Sýndarmennska eða alvara í loftslagsmálum?

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar um loftslagsstefnu Samfylkingarinnar í aðsendri grein. Hann segir stefnuna vera bæði skýra og róttæka en flokkurinn vill að stefnt verði að 60 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin hefur verið leið­andi í umræðu um lofts­lags­mál og aðhaldi gagn­vart rík­is­stjórn­inni í mála­flokknum á kjör­tíma­bil­inu. Í fyrra lögðum við fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um græna atvinnu­bylt­ingu þar sem kallað er eftir rót­tækum lofts­lags­að­gerðum með sér­stakri áherslu á metn­að­ar­fyllri lofts­lags­mark­mið, bætta land­nýt­ingu, stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs og stór­efl­ingu almenn­ings­sam­gangna.

Nokkrum mán­uðum síðar sam­þykkti lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar grunn­stefnu þar sem lofts­lags­mál og græn atvinnu­stefna eru rauður þráð­ur. Þetta er atvinnu­skap­andi stefna, úrban og alþjóð­leg. Í lofts­lagskafl­anum boðum við m.a. upp­stokkun í land­bún­að­ar­kerf­inu, hrað­ari orku­skipti með fjölgun raf­hleðslu­stöðva og banni við nýskrán­ingu bens­ín­bíla frá og með árinu 2025, bylt­ingu í almenn­ings­sam­göngum með flýt­ingu Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu heild­stæðs sam­göngu­kerfis til að gera það að raun­hæfum kosti að ferð­ast um Ísland án bíls, bann við olíu­leit, stuðn­ing við kolefn­is­förg­un­ar­tækni og þróun líf­rænna orku­gjafa og svona mætti lengi telja.

Þetta eru þær alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem Sam­fylk­ingin hefur kallað eft­ir. Við notum orðið alvöru af því við höfnum sýnd­ar­mennsku og upp­lýs­inga­óreiðu rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um. Við erum ósam­mála umhverf­is­ráð­herra Vinstri grænna um að það sé ásætt­an­legt mark­mið fyrir Ísland að ná aðeins fram 40% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2030. Við teljum að lyk­ill­inn að því að ná fram 60% sam­drætti séu rót­tækar kerf­is­breyt­ingar en ekki mála­miðl­anir við flokka sem leggja ekk­ert til mál­anna í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Sam­tökin Ungir umhverf­is­sinnar eiga hrós skilið fyrir það frá­bæra starf sem þau hafa unnið und­an­farin ár og þeirra þátt í vit­und­ar­vakn­ing­unni um ham­fara­hlýnun á Íslandi. Fram­takið Sólin (þar sem umhverf­is- og lofts­lags­stefnum flokka eru gefin stig eftir því hvort minnst sé á til­tekin atriði í stefn­un­um, atriði sem stjórn­mála­flokk­arnir fá lista yfir fyrir fram og geta þannig aðlagað stefnur sínar að) er lofs­vert, góð hvatn­ing og hefur tví­mæla­laust valdið því að fleiri stjórn­mála­öfl ganga nú til kosn­inga með þokka­lega stefnu í lofts­lags- og nátt­úru­vernd­ar­málum heldur en nokkru sinni fyrr.

Kvarð­inn er gagn­leg­ur, sér­stak­lega fyrir flokka sem áttu eftir að halda lands­fundi þegar Ungir umhverf­is­sinnar sendu út leið­bein­andi gögn, en hann getur auð­vitað aldrei fangað með full­nægj­andi hætti raun­veru­legan metnað stjórn­mála­flokka í lofts­lags­mál­um. Til þess þyrfti líka að horfa til þing­mála sem lögð hafa verið fram, breyt­ing­ar­til­lagna við frum­vörp, áherslna flokk­anna á sveit­ar­stjórn­ar­stigi (dæmi: Sam­fylk­ingin stendur fyrir ein­hverjum stærstu lofts­lags­að­gerðum á Íslandi með þétt­ing­ar­stefn­unni í borg­inni, Græna plan­inu og Borg­ar­línu) og auð­vitað þess hvort flokkar meini það sem þeir segja eða felli til­lögur á Alþingi um auk­inn metnað og rót­tækar aðgerðir í lofts­lags­málum og feli gráum flokkum neit­un­ar­vald í mála­flokkn­um.

Ég hvet allt áhuga­fólk um lofts­lags­mál til að kynna sér vel lofts­lags­á­herslur Sam­fylk­ing­ar­innar og bera saman við áherslur ann­arra flokka, til að mynda 50 aðgerða lofts­lagsvef flokks­ins (sem ekki var far­inn í loftið þegar Ungir umhverf­is­sinnar lögðu mat á stefnu flokk­anna). Ég er sann­færður um að þetta sé ein­hver skýrasta og rót­tæk­asta lofts­lags­stefna sem nokkur flokkur hefur sett fram í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga og að sterk Sam­fylk­ing sé lyk­ill­inn að því að mynduð verði græn og stór­huga rík­is­stjórn í haust.

Höf­undur skipar 2. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar