Hættuleg efnahagsstjórn Bjarna Benediktssonar

Gunnar Smári Egilsson skrifar um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu í aðsendri grein en hann segir viðbrögð stjórnarinnar í kjölfar kórónuveirufaraldurs helst hafa nýst hinum betur stæðu.

Auglýsing

Það er magnað að sjá ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og þá sér­stak­lega efna­hags­mála­ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son, halda því fram við kjós­endur í aðdrag­anda kosn­inga að rík­is­stjórnin hafi staðið sig frá­bær­lega vel við efna­hags­stjórn­ina á erf­iðum tímum og að hér sé allt í miklum sóma.

Svo er bara alls ekki. Eftir stór­kost­leg mis­tök skilar þessi rík­is­stjórn efna­hags­kerfið eftir í við­kvæmri stöðu á við­sjár­verðum tím­um. Og það skyn­sam­leg­asta sem kjós­endur geta gert er að kjósa þessa rík­is­stjórn burt til að forða sér frá stór­kost­legum yfir­vof­andi skaða.

Ein­sýni á ferða­þjón­ustu

Ég mun vísa á nokkur dæmi til stuðn­ings máli mínu, en vil fyrst benda fólki á að það hefur enga merk­ingu þegar ráð­herr­arnir segja stöð­una betri en gert hafi verið ráð fyrir við upp­haf kór­ónafar­ald­urs­ins. Þarna er rík­is­stjórnin að bera sig saman við sjálfan sig.

Auglýsing

Í upp­hafi far­ald­urs­ins lagði rík­is­stjórnin mat á efna­hags­á­fallið vegna far­ald­urs­ins og í því mati kom fram stór­kost­legt ofmat á mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unn­ar. Ráð­herr­arnir gleymdu að taka með í reikn­ing­inn að ef engir ferða­menn koma til Íslands þá fara heldur engir Íslend­ingar til útlanda. Rík­is­stjórnin hefði því átt að leggja nokkra veltu við hag­kerfið eftir að þeir strok­uðu út tekj­urnar af erlendum ferða­mönn­um. Þessi skekkja lækk­aði ætl­aðan 10-12% sam­drátt í 6-7%.

Minni sam­dráttur er því ekki vegna efna­hags­að­gerða ráð­herr­anna heldur vegna ein­sýni þeirra í upp­hafi far­ald­urs­ins. Sem má hlæja að, en líka ótt­ast. Því þessi ein­sýni á mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar mark­aði ekki bara efna­hags­að­gerð­irnar heldur sótt­varnir líka. Allan tím­ann var það helsta mark­mið ráð­herr­anna að ræsa upp ferða­þjón­ust­una að nýju.

Sú stefna var ekki aðeins byggð á mis­skiln­ingi heldur reynd­ist hún líka skað­leg efna­hags­lega. Hún leiddi til þess að dregið var þrá­fald­lega of snemma úr sótt­vörnum á landa­mærum sem leiddi til nýrra bylgna far­ald­urs­ins, meiri veik­inda og þyngri sótt­varna inn­an­lands, sem aftur drógu afl úr hag­kerf­inu og hægði á efna­hags­bat­an­um.

Fyrir utan að fólk dó.

Bjarna­bólan mikla

Fyrstu við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar frammi fyrir far­aldr­inum var að lækka vexti og auka útlána­getu bank­anna í von um að það myndi örva hag­kerf­ið. Sem ekki gerð­ist. Þegar útlán eru aukin í gegnum banka­kerfið fara þau til þeirra sem best standa og sem minnst þurfa á lánum að halda. Og það fólk fjár­festir ekki í nýjum atvinnu­tæki­færum heldur í gömlum eign­um.

Talið er að vel yfir 200 millj­arðar króna hafi leitað af þessum sökum inn á fast­eigna­mark­að­inn og spennt upp verð á íbúð­ar­hús­næði, um 20% á meðan á kór­ónafar­aldr­inum stóð. Við það hækkar verð­mæti íbúð­ar­hús­næðis á land­inu um næstum þús­und millj­arða króna, skapar til­finn­ingu fyrir auð­sæld meðal hinna betur settu en örvar hag­kerfið sjálft ekki neitt. Og bætir ekk­ert stöðu þeirra sem misstu vinn­una, urðu fyrir til­finn­an­legu efna­hags­legu áfalli, gengu á sparifé sitt og báru í raun ein byrðar þessa sam­drátt­ar. Og bætir ekki stöðu þeirra sem þurfa að kaupa sér hús­næði.

Hin betur settu höfðu hins vegar nóg umleikis, spör­uðu sér utan­lands­ferðir og ferð­uð­ust inn­an­lands á nýjum hjól­hýsum sem keypt voru fyrir lægri vexti, not­uðu ferða­gjöf­ina frá ráð­herr­unum eða gerðu upp pall­inn með nið­ur­greiddri vinnu iðn­að­ar­manna úr almanna­sjóð­um.

En þetta eru aðeins gárur utan á þeirri eigna­bólu sem blásin var upp. Verð­mæti hluta­bréfa í kaup­höll­inni hækk­uðu um 1500 millj­arða króna í kór­ónafar­aldr­in­um. Þetta er ein og hálf fjár­lög, eins og hálf lands­fram­leiðsla. Fé sem féll af himni ofan.

Það er ekki hægt að skýra út fyrir venju­legu fólki hvað 1500 millj­arðar króna er há upp­hæð. Segjum að þú héldir á þessum pen­ingum og myndir ganga aftur á bak í tím­anum og leggja eina milljón á hvern dag. Þegar þú legðir frá þér síð­ustu millj­ón­ina værir þú komin aftur til árs­ins 2089 fyrir Krist. Þú gætir horft á þræla reisa píramíta.

Þessi hækkun hluta­bréfa í kaup­höll­inni er brand­ari, merki um sturlað efna­hags­líf í klíku­væddum kap­ít­al­isma, svoköll­uðum ólig­ar­k­isma þar sem allt sam­fé­lagið er orðið að spila­víti brask­ara.

Eina hag­kerfið sem hækkar vexti

Þessi eigna­bóla hefur þrýst upp verð­bólgu svo um það bil sem kór­ónafar­ald­ur­inn er að gefa eftir og ætla mætti að hag­kerfið gæti fundið fyrri styrk, þá tekur Seðla­bank­inn í hand­brems­una og hækkar vexti. Tví­vegis í sum­ar.

Seðla­banki Íslands er eini seðla­bank­inn í heim­inum sem er að hækka vexti þessar vik­urn­ar. Ann­ars staðar er það metið svo að hag­kerfin séu enn í við­kvæmu standi og þurfi á allri örvun að halda og alls engum aðhalds­að­gerðum á borð við vaxta­hækk­un­um.

Þetta er því staðan í aðdrag­anda kosn­inga. Það hefur tek­ist svo óhöndug­lega til með efna­hags­stjórn­ina að Seðla­bank­inn tekur sig þurfa að stíga á brems­una þegar reynt er að koma hag­kerf­inu upp síð­asta hjall­ann.

Hvaða vit er í því? Ekk­ert.

Fjár­austur úr rík­is­sjóði

Fyrir utan vaxta­lækkun og aukna útlána­getu bank­ana var meg­in­stefið í efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar að ausa fé í fjár­magns- og stór­fyr­ir­tækja­eig­endur beint úr rík­is­sjóði. Þeir fengu styrk til að loka fyr­ir­tækjum og opna þau aft­ur, til að halda fólki í vinnu og til að reka það og svo til að ráða það aft­ur. Öll umgjörð um þetta var los­ara­leg og stórfé rann til fyr­ir­tækja sem enga aðstoð þurftu, jafn­vel til fyr­ir­tækja sem í reynd not­uðu styrk­inn til að greiða eig­endum sínum arð.

Og þessi fjár­austur kom mönnum á bragð­ið. Fjár­magns- og stór­fyr­ir­tækja­eig­endur átt­uðu sig að rík­is­sjóður var fullur af pen­ingum og ef sjóður tæmd­ist mátti alltaf prenta meira. Æ meira af efna­hags- og atvinnu­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar sner­ust um að sleppa fjár­magns- og stór­fyr­ir­tækja­eig­endum á beit í rík­is­sjóði.

Nýsköp­un­ar­mið­stöð var lögð niður og nýsköp­un­ar­stuðn­ingur einka­væddur þannig að öll fyr­ir­tæki gátu sótt sér mörg hund­ruð millj­óna skatta­af­slátt út á nán­ast hvaða fjár­fest­ingu eða verk­efni sem var. Svo til allt er hægt að kalla nýsköpun og þró­un.

Og þegar fjár­magns- og stór­fyr­ir­tækja­eig­endur voru komnir á bragðið ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skyndi­lega að verða umhverf­is­vænn flokkur og stefna að stór­átaki í lofts­lags­mál­um. Mark­mið er að nota sömu aðferð, leyfa fyr­ir­tækjum að skil­greina nán­ast hvað sem er sem aðgerðir í lofts­lags­mál­um, til orku­sparn­að­ar, til betri nýt­ingar og sækja fé til þessa í almanna­sjóði.

Þetta er afrakstur efna­hags­stjórn­unar á tímum kór­ónafar­ald­urs­ins. Fyrir utan rík­is­sjóð eru langar biðraðir af stönd­ugum fjár­magns- og stór­fyr­ir­tækja­eig­endum að sækja sér styrki. Röðin er löng og nær langt vestur í bæ, svo að aldr­að­ir, öryrkjar, sjúkir og fátækir sjást varla lengur þar sem þau norpa aft­ast í röð­inni.

Bjarni Bene­dikts­son er Hrói Höttur á röng­unni, að hefur tekið yfir almanna­sjóði til að gefa úr þeim til hinna ríku.

Spill­ingin grass­erar

Og Bjarna finnst þetta ekki nóg. Þegar 1/3 af Íslands­banka var seldur tókst Bjarna að gefa hinum betur settu og nokkrum brask­sjóðum í útlöndum um 25 millj­arða króna. Hann verð­lagði eignir almenn­ings lágt og gaf hinum betur settur mis­mun­inn.

Og það er hlaupið græðg­isæði í lið­ið, það er svo mikið af ókeypis fé á sveimi. Eig­endur Arion banka ætla að skræla þann banka að inn­an, draga úr rekstr­inum og minnka þjón­ustu, til að geta tæmt sem mest fé úr bank­anum svo hægt sé að greiða eig­endum sem mestan arð. Og Íslands­banki er kom­inn með sömu stefnu, að tæma bank­ann af sem mestum verð­mætum og færa eig­end­um. Og Sím­inn. Og annað hvort fyr­ir­tæki í kaup­höll­inni.

Og æðið lýsir sér í því að bank­arnir eru búnir að selja frá sér öll greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­in; Valitor, Borgun og Korta, til brask­ara í Bras­ilíu og Ísr­a­el. Og þjóðar­ör­ygg­is­ráðið fundar um hvort þetta sé í lagi, að svona grunn­kerfi sam­fé­lags­ins séu skyndi­lega komin í eigu ein­hverra brask­fé­laga úti í heimi.

Og þá er Advania selt til félags á vegum Gold­man Sachs, sem skráð er í aflöndum og bók­halds­kerfi rík­is­ins með. Í raun gæti ein­hver innan þessa félags búið til pen­inga með því að leggja þá inn á reikn­ing og eytt síðan færsl­unni, búið til pen­ing úr engu svo að eng­inn sæi. Ætli þetta hafi verið tekið fyrir hjá þjóðar­ör­ygg­is­ráði?

Þar er nú líka fundað vegna þess að fjar­skipta­fyr­ir­tækin ætla að selja alla inn­viði sína til að geta borgað eig­endum sínum sem mestan arð. Fólkið í ráð­inu er að ræða hvort það gangi, að Íslend­ingar hafi ekki yfir­ráð yfir neinu fjar­skipta­kerfi.

Enda­lok nýfrjáls­hyggj­unnar

Svona er ástandið í landi tæki­færanna, sem Bjarni kallar svo. Hér er allt falt og hægt að græða á öllu, sækja sér ókeypis fé og halda veislu, bara ef þú ert í klíkunni. Og þetta kallar Bjarni stöð­ug­leika í sjón­varps­aug­lýs­ingum þar sem hann óskar eftir atkvæðum svo hann geti gefið vinum sínum meira fé, einka­vætt meira af eignum almenn­ings, bras­kvætt allt sam­fé­lag­ið, selt grunn­inn­viði og í raun kveikt í því sam­fé­lagi sem afar okkar og ömmur lögðu grunn­inn að og feður okkar og mæður byggðu upp.

Stöð­ug­leiki Bjarna er eins og sena úr kvik­mynd eftir Pasol­ini og land tæki­fær­anna eins og alt­ar­istafla af dóms­degi eftir Hier­onymus Bosch. Við erum komin út í svo óraun­veru­lega upp­lausn allra eðli­legra gilda að það er mann­legt að efast, hugsa að þetta geti nú varla ver­ið, það getur ekki verið að við höfum misst sam­fé­lagið okkar niður á þetta plan.

En því miður get ég ekki huggað ykk­ur. Þetta er svona slæmt og þetta á eftir að versna ef við snúum ekki af braut. Enda­lok nýfrjáls­hyggj­unnar er ger­spill­ing ólig­ar­k­is­mams, þjófræði þar sem rík­is­valdið hefur verið tekið yfir af brösk­ur­un­um.

Víða um heim­inn er verið að ræða akkúrat þetta, hvernig vinda skal við ofan af nýfrjáls­hyggju­væddum ólig­ar­k­isma áður en hann brýtur niður öll gildi sam­fé­lags­ins, alla inn­viði og grunn­kerfi. En þessi umræða hefur ekki náð hing­að. Ein­hverra hluta vegna veltur þessi vít­is­vél áfram stjórn­laust hér á landi og er meira að segja kynnt í kosn­inga­aug­lýs­ingum sem lausn á öllum vanda.

Við þurfum að vakna. Og bregð­ast við.

Höf­undur er félagi í Sós­í­alista­floknum og skipar fyrsta sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar