Konur á flótta – mannúð útlendingalaga

Albert Björn Lúðvígsson segir að þrátt fyrir sérstaklega viðkvæma stöðu kvenna á flótta taki Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála ekkert sérstakt tillit til þeirra.

Auglýsing

Í lögum um útlend­inga segir að mark­mið þeirra sé að tryggja mann­úð­lega með­ferð stjórn­valda í mál­efnum útlend­inga hér á landi. Þegar kemur að með­ferð umsókna kvenna og barna um alþjóð­lega vernd á Íslandi er í sömu lögum sér­stakt til­lit tekið til þeirra. Enda er það almennt við­ur­kennt að konur og börn á flótta séu með allra við­kvæm­ustu hópum sem neyð­ast til að flýja aðstæður sín­ar. Ein af ástæðum þess að sér­stakt til­lit þarf að taka til kvenna á flótta er sú að þær kon­ur, sem verða fyrir því óláni að fæð­ast í landi þar sem líf fólks og vel­ferð er almennt stefnt í hættu, eru oftar en ekki, einnig, í hættu vegna kyn­bund­inna ofsókna eða ofbeld­is. Þá eiga þær almennt mun erf­ið­ara með að flýja en karl­ar. Iðu­lega eiga þær sér engrar und­an­komu auðið og nær aldrei fyrr en ótrú­leg grimmd­ar­verk hafa verið unnin á lík­ama þeirra og sál.

Fram­kvæmd stjórn­valda

Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála eru þær stofn­anir sem bera ábyrgð á með­ferð umsókna um alþjóð­lega vernd. Und­an­farið hafa mál verið til með­ferðar hjá þeim þar sem reynt hefur á þetta sér­staka til­lit enda um að ræða vernd­ar­um­sóknir sér­stak­lega við­kvæmra kvenna á flótta. Því miður er ekki hægt að segja að leyst hafi verið úr málum þeirra af sér­stakri reisn eða að mannúð hafi verið höfð að leið­ar­ljósi.

Kon­urnar höfðu sætt marg­þættum og hrika­legum grimmd­ar­verkum og ofsóknum fyrir það eitt að vera kven­kyns. Þær eiga sam­bæri­lega for­tíð að baki og tókst ekki að flýja fyrr en þær höfðu orðið fyrir ítrek­uðu lík­am­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu ofbeldi, eins og t.d. þving­uðu vændi, mansali, nauðg­un­um, bar­smíðum og þving­uðum hjóna­bönd­um. Þær höfðu jafn­framt orðið fyrir lim­lest­ingum á kyn­færum, aðeins barn­ungar að aldri, en þar að auki urðu sumar fyrir því að ör þeirra lim­lest­inga voru skorin upp af nauðgurum þeirra þegar þær voru litlu eldri.

Auglýsing

Þrátt fyrir þessa óum­deil­an­legu sér­stak­lega við­kvæmu stöðu þess­ara kvenna var ekk­ert sér­stakt til­lit tekið til þeirra. Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála ákváðu snar­lega að senda þær aftur til Grikk­lands því ofan á allt annað höfðu þær verið þving­aðar til þess að sækja um vernd þar áður en þær komust til Íslands. Þrátt fyrir að vera einar af þeim örfáu sem tek­ist hefur að kom­ast í skjól ætla íslensk stjórn­völd að slökkva síð­asta von­ar­neista þeirra og senda þær aftur til Grikk­lands þar sem öllum er ljóst að örygg­is­leysi og örbirgðin ein bíður þeirra.

Gallað mat stjórn­valda

Á meðan þær hafa dvalið hér á landi hefur hvorki farið fram heild­stætt né ein­stak­lings­bundið mat á stöðu þeirra. Ekk­ert til­lit tekið til þess að þær séu konur í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu. Þeim gafst varla færi á að leggja fram gögn úr þeim fáu lækna­tímum sem þjón­ustu­veit­andi þeirra, sjálf Útlend­inga­stofn­un, veitti þeim. Matið á því hvort þær telj­ist í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu og hafi þörf fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu var þannig að mestu unnið af lög­lærðum full­trúum Útlend­inga­stofn­unar og lög­lærðu nefnd­ar­fólki kæru­nefndar útlend­inga­mála. Það þótti greini­lega óþarfi að mati stofn­un­ar­innar og kæru­nefndar að leita til heil­brigð­is­starfs­fólks eða vinna málin fag­lega og í sam­ræmi við kröfur íslenskra laga. Fá það þannig stað­fest að þær séu í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu í sam­ræmi við lög um útlend­inga og glími við mikil og alvar­leg veik­indi. Þrátt fyrir hið aug­ljósa, þrátt fyrir að þær glími allar við alvar­legar and­legar og lík­am­legar afleið­ingar og sumar þeirra geti jafn­vel ekki haft eðli­leg þvag­lát eða blæð­ingar án mik­ils sárs­auka, dugar það ekki til. Þó þær þurfi nauð­syn­lega grein­ingu og aðstoð sál­fræð­inga og fag­fólks, eins og finna má í Bjark­ar­hlíð og hjá Stíga­mót­um, vegna aug­ljósrar sér­stak­lega við­kvæmrar stöðu og áfallastreiturösk­unar dugar það ekki til. Þeim stendur aðeins til boða afar tak­mark­aður sál­fé­lags­legur stuðn­ing­ur, áköll þeirra sem þann stuðn­ing hafa veitt um frek­ari sál­fræði­lega með­ferð fengu ekki hljóm­grunn. Þær hafa þá enn síður fengið nauð­syn­lega aðstoð skurð­lækna.

Ekki deilt um aðstæður í Grikk­landi

Rétt er að taka fram að íslensk stjórn­völd eru vel með­vituð um þær hræði­legu aðstæður sem kon­urnar bjuggu við í Grikk­landi áður en þær komust til Íslands. Útlend­inga­stofnun telur frá­sagnir þeirra trú­verð­ugar um að þær hafi búið á göt­unni í Grikk­landi, verið þar án atvinnu og án félags­legrar aðstoð­ar, þar á meðal án fram­færslu. Kæru­nefnd útlend­inga­mála segir í úrskurðum sínum að konur á flótta lifi oft á jaðri sam­fé­lags­ins í Grikk­landi og búi þar við félags­lega ein­angr­un. Það geti verið vand­kvæðum bundið fyrir þær að sækja sér heil­brigð­is­þjón­ustu, sér­stak­lega sér­hæfða. Að ekk­ert hús­næði sé til staðar í Grikk­landi sem ein­ungis sé ætlað konum á flótta. Að þær mæti erf­ið­leikum við að nálg­ast félags­legar bætur og að atvinnu­mögu­leikar þeirra séu tak­mark­aðir í Grikk­landi. Að lokum til­tekur kæru­nefndin jafn­vel að dæmi séu um að konur á flótta séu beittar ofbeldi í Grikk­landi, meðal ann­ars af hendi grísku lög­regl­unn­ar.

Stefnu­mótun stjórn­valda

Þrátt fyrir allt þetta, hræði­legar aðstæður í Grikk­landi og sér­stak­lega við­kvæma stöðu þess­ara kvenna, komust Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála sem sagt að þeirri nið­ur­stöðu að engar „sér­stakar ástæð­ur“ væru til þess að gefa þeim færi á að fá vernd hér á landi. Það er ljóst að kröfur útlend­inga­laga um mannúð eru virtar að vettugi. Það er ómann­úð­legt að senda þessar sér­stak­lega við­kvæmu konur til baka alls­lausar í eymd­ina í Grikk­landi. Á göt­una þar sem þeim voru ítrekað boðnir greiðar í stað kyn­lífs áður en þær flúðu til Íslands. Það er ómann­úð­legt að rann­saka ekki mál þeirra og veita þeim ekki þann rétt sem lög um útlend­inga mæla fyrir um varð­andi aðstoð og grein­ingu heil­brigð­is­starfs­fólks. Það er engin reisn yfir þess­ari máls­með­ferð eða mála­lokum íslenskra stjórn­valda.

Allt frá setn­ingu núgild­andi laga um útlend­inga hafa ráð­herrar dóms­mála, Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála gengið hart fram við að skerða rétt flótta­fólks til þess að eiga mögu­leika á vernd hér á landi. Hefur sú þróun komið sér­stak­lega niður á konum því hvorki er lengur litið til sér­stak­lega við­kvæmrar stöðu þeirra né heild­ar­mat unnið á grund­velli kyn­bund­innar stöðu þeirra. Í ljósi þess má því raun­veru­lega spyrja hvort hið ein­stak­lings­bundna heild­ar­mat sé aðeins orðið að krossa­prófi, þ.e. hvort við­kom­andi falli undir til­tekið stakt skil­yrði af nokkrum í reglu­gerð ráð­herra. Skil­yrði sem samin voru gagn­gert til þess að úti­loka fólk frá því að fá vernd á Íslandi, eins og t.d. hvort við­kom­andi glími við mikil og alvar­leg veik­indi. Það skil­yrði reyndar upp­fylla þessar konur en vegna þess að Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála neita þeim um nauð­syn­lega og lög­bundna grein­ingu er þeim gert nær ómögu­legt að sanna það.

Hvernig finnum við mann­úð­ina aft­ur?

Stjórn­spek­ing­ur­inn Hannah Arendt benti á þá dap­ur­legu stað­reynd að flest ill­virki væru unnin af fólki sem gerði það aldrei upp við sig hvort það vildi sjálft vera eða gera gott eða vont. Í málum þess­ara kvenna sem hér eru rakin eru þær íslensku stofn­anir sem bera ábyrgð enn einu sinni komnar út fyrir öll mörk vel­sæmis og mann­úðar og nið­ur­staðan slík að íslenskt sam­fé­lag getur ekki sam­þykkt mála­lykt­ir. Við þurfum að gera upp við okkur hvorn kosta Hannah Arendt við velj­um.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar