Sýndarmennska eða alvara í loftslagsmálum?

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar um loftslagsstefnu Samfylkingarinnar í aðsendri grein. Hann segir stefnuna vera bæði skýra og róttæka en flokkurinn vill að stefnt verði að 60 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin hefur verið leið­andi í umræðu um lofts­lags­mál og aðhaldi gagn­vart rík­is­stjórn­inni í mála­flokknum á kjör­tíma­bil­inu. Í fyrra lögðum við fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um græna atvinnu­bylt­ingu þar sem kallað er eftir rót­tækum lofts­lags­að­gerðum með sér­stakri áherslu á metn­að­ar­fyllri lofts­lags­mark­mið, bætta land­nýt­ingu, stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs og stór­efl­ingu almenn­ings­sam­gangna.

Nokkrum mán­uðum síðar sam­þykkti lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar grunn­stefnu þar sem lofts­lags­mál og græn atvinnu­stefna eru rauður þráð­ur. Þetta er atvinnu­skap­andi stefna, úrban og alþjóð­leg. Í lofts­lagskafl­anum boðum við m.a. upp­stokkun í land­bún­að­ar­kerf­inu, hrað­ari orku­skipti með fjölgun raf­hleðslu­stöðva og banni við nýskrán­ingu bens­ín­bíla frá og með árinu 2025, bylt­ingu í almenn­ings­sam­göngum með flýt­ingu Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu heild­stæðs sam­göngu­kerfis til að gera það að raun­hæfum kosti að ferð­ast um Ísland án bíls, bann við olíu­leit, stuðn­ing við kolefn­is­förg­un­ar­tækni og þróun líf­rænna orku­gjafa og svona mætti lengi telja.

Þetta eru þær alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem Sam­fylk­ingin hefur kallað eft­ir. Við notum orðið alvöru af því við höfnum sýnd­ar­mennsku og upp­lýs­inga­óreiðu rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um. Við erum ósam­mála umhverf­is­ráð­herra Vinstri grænna um að það sé ásætt­an­legt mark­mið fyrir Ísland að ná aðeins fram 40% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2030. Við teljum að lyk­ill­inn að því að ná fram 60% sam­drætti séu rót­tækar kerf­is­breyt­ingar en ekki mála­miðl­anir við flokka sem leggja ekk­ert til mál­anna í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Sam­tökin Ungir umhverf­is­sinnar eiga hrós skilið fyrir það frá­bæra starf sem þau hafa unnið und­an­farin ár og þeirra þátt í vit­und­ar­vakn­ing­unni um ham­fara­hlýnun á Íslandi. Fram­takið Sólin (þar sem umhverf­is- og lofts­lags­stefnum flokka eru gefin stig eftir því hvort minnst sé á til­tekin atriði í stefn­un­um, atriði sem stjórn­mála­flokk­arnir fá lista yfir fyrir fram og geta þannig aðlagað stefnur sínar að) er lofs­vert, góð hvatn­ing og hefur tví­mæla­laust valdið því að fleiri stjórn­mála­öfl ganga nú til kosn­inga með þokka­lega stefnu í lofts­lags- og nátt­úru­vernd­ar­málum heldur en nokkru sinni fyrr.

Kvarð­inn er gagn­leg­ur, sér­stak­lega fyrir flokka sem áttu eftir að halda lands­fundi þegar Ungir umhverf­is­sinnar sendu út leið­bein­andi gögn, en hann getur auð­vitað aldrei fangað með full­nægj­andi hætti raun­veru­legan metnað stjórn­mála­flokka í lofts­lags­mál­um. Til þess þyrfti líka að horfa til þing­mála sem lögð hafa verið fram, breyt­ing­ar­til­lagna við frum­vörp, áherslna flokk­anna á sveit­ar­stjórn­ar­stigi (dæmi: Sam­fylk­ingin stendur fyrir ein­hverjum stærstu lofts­lags­að­gerðum á Íslandi með þétt­ing­ar­stefn­unni í borg­inni, Græna plan­inu og Borg­ar­línu) og auð­vitað þess hvort flokkar meini það sem þeir segja eða felli til­lögur á Alþingi um auk­inn metnað og rót­tækar aðgerðir í lofts­lags­málum og feli gráum flokkum neit­un­ar­vald í mála­flokkn­um.

Ég hvet allt áhuga­fólk um lofts­lags­mál til að kynna sér vel lofts­lags­á­herslur Sam­fylk­ing­ar­innar og bera saman við áherslur ann­arra flokka, til að mynda 50 aðgerða lofts­lagsvef flokks­ins (sem ekki var far­inn í loftið þegar Ungir umhverf­is­sinnar lögðu mat á stefnu flokk­anna). Ég er sann­færður um að þetta sé ein­hver skýrasta og rót­tæk­asta lofts­lags­stefna sem nokkur flokkur hefur sett fram í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga og að sterk Sam­fylk­ing sé lyk­ill­inn að því að mynduð verði græn og stór­huga rík­is­stjórn í haust.

Höf­undur skipar 2. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar