Jöfn tækifæri með vaxtarstyrk

Frambjóðandi Framsóknarflokksins vill íþrótta-, lista- og tómstundastarf barna mér sérstökum vaxtarstyrk. Í aðsendri grein segir hann slíkan styrk geta jafnað tækifæri barna til að taka þátt í slíku starfi.

Auglýsing

Við sem samfélag getum státað okkur af því góða og fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfi sem stendur fólki til boða hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt og sannað þá fjölmörgu kosti sem skipulagt frístundastarf býður upp á t.d. varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði. Sérstaklega hefur þátttaka barna í skipulögðu frístundastarfi jákvæð áhrif á þroska barna og félagsfærni og fátt hefur meira forvarnargildi. Þetta á við hvort sem þau æfa körfubolta, á fiðlu, rafíþróttir, ganga í skátana eða hvað annað skipulagt frístundastarf sem stendur barni til boða. Það er mikilvægt að virkja börn til þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi og tryggja tækifæri allra til að njóta góðs af slíku starfi.

Þörf á vaxtarstyrk

Þó svo að ríkið og sveitarfélög hafa unnið náið með íþrótta- og tómstundahreyfingum landsins til að minnka greiðslubyrði fjölskyldunnar á frístundastarfi barna þá er enn hægt að gera betur. Fyrir margar fjölskyldur er það þungur róður að standa straum af kostnaði við frístundaiðkun barna sinna. Þessi staða getur sérstaklega borið á nú í kjölfar áhrifa COVID-19 veirunnar á efnahag og atvinnumarkað landsins.

Sú staða er erfið og ósanngjörn. Öll börn eiga að fá tækifæri til að blómstra í þeirri íþrótt eða tómstund sem þau hafa áhuga á og finna sig í. Framsóknarflokkurinn vill létta undir með barnafjölskyldum og leyfa börnum landsins að njóta góðs af íþróttum, listum eða öðru tómstundastarfi með árlegum 60 þúsund króna vaxtarstyrk. Styrkurinn er á hvert barn, en sem dæmi myndi þriggja barna fjölskylda fá 180 þúsund króna vaxtarstyrk, 60 þúsund fyrir hvert barn.

Auglýsing

Jöfn tækifæri

Með umræddum vaxtarstyrk getum við jafnað tækifæri barna til að blómstra í íþrótt eða tómstund óháð efnahag. Styrkurinn myndi standa hverju einasta barni til boða þvert yfir landið. Að auki getur slíkur styrkur stuðlað að kröftugu og fjölbreyttu frístundastarfi hér á landi. Fyrirkomulag vaxtarstyrksins á margt sameiginlegt með frístundastyrkjunum, sem mörg sveitarfélög bjóða upp á í dag. Tölfræðin innan þeirra sveitarfélaga bendir sterklega til þess að veiting frístundastyrkja og aukning iðkenda haldast í hendur. Við viljum gera enn betur og taka skref í átt að því að bjóða öllum börnum jöfn tækifæri til frístundaiðkunar.

Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps og skipar fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar