Sex ríkustu þjóðir heims taka á móti 8,88% flóttafólks

Fátækari lönd í nágrenni stríðshrjáðra svæða hýsa helming alls flóttafólks í heiminum. Sex ríkustu lönd í heimi hafa aðeins tekið á móti 8,88 prósent. 53 hælisumsóknir hafa verið samþykktar á Íslandi í ár.

Mikill fjöldi flóttafólks hefst við í fjölmennum flóttamannabúðum í nágrenni heimalands þeirra. Þessi unga stúlka býr í flóttamannabúðum í Tyrklandi eftir að hafa flúið Íslamska ríkið í Sýrlandi.
Mikill fjöldi flóttafólks hefst við í fjölmennum flóttamannabúðum í nágrenni heimalands þeirra. Þessi unga stúlka býr í flóttamannabúðum í Tyrklandi eftir að hafa flúið Íslamska ríkið í Sýrlandi.
Auglýsing

Sex auð­ug­ustu lönd heims taka aðeins á móti 8,88 pró­sent flótta­fólks í heim­in­um. Sam­an­lögð lands­fram­leiðsla þess­ara sex auð­ug­ust landa nemur 56,6 pró­sent sam­an­lagðrar lands­fram­leiðslu allra ríkja heims. Nágranna­ríki stríðs­hrjáðra landa á borð við Sýr­land taka á móti helm­ingi alls flótta­fólks í heim­inum en sam­an­lögð lands­fram­leiðsla þeirra landa er 1,9 pró­sent af fram­leiðslu alls heims­ins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Oxfam, sam­tökum 18 stofn­anna sem starfa í 94 löndum um allan heim til að finna lausn á fátækt og rang­læti í heim­in­um. Rík­ustu löndin sex, Banda­rík­in, Kína, Jap­an, Þýska­land, Bret­land og Frakk­land hafa sam­tals tekið á móti 2.119.264 flótta­mönn­um. Þýska­land hefur tekið á móti flestum eða 736.740; það er um það bil helm­ingur af því sem hin löndin fimm hafa gert sam­an­lag­t.

Aldrei hafa fleiri þurft að flýja heim­kynni sín vegna stríðs, ofbeldis eða ofsókna síðan flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hóf að skrá fjölda flótta­fólks í heim­in­um. Í lok árs 2015 voru 65,3 milljón manns á hrakn­ing­um. Mik­ill meiri­hluti þessa fólks, eða um 40,8 millj­ón­ir, er á flótta í eigin landi, þe. hafa ekki lagt á flótta til ann­arra landa. Í skýrslu flótta­manna­stofn­un­ar­innar um mál­efni flótta­fólks árið 2015 er bent á að ef þessi hópur væri þjóð væri hún í 21. sæti yfir stærstu þjóðir í heimi. 3,2 millj­ónir hafa óskað eftir hæli í öðrum löndum og bíða ákvörð­unar iðn­væddra þjóða.

Auglýsing

Í skýrslu Oxfam er bent á að skylda ríkja til að veita þessu fólki skjól, mat og heil­brigð­is­þjón­ustu, auk starfa og mennt­un­ar, fellur heldur á fátæk­ari lönd og er í ósam­ræmi við ríki­dæmi land­anna. Mörg þeirra landa sem neyð­ast til að taka á móti flótta­fólk­inu eiga í vand­ræðum með að veita sínu eigin fólki mann­sæm­andi tæki­færi eða fórna stöð­ug­leika í land­inu til að taka á móti flótta­fólki.

Helm­ingur flótta­fólks, þe. þeirra sem lagt hafa á flótta frá heima­landi sínu, — alls 21,3 millj­ónir í lok árs 2015 — hefur kom­ist undir vernd­ar­væng stjórn­valda í Jórdan­ía, Tyrk­landi, Palest­ínu, Pakistan, Líbanon og Suð­ur­-Afr­íku. Sam­an­lagt bera þessi lönd ábyrgð á 1,9 pró­sent lands­fram­leiðslu allra landa heims.

Sex rík­ustu lönd í heimi og fjöldi flótta­fólks*

 • Banda­ríkin - 559.370 manns
 • Kína - 301.729 manns
 • Japan - 16.305 manns
 • Þýska­land - 736.740 manns
 • Bret­land - 168.937 manns
 • Frakk­land - 336.183 manns
 • Sam­tals - 2.119.264 manns eða 8,88% af fjölda flótta­fólks í heim­in­um.

Sex lönd sem taka á móti mestum fjölda flótta­fólks**

 • Jórdanía - 2.806.414 manns
 • Tyrk­land - 2.753.760 manns
 • Palest­ína - 2.051.096 manns
 • Líbanon - 1.535.662 manns
 • Suð­ur­-Afr­íka - 1.217.708 manns
 • Sam­tals - 11.932.244 manns eða 50.02% af fjölda flótta­fólks í heim­in­um.

*Rík­ustu löndin bera ábyrgð á 56,6% af sam­an­lagði lands­fram­leiðslu allra ríkja heims.

**Löndin bera ábyrgð á 1.9% af sam­an­lagðri lands­fram­leiðslu allra ríkja heims.

Búist við 1.000 hæl­is­um­sóknum á Íslandi í ár

Á Íslandi hefur fjöldi umsókna um hæli fjölgað í takti við auk­inn fjölda flótta­fólks í heim­in­um. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2016 var fjöldi umsækj­enda um vernd orð­inn 274 og hafði þre­fald­ast frá árinu áður. „Ef horft er til síð­ustu mán­aða árs­ins 2015 sést að fjöldi umsókna er í takt við þró­un­ina sem hófst síð­ast­liðið haust. Sú þróun átti sér ekki bara stað á Íslandi heldur um alla Evr­ópu,“ sagði Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, í sam­tali við Kjarn­ann 20. júní. Hún bjóst við því að umsóknum um hæli muni fjölga eftir því sem líður á árið og hugs­an­lega verða nærri 1.000 í ár.

310 mál umsækj­enda um vernd voru afgreidd á fyrri hluta árs­ins, sem eru næstum jafn­­­mörg mál og voru afgreidd allt árið í fyrra. Af þessum 310 málum var um helm­ing­­ur, eða 159 mál, tek­inn til efn­is­­legrar með­­­ferð­­ar. Af þessum 159 var 106 synjað en 53 ein­stak­l­ingar fengu vernd, við­­bót­­ar­vernd eða dval­­ar­­leyfi af mann­úð­­ar­á­­stæðum hér á landi. Sautján ein­stak­l­ingar frá Írak fengu vernd hér, tíu frá Íran og níu frá Sýr­landi. Fimm Afg­­anir fengu vernd á Íslandi. Af þeim sem var synjað um vernd hér­­­lendis voru 60 Alb­­anir og 21 frá Makedón­­íu. Fjórum Kósóvó-­­búum og fjórum Serbum var neitað um vernd, sem og þremur Úkra­ín­u­­mönn­­um. Ein­stak­l­ingum frá Tyrk­landi, Níger­­íu, Marokkó, Kró­a­­tíu, Íran og Afganistan var neitað um vernd á Íslandi, sem og einum rík­­is­fangs­­lausum ein­stak­l­ing­i.

Ný útlend­inga­lög voru sam­þykkt á Alþingi 2. júní síð­ast­lið­inn. Haft var eftir Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, for­manni alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþing­is, í Kjarn­anum 15. júní að nýju lögin væru til þess að skýra og skil­greina hlut­verk stjórn­valda í þessum mála­flokki. Ekki væri verið að semja lögin með það í huga að hafa eft­ir­lit með útlend­ing­um, eins og áður hafði verið gert, heldur til þess að veita fólki rétt­indi. Full­trúar allra stjórn­mála­flokka komu að gerð nýju lag­anna.

Ís­land er meðal rík­ustu landa í heimi, sé miðað við íbúa­fjölda, þe. færri deila heild­ar­lands­fram­leiðslu Íslands en til dæmis svipað stóru hag­kerfi. Ísland er í 20. sæti á lista World Bank yfir mestu lands­fram­leiðslu á hvern íbúa í heimi, rétt á undan Belg­íu. Sem dæmi má benda á heild­ar­stærð íslenska hag­kerf­is­ins er á stærð við Bosn­íu. Þar búa rúm­lega þrjár og hálf milljón manns og er landið þess vegna í 101. sæti á lista World Bank yfir lands­fram­leiðslu á hvern íbú­a.

Við­brögðin ekki rétt

Sam­komu­lag Evópu­ríkja og Tyrk­lands um tak­mörkun á flótta­manna­straumnum til Evr­ópu hefur verið umdeild­ur. Með sam­komu­lag­inu varð fjöldi fólks fastur í Grikk­landi, oft óað­vit­andi um laga­lega stöðu sína. Með samn­ingnum var Evr­ópu lokað við syðri landa­mæri Tryklands. Þessi aðgerð hefur hrundið af stað dómínóá­hrifum í heim­in­um; Ken­íu­menn segj­ast nú eiga rétt á því að loka land­inu sínu fyrir Sómölum sem flýja ástandið þar í landi. Allt er þetta, að mati skýrslu­höf­unda Oxfam, þvert á þá alþjóða­samn­inga sem ríkja um mál­efni flótta­fólks.

„Allar rík­is­stjórnir hafa, að sjálf­sögðu, rétt til þess að tryggja öryggi lands síns. En það verður að vera hægt að tryggja án þess að alþjóða­samn­ingar um öryggi flótta­fólks séu brotn­ir,“ segir í skýrslu Oxfam. „Í hvert sinn sem stjórn­völd snúa bak­inu við flóta­fólki setja þau ber­skjald­að­asta fólk í heimi í hættu­lega og ógn­væn­lega stöð­u.“

Og vandi þeirra sem finna sér skjól er oft sá að hæl­is­leit­endur mega ekki vinna fyrir sér. Séu hæl­is­leit­endur gripnir við það eitt að geta átt í sig og á geta þeir sum­staðar átt hættu á að vera vikið úr landi. Börn á flótta eiga sum­staðar ekki einu sinni kost á að fara í skóla, þannig að „heilu kyn­slóð­unum er neitað um mennt­un,“ sé orð­rétt haft upp úr skýrslu Oxfam.

Margir þeirra sem eru á flótta geta ekki einu sinni hugsað sér að snúa nokk­urn­tíma aftur til heima­lands­ins. Þar er yrði ein­fald­lega enn hættu­legra fyrir þetta fólk að ver­a.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None