Matvælaeyðimörk í matarkistu

Frambjóðendur Vinstri grænna skrifa um vöruverð á landsbyggðinni. Þau segja dæmin sýna að íbúar dreifðari byggða þurfi að greiða hærra verð fyrir vörur, þrátt fyrir að þeir búi jafnvel í mikilli nálægð við framleiðsluna.

Þóra Margrét Lúthersdóttir og Kári Gautason
Þóra Margrét Lúthersdóttir og Kári Gautason
Auglýsing

Það er fátt sem bindur betur saman mann­fólkið en að deila brauði með náung­an­um. „Gjörið svo vel“ eru ein af fal­legri orðum íslensks máls ásamt því að þau opna á hlýju og náunga­kær­leik í mann­legum sam­skipt­um. Öll verðum við að borða til að lifa og öll eigum við að hafa gott aðgengi að mat­væl­um.

Aðgengi að heil­næmri fæðu er ekki sjálf­gefið þegar við horfum til heims­ins alls. Millj­ónir manna búa við ótryggt fæðu­ör­yggi. Hér í okkar eigin sam­fé­lagi er mis­mun­unin aðal­lega fólgin í aðgengi að heil­næmum mat­vælum á við­ráð­an­legu verði. Öll eigum við að hafa þess kost að geta nálg­ast heil­næm mat­væli við hæfi. Búseta ætti ekki heldur að hafa áhrif á þann kostnað sem við stöndum frammi fyrir við mat­ar­inn­kaup.

Það er af sem áður var, í sam­fé­lagi nútím­ans fara fæstir og veiða í soð­ið, fáir eru með heim­il­iskú og kindur eða nokkrar hæn­ur. Nútíma kröfur eru fjöl­breytni afurða til að mæta lit­rík­ari þjóð­fé­lags­menn­ingu en áður. Oft er talað um að neyt­endur hafi mikið vald til þess að hafa áhrif, að með því að kaupa vörur og þjón­ustu að þá kjósi neyt­endur með vesk­inu. Þetta er að sumu leyti rétt en engu að síður þá er stað­reyndin sú að versl­unin hefur allt vald í hendi sér um hvaða val­kostir eru í boði og gæði þeirra. Þarna teljum við að þurfi að gera bet­ur.

Auglýsing

Vatnið er sótt yfir læk­inn á lands­byggð­inni

Land­svæði sem búa við fákeppni versl­ana greiða hærra verð fyrir vör­una en sá sem býr á svæði sem sam­keppni ríkir á. Fyrir okkur sem kjósum að búa á lands­byggð­inni er vatnið of oft sótt yfir læk­inn. Það að kjósa sér búsetu í dreifð­ari byggðum lands­ins á ekki að þýða að þú greiðir hærra verð fyrir mat­væli. Nýj­ustu gögn Hag­stofu Íslands um neyslu­út­gjöld benda til þess að útgjöld til mat­ar­inn­kaupa séu stærri hluti af ráð­stöf­un­ar­tekjum hjá fólki í dreif­býli en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mat­væla­fram­leiðsla Íslend­inga fer að stærstum hluta fram á lands­byggð­inni. Þar er stutt á miðin og út á tún og í dag hefur mat­væla­fram­leiðsla þró­ast og orðið fjöl­breytt­ari. Nýir fram­leið­endur hafa unnið mark­vert starf í því erf­iða versl­un­ar­um­hverfi sem við búum við.

Hvergi ætti að vera ein­fald­ara að nálg­ast heil­næmar afurðir (lítið unnar og fram­leiddar á sem heil­næm­astan hátt) á sem hag­kvæm­ustu verði heldur en á lands­byggð­inni. Þar sem ekki þarf að flytja vörur um langan veg. Þetta er þó víða ekki staðan og þessu þarf að breyta.

Mat­væli úr heima­byggð ættu að vera meira sjá­an­leg í versl­un­um. Víða um land skortir veru­lega á að vörur fram­leiddar í heima­byggð fáist í versl­un­um. Sömu sögu er að segja hvað varðar vörur frá svæð­is­bundnum smá­fram­leið­end­um. Þetta er veru­legur ágalli og sýnir vald versl­un­ar­innar yfir því hvaða val neyt­endur hafa. Það er ein­fald­lega aðgangs­hindrun að versl­anir sýni því ekki meiri metnað að kynna vörur sem fram­leiddar eru í heima­byggð í versl­unum á hverju svæði fyrir sig. En einnig er það órétt­látt að smærri versl­anir fá mun verri kjör hjá birgj­um, sem svo neyt­endur greiða í formi hærra vöru­verðs. Sums staðar þarf að keyra um langan veg til að kom­ast yfir­höfuð í versl­un. Á smáum stöðum berj­ast versl­anir í bökkum við rekstur sinn, versl­anir sem oft á tíðum sjá fyrir störfum í heima­byggð.

Er lengra á Blönduós en Akur­eyr­ar, frá Reykja­vík?

Því er stundum fleygt fram að Húna­vatns­sýsl­urnar séu lang­ar, en það virð­ist vera til­fellið að þær séu svo langar að það sé lengra til Blöndu­óss frá Reykja­vík heldur en til Akur­eyrar sömu leið. Þannig sé það dýr­ara að flytja vöru á Blönduós heldur en til Akur­eyrar jafn­vel þó að varan sé flutt með sama flutn­inga­bíl.

Þessum kostn­aði er svo velt út í verð­lag versl­un­ar­innar á svæð­inu og íbú­arnir látnir greiða hann nið­ur. Mark­viss­ari stefnu um jöfnun á flutn­ings­kostn­aði mat­væla og almennra nauð­synja í hinum dreifðu byggðum er nauð­syn­leg til þess að það sé hægt að tala um raun­veru­legt jafn­rétti til búsetu. Því þarf að stór­auka fram­lög til svæð­is­bund­innar flutn­ings­jöfn­un­ar. Þannig væri aðstaða kaup­manns­ins í smá­pláss­inu jöfnuð til móts við versl­ana­keðj­unnar sem er í kaup­höll­inni. Með því væri rétt­lát­ari verð­lagn­ing – svo að neyt­endur á lands­byggð­inni þurfi ekki að greiða hærra verð fyrir sömu vöru.

Höf­undar skipa 4. sæti á listum Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í Norð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar