Kæra ákvörðunina að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu

„Það er alveg kýrskýrt í okkar huga að þetta er kolólöglegt,“ segir lögmaður Palestínumanns sem nú er kominn á götuna eftir synjun um efnislega meðferð frá kærunefnd Útlendingamála.

Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Auglýsing

Magnús Davíð Norð­da­hl, lög­maður Mohammed Bakri umsækj­anda um alþjóð­lega vernd, hefur kært ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar að svipta hann þjón­ustu en honum var vísað á göt­una í vik­unni og hann sviptur fæð­is­greiðsl­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var umrædd ákvörðun ekki skrif­leg.

„Þessi ákvörðun er kærð til kæru­nefndar útlend­inga­mála og þess kraf­ist að hún verði felld úr gildi og stofn­unni gert að veita umbjóð­anda mínum þjón­ustu á nýjan leik. Þá er þess kraf­ist að kæran fái flýti­með­ferð með vísan í brýna hags­muna umbjóð­anda míns,“ segir í kærunni sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Magnús bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að umræddur aðili hafi endað alls­laus á göt­unni. „Um er að ræða nokk­urs konar refs­ingu af hálfu Útlend­inga­stofn­unar þar sem við­kom­andi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brott­vísun með því að und­ir­gang­ast COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að fram­kvæma brott­vís­un. Það er alveg kýr­skýrt í okkar huga að þetta er kolólög­leg­t.“

Auglýsing

Enn ekki hitt þann hæl­is­leit­anda sem sjálf­vilj­ugur aðstoðar við eigin brott­vísun

Segir Magnús að á öllum hans ferli sem lög­maður hæl­is­leit­anda hafi hann ekki enn hitt þann hæl­is­leit­anda sem sjálf­vilj­ugur aðstoðar við eigin brott­vís­un. „Það er eðli þess­ara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja við­kom­andi á göt­una alls­lausan við slíkar aðstæður er ómann­úð­legt, sið­ferði­lega rangt og að mínum dómi ólög­mætt.“

Vísar hann í reglu­gerð­ar­á­kvæði um útlend­inga þar sem segir að svipta megi hæl­is­leit­anda þjón­ustu þegar ákvörðun um brott­vísun sé komin til fram­kvæmd­ar. Magnús segir að þegar við­kom­andi aðili er enn á land­inu sé ljóst að slík ákvörðun hafi enn ekki verið fram­kvæmd og því ólög­mætt að svipta aðil­ann þjón­ustu. Útlend­inga­stofnun brjóti þannig klár­lega gegn umræddu reglu­gerð­ar­á­kvæði.

„Nokkuð margir í þessum hópi sem nú eru á göt­unni hér á landi eru frá Palest­ínu. Eins og allir vita er heima­land þeirra að verða fyrir loft­árásum þessi miss­erin þar sem sak­laust fólk lætur lífið í hrönn­um. Palest­ínu­menn á flótta utan heima­lands upp­lifa að sjálf­sögðu mikla og sorg og reiði við slíkar aðstæður og eru þannig enn við­kvæm­ari en ella nú um stund­ir. Allt að einu finnst Útlend­inga­stofnun í fínu lagi að vísa umræddum aðilum á göt­una. Þessu verður að linna,“ segir hann.

Í kærunni er jafn­framt vísað til þess að Mohammed hafi ekki notið and­mæla­réttar áður en umrædd ákvörðun var tek­in. „Þegar af þeirri ástæðu ætti að fella ákvörð­un­ina úr gild­i.“

Óskað er eftir því að kæran fái flýti­með­ferð þar sem brýnir hags­munir Mohammed krefj­ist þess enda sé hann án hús­næðis og fæðis eftir svipt­ingu þeirrar þjón­ustu sem hann áður naut.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent