Kæra ákvörðunina að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu

„Það er alveg kýrskýrt í okkar huga að þetta er kolólöglegt,“ segir lögmaður Palestínumanns sem nú er kominn á götuna eftir synjun um efnislega meðferð frá kærunefnd Útlendingamála.

Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Auglýsing

Magnús Davíð Norð­da­hl, lög­maður Mohammed Bakri umsækj­anda um alþjóð­lega vernd, hefur kært ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar að svipta hann þjón­ustu en honum var vísað á göt­una í vik­unni og hann sviptur fæð­is­greiðsl­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var umrædd ákvörðun ekki skrif­leg.

„Þessi ákvörðun er kærð til kæru­nefndar útlend­inga­mála og þess kraf­ist að hún verði felld úr gildi og stofn­unni gert að veita umbjóð­anda mínum þjón­ustu á nýjan leik. Þá er þess kraf­ist að kæran fái flýti­með­ferð með vísan í brýna hags­muna umbjóð­anda míns,“ segir í kærunni sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Magnús bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að umræddur aðili hafi endað alls­laus á göt­unni. „Um er að ræða nokk­urs konar refs­ingu af hálfu Útlend­inga­stofn­unar þar sem við­kom­andi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brott­vísun með því að und­ir­gang­ast COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að fram­kvæma brott­vís­un. Það er alveg kýr­skýrt í okkar huga að þetta er kolólög­leg­t.“

Auglýsing

Enn ekki hitt þann hæl­is­leit­anda sem sjálf­vilj­ugur aðstoðar við eigin brott­vísun

Segir Magnús að á öllum hans ferli sem lög­maður hæl­is­leit­anda hafi hann ekki enn hitt þann hæl­is­leit­anda sem sjálf­vilj­ugur aðstoðar við eigin brott­vís­un. „Það er eðli þess­ara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja við­kom­andi á göt­una alls­lausan við slíkar aðstæður er ómann­úð­legt, sið­ferði­lega rangt og að mínum dómi ólög­mætt.“

Vísar hann í reglu­gerð­ar­á­kvæði um útlend­inga þar sem segir að svipta megi hæl­is­leit­anda þjón­ustu þegar ákvörðun um brott­vísun sé komin til fram­kvæmd­ar. Magnús segir að þegar við­kom­andi aðili er enn á land­inu sé ljóst að slík ákvörðun hafi enn ekki verið fram­kvæmd og því ólög­mætt að svipta aðil­ann þjón­ustu. Útlend­inga­stofnun brjóti þannig klár­lega gegn umræddu reglu­gerð­ar­á­kvæði.

„Nokkuð margir í þessum hópi sem nú eru á göt­unni hér á landi eru frá Palest­ínu. Eins og allir vita er heima­land þeirra að verða fyrir loft­árásum þessi miss­erin þar sem sak­laust fólk lætur lífið í hrönn­um. Palest­ínu­menn á flótta utan heima­lands upp­lifa að sjálf­sögðu mikla og sorg og reiði við slíkar aðstæður og eru þannig enn við­kvæm­ari en ella nú um stund­ir. Allt að einu finnst Útlend­inga­stofnun í fínu lagi að vísa umræddum aðilum á göt­una. Þessu verður að linna,“ segir hann.

Í kærunni er jafn­framt vísað til þess að Mohammed hafi ekki notið and­mæla­réttar áður en umrædd ákvörðun var tek­in. „Þegar af þeirri ástæðu ætti að fella ákvörð­un­ina úr gild­i.“

Óskað er eftir því að kæran fái flýti­með­ferð þar sem brýnir hags­munir Mohammed krefj­ist þess enda sé hann án hús­næðis og fæðis eftir svipt­ingu þeirrar þjón­ustu sem hann áður naut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent