hugh Wil­son sem tók að sér mjög illa farið land­svæði og breytti því í nátt­úru­legan skóg. Nágrannar hans höfðu enga trú á verk­efn­inu og töldu hann kjána og draum­óra­mann en á nokkrum árum sneri hann þessu illa farna landi yfir í heil­brigt vist­kerfi með upp­runa­legum trjám, til­heyr­andi líf­fræði­legri fjöl­breytni í plöntu, fugla-, fiska og dýra­lífi ásamt betri vatns­bú­skap í ám, vötnum og veð­ur­fari.

Þessi fal­lega saga á erindi við okkur Íslend­inga því tvö stærstu verk­efnin okkar í lofts­lags­málum eru af sama toga. Ann­ars vegar er það end­ur­heimt vot­lendis og hins vegar upp­græðsla illa far­ins lands og skóg­rækt. Vot­lendi losar 9.3 millj­ónir tonna af CO2 ígildum og illa farið land er talið losa 4 millj­ónir tonna. Til að átta sig á því hversu mikið þetta er þá losa álverin og stór­iðjan öll til sam­ans tæpar 2 millj­ónir tonna og vega­sam­göngur losa tæp­lega milljón tonna.

Það er nauð­syn­legt að taka stór skref strax þegar kemur að lofts­lags­málum því tím­inn sem við höfum er mjög tak­mark­að­ur. Ein leið til að nálg­ast vanda­málið væri að fylgja for­dæmi nýsjá­lenska frum­kvöð­uls­ins og skapa störf fyrir vist­bændur þ.e. ein­stak­linga sem taka að sér end­ur­heimt vist­kerfa og draga þannig úr losun og auka bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Tæki­færi til að breyta for­gangs­röðun

Í dag greiðir hið opin­bera bændum all­nokkra millj­arða fyrir að fram­leiða 9.000 tonn af kinda­kjöti á meðan aðeins er mark­aður fyrir 6.000 tonn inn­an­lands. Ein­falt ætti að vera að breyta kerf­inu þannig að greitt verði fyrir að rækta upp illa farin vist­kerfi í stað þess að fram­leiða kinda­kjöt sem hefur mjög stórt kolefn­is­spor, skaðar vist­kerfin og allt of mikið er fram­leitt af. Þannig gætum við í sam­starfi við fag­stofn­anir snúið vörn í sókn með því að ná aftur gróð­ur­þekju á við­kvæm svæði, rækta upp skóga og end­ur­heimta vot­lendi. Fjöl­mörg dæmi eru nú þegar á Íslandi þar sem fram­sæknir hug­sjóna­menn í land­græðslu­málum hafa stigið stór skref til að end­ur­heimta vist­kerfi.

Áskor­anir sem þarf að takast á við

Verk­efnið er stórt og krefst þess að margir legg­ist á árarn­ar. Ein áskorun er sú að land­eig­endur sem eiga fram­ræst land verða að taka þátt. Þrátt fyrir að vel innan við 15% fram­ræsts lands sé nýtt til rækt­unar í land­bún­aði er veru­leik­inn í dag sá að mjög fáir land­eig­endur hafa end­ur­heimt vot­lendi á sínum jörðum og enn er verið að fram­ræsa vot­lendi. Önnur áskorun er að hluti sauð­fjár­bænda beitir sauðfé á illa farið land sem enga eða litla beit þol­ir.

Leiðir til að takast á við áskor­an­irnar

Lausnin á því að fá land­eig­endur með í slíkt átak gæti verið að meng­un­ar­bóta­reglan svo­kall­aða, gildi fyrir fram­ræst vot­lendi, t.d. frá og með 2026. Hún felur í sér að þeir borgi sem valda meng­un, Þannig verði land­eig­endum fram­ræsts vot­lendis gert að greiða kolefn­is­gjald líkt og þeir sem kaupa jarð­efna­elds­neyti. En land­eig­endur geta komið sér undan gjald­inu með því að taka sjálfir að sér að end­ur­heimta vot­lendið og fá stuðn­ing fyrir fram­kvæmd­ina eða látið það vist­bændum eft­ir, sér að kostn­að­ar­lausu. En vist­bónd­inn myndi taka út landið gera aðgerða­á­ætlun og fram­kvæma hana í sam­starfi við fag­að­ila.

Hin lausnin er að setja tak­mörk á lausa­göngu búfjár og banna strax beit á þeim svæðum sem ekki þola beit.

Marg­faldur ávinn­ingur

Inn­leið­ing vist­bænda gæti haft sér­stak­lega jákvæð áhrif á dreifðar byggðir lands­ins þar sem áskor­anir í end­ur­heimt vist­kerfa eru mikl­ar. Ávinn­ing­ur­inn er marg­fald­ur; meira vatn og líf í ár og læki, líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki, færri sár/­skurðir í lands­lag­inu, stærri skóg­ar, meiri fugla­líf, fleiri fiskar og umfram allt ann­að, marg­falt minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og marg­föld meiri bind­ing í gróðri.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar