Smánarbletturinn loksins þrifinn

Steinunn Þóra Árnadóttir segir það hafa verið löngu tímabært að þrífa upp eitraðan arf vegna hersetu Bandaríkjahers hérlendis.

Auglýsing

Hern­aður og allt sem teng­ist hern­að­ar­um­svifum hefur gríð­ar­lega mikla mengun og nátt­úru­spjöll í för með sér um allan heim. Veru erlends her­liðs á Íslandi fylgdi og fylgir nákvæm­lega sami ófögn­uð­ur. Það á ekki ein­ungis við um óhóf­lega elds­neyt­is­notkun með til­heyr­andi útblæstri, heldur trufla hern­að­ar­tæki dýra­líf og skilja eftir sig gríð­ar­legt magn hvers kyns eit­ur­efna. 

Ein af ánægju­leg­ustu ákvörð­unum síð­asta þings var jafn­framt ein af þeim sem hvað minnsta athygli vakti. Alþingi sam­þykkti þar einum rómi að fela umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að gera rann­sókn og tíma­setta hreins­un­ar­á­ætlun á Heið­ar­fjalli á Langa­nesi. Svæðið er alræmt fyrir mengun frá þeim tíma þegar Banda­ríkja­her rak þar rat­sjár­stöð frá 1957 til 1970.

Saga þessa máls er orðin ára­tuga­göm­ul. Fljót­lega eftir að her­stöðv­ar­rekstri Banda­ríkja­manna lauk á fjall­inu tóku eig­endur lands­ins að krefj­ast úrbóta, enda við­skiln­að­ur­inn skelfi­legur og fljót­lega ljóst að mikið magn spilli­efna hafði borist út í nátt­úr­una. Íslensk stjórn­völd höfðu á sínum tíma samið við her­mála­yf­ir­völd um að engar bætur skyldu koma fyrir nátt­úru­spjöllin og engar kröfur gerðar um hreins­un.

Auglýsing
Við tók mikil þrauta­ganga land­eig­enda með stappi við emb­ætt­is­menn og mála­rekstri hér heima og erlend­is. Hvorki gekk né rak, þrátt fyrir að Banda­ríkja­her hafi á liðnum árum oft reynst reiðu­bú­inn til að hreinsa til eftir sig gamla meng­un, jafn­vel þótt fyrir liggi samn­ingar sem firra hann ábyrgð.

Við í Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði höfum alltaf látið okkur þessi mál varða. Ögmundur Jón­as­son hafði á sínum tíma frum­kvæði að því að taka málið upp sem for­maður Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis og vann mik­il­væga und­ir­bún­ings­vinnu. Síðar tók annar þing­maður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þráð­inn upp að nýju og lauk þeirri vinnu sem fyrr segir með þess­ari gleði­legu sam­þykkt þings­ins.

Á dög­unum upp­lýsti Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra svo að ráð­ist verði í rann­sóknir á svæð­inu eftir ábend­ingar Umhverf­is­stofn­un­ar. Rann­sóknin bein­ist að hættu­legum spilli­efnum á borð við PCB, kvika­silf­ur, blý og úran. Öll þessi efni munu finn­ast á svæð­inu og kunna að ógna grunn­vatni. Lík­legt má sömu­leiðis telja að álíka mengun megi finna ann­ars staðar þar sem Banda­ríkja­her var með slík umsvif um miðja síð­ustu öld.

Það var löngu tíma­bært að hefj­ast handa við að þrífa upp þennan eitr­aða arf her­set­unnar og von­andi að unnt verði að lag­færa verstu umhverf­is­spjöll­in.

Höf­undur er þing­maður og skipar annað sæti á lista Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar