Smánarbletturinn loksins þrifinn

Steinunn Þóra Árnadóttir segir það hafa verið löngu tímabært að þrífa upp eitraðan arf vegna hersetu Bandaríkjahers hérlendis.

Auglýsing

Hern­aður og allt sem teng­ist hern­að­ar­um­svifum hefur gríð­ar­lega mikla mengun og nátt­úru­spjöll í för með sér um allan heim. Veru erlends her­liðs á Íslandi fylgdi og fylgir nákvæm­lega sami ófögn­uð­ur. Það á ekki ein­ungis við um óhóf­lega elds­neyt­is­notkun með til­heyr­andi útblæstri, heldur trufla hern­að­ar­tæki dýra­líf og skilja eftir sig gríð­ar­legt magn hvers kyns eit­ur­efna. 

Ein af ánægju­leg­ustu ákvörð­unum síð­asta þings var jafn­framt ein af þeim sem hvað minnsta athygli vakti. Alþingi sam­þykkti þar einum rómi að fela umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að gera rann­sókn og tíma­setta hreins­un­ar­á­ætlun á Heið­ar­fjalli á Langa­nesi. Svæðið er alræmt fyrir mengun frá þeim tíma þegar Banda­ríkja­her rak þar rat­sjár­stöð frá 1957 til 1970.

Saga þessa máls er orðin ára­tuga­göm­ul. Fljót­lega eftir að her­stöðv­ar­rekstri Banda­ríkja­manna lauk á fjall­inu tóku eig­endur lands­ins að krefj­ast úrbóta, enda við­skiln­að­ur­inn skelfi­legur og fljót­lega ljóst að mikið magn spilli­efna hafði borist út í nátt­úr­una. Íslensk stjórn­völd höfðu á sínum tíma samið við her­mála­yf­ir­völd um að engar bætur skyldu koma fyrir nátt­úru­spjöllin og engar kröfur gerðar um hreins­un.

Auglýsing
Við tók mikil þrauta­ganga land­eig­enda með stappi við emb­ætt­is­menn og mála­rekstri hér heima og erlend­is. Hvorki gekk né rak, þrátt fyrir að Banda­ríkja­her hafi á liðnum árum oft reynst reiðu­bú­inn til að hreinsa til eftir sig gamla meng­un, jafn­vel þótt fyrir liggi samn­ingar sem firra hann ábyrgð.

Við í Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði höfum alltaf látið okkur þessi mál varða. Ögmundur Jón­as­son hafði á sínum tíma frum­kvæði að því að taka málið upp sem for­maður Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis og vann mik­il­væga und­ir­bún­ings­vinnu. Síðar tók annar þing­maður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þráð­inn upp að nýju og lauk þeirri vinnu sem fyrr segir með þess­ari gleði­legu sam­þykkt þings­ins.

Á dög­unum upp­lýsti Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra svo að ráð­ist verði í rann­sóknir á svæð­inu eftir ábend­ingar Umhverf­is­stofn­un­ar. Rann­sóknin bein­ist að hættu­legum spilli­efnum á borð við PCB, kvika­silf­ur, blý og úran. Öll þessi efni munu finn­ast á svæð­inu og kunna að ógna grunn­vatni. Lík­legt má sömu­leiðis telja að álíka mengun megi finna ann­ars staðar þar sem Banda­ríkja­her var með slík umsvif um miðja síð­ustu öld.

Það var löngu tíma­bært að hefj­ast handa við að þrífa upp þennan eitr­aða arf her­set­unnar og von­andi að unnt verði að lag­færa verstu umhverf­is­spjöll­in.

Höf­undur er þing­maður og skipar annað sæti á lista Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar