Jöfn tækifæri með vaxtarstyrk

Frambjóðandi Framsóknarflokksins vill íþrótta-, lista- og tómstundastarf barna mér sérstökum vaxtarstyrk. Í aðsendri grein segir hann slíkan styrk geta jafnað tækifæri barna til að taka þátt í slíku starfi.

Auglýsing

Við sem sam­fé­lag getum státað okkur af því góða og fjöl­breytta íþrótta- og tóm­stunda­starfi sem stendur fólki til boða hér á landi. Rann­sóknir hafa sýnt og sannað þá fjöl­mörgu kosti sem skipu­lagt frí­stunda­starf býður upp á t.d. varð­andi and­legt og lík­am­legt heil­brigði. Sér­stak­lega hefur þátt­taka barna í skipu­lögðu frí­stunda­starfi jákvæð áhrif á þroska barna og félags­færni og fátt hefur meira for­varn­ar­gildi. Þetta á við hvort sem þau æfa körfu­bolta, á fiðlu, raf­í­þrótt­ir, ganga í skát­ana eða hvað annað skipu­lagt frí­stunda­starf sem stendur barni til boða. Það er mik­il­vægt að virkja börn til þátt­töku í íþrótta- eða tóm­stunda­starfi og tryggja tæki­færi allra til að njóta góðs af slíku starfi.

Þörf á vaxt­ar­styrk

Þó svo að ríkið og sveit­ar­fé­lög hafa unnið náið með íþrótta- og tóm­stunda­hreyf­ingum lands­ins til að minnka greiðslu­byrði fjöl­skyld­unnar á frí­stunda­starfi barna þá er enn hægt að gera bet­ur. Fyrir margar fjöl­skyldur er það þungur róður að standa straum af kostn­aði við frí­stunda­iðkun barna sinna. Þessi staða getur sér­stak­lega borið á nú í kjöl­far áhrifa COVID-19 veirunnar á efna­hag og atvinnu­markað lands­ins.

Sú staða er erfið og ósann­gjörn. Öll börn eiga að fá tæki­færi til að blómstra í þeirri íþrótt eða tóm­stund sem þau hafa áhuga á og finna sig í. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill létta undir með barna­fjöl­skyldum og leyfa börnum lands­ins að njóta góðs af íþrótt­um, listum eða öðru tóm­stunda­starfi með árlegum 60 þús­und króna vaxt­ar­styrk. Styrk­ur­inn er á hvert barn, en sem dæmi myndi þriggja barna fjöl­skylda fá 180 þús­und króna vaxt­ar­styrk, 60 þús­und fyrir hvert barn.

Auglýsing

Jöfn tæki­færi

Með umræddum vaxt­ar­styrk getum við jafnað tæki­færi barna til að blómstra í íþrótt eða tóm­stund óháð efna­hag. Styrk­ur­inn myndi standa hverju ein­asta barni til boða þvert yfir land­ið. Að auki getur slíkur styrkur stuðlað að kröft­ugu og fjöl­breyttu frí­stunda­starfi hér á landi. Fyr­ir­komu­lag vaxt­ar­styrks­ins á margt sam­eig­in­legt með frí­stunda­styrkj­un­um, sem mörg sveit­ar­fé­lög bjóða upp á í dag. Töl­fræðin innan þeirra sveit­ar­fé­laga bendir sterk­lega til þess að veit­ing frí­stunda­styrkja og aukn­ing iðk­enda hald­ast í hend­ur. Við viljum gera enn betur og taka skref í átt að því að bjóða öllum börnum jöfn tæki­færi til frí­stunda­iðk­un­ar.

Höf­undur er odd­viti Skútu­staða­hrepps og skipar fjórða sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í kom­andi kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar