Kæra ákvörðunina að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu

„Það er alveg kýrskýrt í okkar huga að þetta er kolólöglegt,“ segir lögmaður Palestínumanns sem nú er kominn á götuna eftir synjun um efnislega meðferð frá kærunefnd Útlendingamála.

Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Fimm ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, misstu í fyrradag húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mohammed Bakri er einn þeirra.
Auglýsing

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Mohammed Bakri umsækjanda um alþjóðlega vernd, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hann þjónustu en honum var vísað á götuna í vikunni og hann sviptur fæðisgreiðslum. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans var umrædd ákvörðun ekki skrifleg.

„Þessi ákvörðun er kærð til kærunefndar útlendingamála og þess krafist að hún verði felld úr gildi og stofnunni gert að veita umbjóðanda mínum þjónustu á nýjan leik. Þá er þess krafist að kæran fái flýtimeðferð með vísan í brýna hagsmuna umbjóðanda míns,“ segir í kærunni sem Kjarninn hefur undir höndum.

Magnús bendir á í samtali við Kjarnann að umræddur aðili hafi endað allslaus á götunni. „Um er að ræða nokkurs konar refsingu af hálfu Útlendingastofnunar þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brottvísun með því að undirgangast COVID-próf sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma brottvísun. Það er alveg kýrskýrt í okkar huga að þetta er kolólöglegt.“

Auglýsing

Enn ekki hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoðar við eigin brottvísun

Segir Magnús að á öllum hans ferli sem lögmaður hælisleitanda hafi hann ekki enn hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoðar við eigin brottvísun. „Það er eðli þessara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja viðkomandi á götuna allslausan við slíkar aðstæður er ómannúðlegt, siðferðilega rangt og að mínum dómi ólögmætt.“

Vísar hann í reglugerðarákvæði um útlendinga þar sem segir að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun sé komin til framkvæmdar. Magnús segir að þegar viðkomandi aðili er enn á landinu sé ljóst að slík ákvörðun hafi enn ekki verið framkvæmd og því ólögmætt að svipta aðilann þjónustu. Útlendingastofnun brjóti þannig klárlega gegn umræddu reglugerðarákvæði.

„Nokkuð margir í þessum hópi sem nú eru á götunni hér á landi eru frá Palestínu. Eins og allir vita er heimaland þeirra að verða fyrir loftárásum þessi misserin þar sem saklaust fólk lætur lífið í hrönnum. Palestínumenn á flótta utan heimalands upplifa að sjálfsögðu mikla og sorg og reiði við slíkar aðstæður og eru þannig enn viðkvæmari en ella nú um stundir. Allt að einu finnst Útlendingastofnun í fínu lagi að vísa umræddum aðilum á götuna. Þessu verður að linna,“ segir hann.

Í kærunni er jafnframt vísað til þess að Mohammed hafi ekki notið andmælaréttar áður en umrædd ákvörðun var tekin. „Þegar af þeirri ástæðu ætti að fella ákvörðunina úr gildi.“

Óskað er eftir því að kæran fái flýtimeðferð þar sem brýnir hagsmunir Mohammed krefjist þess enda sé hann án húsnæðis og fæðis eftir sviptingu þeirrar þjónustu sem hann áður naut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent